Morgunblaðið - 16.07.2019, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.07.2019, Blaðsíða 2
Þar sem ökumenn vöru- flutningabíla þurfa að sitja klukkustundum saman við stýrið getur það reynst þeim erfitt að halda líkam- anum í góðri þjálfun. Vörubílaframleiðandinn Iveco álítur þetta vandamál sem verði að leysa og býð- ur upp á lausn sem bílsmið- urinn kallar „Klefi í formi“. Á utanverðum bílnum með þjálfunarbúnaðinum eru sérstakir krókar og festingar fyrir hin ýmsu tæki og inni í stjórnklef- anum er að finna sérlegan búnað til alls konar æfinga, aðallega með köðlum og lyftingatækjum. Segir Iveco að samspil þessara tækja bjóði upp á ræktun og þjálfun alls líkamans. agas@mbl.is Ökumenn Iveco í fantaformi Margs konar æfingar getur bílstjóri Iveco með klefa í formi stundað milli aksturslota. 2 | MORGUNBLAÐIÐ Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is V íða á Íslandi má finna dæmi um óviðunandi veg- merkingar. Virðist það eiga bæði við um skilti og yfirborðsmerkingar að merking- arnar vanti, þær ónákvæmar eða orðnar óskýrar. Þá virðist stundum eins og sé hreinlega ekki vandað nægilega vel til verka eða veg- merkingar látnar mæta afgangi, og t.d. skemmst að minnast Sæbraut- ar sem í sumar hefur verið án yfir- borðsmerkinga í nokkrar vikur eft- ir malbikunarframkvæmdir; eða gatnamóta Frakkastígs og Lauga- vegs eftir nýlega breytingu á akst- ursstefnu, þar sem gleymdist að fjarlægja merki sem banna inn- akstur, svo að þegar ekið er að gatnamótunum virðast ökumenn hvorki mega beygja til hægri né vinstri á Laugavegi Ólafur Guðmundsson umferðar- öryggissérfræðingur áætlar að á liðlega helmingi gatnamóta á Ís- landi sé merkingum ábótavant og skilti t.d. þannig staðsett að þau sjást illa þegar að gatnamótunum er komið, eða þá að skiltin byrgja ökumönnum sýn á umferð. Hann bendir líka á að Reykjavíkurborg hafi markað sér þá stefnu að mála ekki sebrabrautir þar sem gang- andi vegfarendur mega þvera götur: „Þessi stefna á sér langa sögu og kom til af því að gerðar voru sebrabrautir yfir fjölfarnar götur með háan hámarkshraða og tvær akreinar í báðar áttir. Þar henta sebrabrautir illa og veittu þessar gangbrautir gangandi veg- farendum falskt öryggi svo að slys hlutust af. Voru þessir slysastaðir lagfærðir með því að setja upp gönguljós, brýr eða göng fyrir gangandi vegfarendur, en um leið var hætt að mála sebrabrautir þar sem þær eiga vel við, s.s. á 1+1 vegum með hámarkshraða 50 km eða undir.“ Þetta þýðir að víða er óvissa um hvar gangandi hafa forgang, og hætt við að fótgangandi eða hjól- andi verði fyrir bíl eftir að hafa þverað götuna á stað þar sem hann taldi að ökutækjum væri skylt að stöðva til að hleypa honum yfir. Bendir Ólafur t.d. á að margir haldi ranglega að hraðahindranir séu gangbrautir, en svo sé ekki, og víða megi finna gönguþveranir þar sem auðvelt væri að halda að gangandi vegfarendur eigi að vera í forgangi þó að þeir séu það ekki. Erlendir ferðamenn vita ekki hvað má Björn Kristjánsson, sérfræð- ingur hjá FÍB, tekur undir að það sé óviðunandi að víða skuli vera óvissa um hvort bílar þurfi, eða þurfi ekki að stansa fyrir gangandi vegfarendum. „Ástandið er breyti- legt á milli bæjarfélaga og sum þeirra eru dugleg að mála sebra- brautir, en Reykjavíkurborg kýs að nota í staðinn gönguþveranir þar sem gangandi hafa ekki forgang.“ Þá virðast dæmin sýna að óná- kvæmar merkingar á þjóðvegum auki líkurnar á slysum og t.d. allt of algengt að kantlínur vanti eða að yfirborðsmerkingum sé illa haldið við svo að þær verða ógreinilegar. „Víðast hvar á Vesturlöndum virð- ist merkingum mun betur sinnt og því skiljanlegt að þegar erlendir ferðamenn aka um íslenska vegi viti þeir oft ekki með vissu hvað má og hvað má ekki. Á þjóðvegi Hendinni kastað til við vegmerkingar Morgunblaðið/Júlíus Hraðahindraun er ekki gangbraut. Á þessari mynd má sjá hraðahindrun þar sem margt lætur vegfarendur halda að gangandi hafi forgang. Yfirborðsmerkingar vantar á þjóðvegum en í þéttbýli er óljóst hvar gangandi vegfarendur hafa forgang. Ósamræmi er í merk- ingum á milli bæjarfélaga og merkingarnar víða svo lélegar að sjálfakandi bílar ættu erfitt með að átta sig á veginum.  4 Nuro heitir frumkvöðlafyrirtæki í Houston í Texas í Bandaríkjunum sem ætlar sér í samkeppni við sendi- bíla og hjólasendla um dreifingu á pítsum. Domino’s-pítsusmiðjan hefur stutt við bakið á tilraunum með sjálfekna bíla sem fært hafa neytendum bök- una frægu hratt og örugglega heim að húsi. Gekk Domino’s til samstarfs við Ford um smíði og þróun lítils flota pítsu-hraðsendibíla til brúks í Mich- igan. Og nú hefur Domino’s hafið samstarf við Nuro um að veita þessa sömu dreifingarþjónustu í Houston. Nuro er eitt fjölda fyrirtækja sem eru að þróa og framleiða sjálfekin farartæki til matvæla- og vörudreif- ingar innan borgarsvæða. Komst það á kortið í byrjun árs er japanska samsteypan SoftBank fjárfesti í fyrirtækinu fyrir milljarð dala. Fram að því hafði Nuro smíðað sex R1-bíla en nú mun þeim fjölga mjög. agas@mbl.is Flatbökum ekið heim að dyrum á sjálfeknum bílum Sjálfekni pítsu- bíllinn leysir sendilinn af hólmi. Í hitabylgjunni að undanförnu hafa myndast langar raðir við ís- sölustaði þar sem fólk bíður þess að komast yfir svalandi ís til mót- vægis við hitann. Nú er kominn á markað nýstár- legur ísbíll sem leysa mun af aðra gamla bíla sem flestir hafa verið knúnir gölum dísilvélum. Þeir hafa spúið ómældri mengun yfir for- eldra sem beðið hafa í röð með börnum sínum. Yfirvöld hafa haft áhyggjur af þessum bílum og ýms- ar sveitarstjórnir í Bretlandi, til dæmis, hafa íhugað að banna þá á miðbæjarsvæðum. Í London hafa ísbílar verið leyfðir til þessa á svæðum lítillar losunar en stæðisgjöld fyrir þá hafa verið afar há vegna meng- unarinnar sem stafar frá þeim. Hafi einhverjir óttast að ísbílar myndu hverfa með öllu þá geta þeir tekið gleði sína á ný. Nissan hefur nefnilega tekið höndum saman við skoska ísframleiðand- ann Mackie’s og smíðað fyrsta mengunarfría ísbíl Bretlands, en þar er á ferð hreinn rafbíll. Frum- gerðin er smíðuð upp úr raf- sendibílnum Nissan e-NV200 og í honum er allur búnaður til að þjóna sólgnum ísneytendum. Ísbíll þessi hefur 200 km drægi og býr yfir 125 km/klst. hámarks- hraða. Hann er og búinn 40 kíló- vattstunda rafgeymi en tækjabún- aður ísbúðarinnar fær hins vegar rafmagn frá lausum orkupakka sem sólarsellur á bílþakinu endur- hlaða. agas@mbl.is Ísinn er eflaust betri úr rafmagnsbílnum en þeim dísilknúnu sem urðu alltaf að vera í gangi á sölustöðum. Loft- og hljóðmengun er engin. Mengunarfrír ísbíll léttir brún HURÐIR Tunguháls 10, 110 Reykjavík, sími 567 3440, vagnar@vagnar.is, vagnar.is • Stuttur afhendingartími • Hágæða íslensk framleiðsla • Val um fjölda lita í RAL-litakerfinu • Vindstyrktar hurðir Bílskúrs- og iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir Iðnaðarhurðir með gönguhurð Bílskúrshurðir Hurðir í trékarma Tvískiptar hurðir Smíðað eftir máli Fyrsta flokks þjónusta og ráðgjöf

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.