Morgunblaðið - 16.07.2019, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 16.07.2019, Qupperneq 6
6 | MORGUNBLAÐIÐ Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995 Fljót, örugg og persónuleg þjónusta Allar almennar bílaviðgerðir Hjólastillingar | Smurverkstæði/þjónusta Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir sigridurelva@mbl.is E ins og flest úr smiðju Merce- des Benz gerir nýr GLE heilmikið fyrir augað, og nær að vera nokkuð renni- legur þrátt fyrir stærðina. En GLE er bæði lengri og breiðari en áður, og í fyrsta sinn fáanlegur í sjö sæta út- gáfu. Innandyra er hann eins og hann á kyn til: vandaður, og efnisval allt fyrsta flokks í farþegarými. Rúmt er um ökumann og farþega, sætin eru til mikillar fyrirmyndar og bjóða til að mynda upp á einhvers konar smánudd með aukabúnaðinum Energizing Coach. Hann á meðal annars að slá á þreytu í langferðum, og reyndist nuddið hið þægilegasta í löngum bíltúr út á land. Hugbún- aðurinn fylgist með líðan ökumanns og aðlagar þægindakerfi bílsins að honum. Takk fyrir takkana! Nýi GLE er fyrsti jepplingurinn með upplýsinga- og afþreyingar- kerfið MBUX, sem var fyrst kynnt til sögunnar í fyrra í minnsta bróð- urnum í Benz-fjölskyldunni, A Class. MBUX-kerfið lærir smám saman inn á ökumann og aðlagar viðmótið að hegðun hans. Leggur til dæmis leið- ina í vinnu á minnið og getur stungið upp á fljótlegri leið heim lendi maður í umferðarteppu. Ég er afskaplega hrifin af útfærslu Benz á upplýsinga- og afþreyingarskjánum, en tveir skjáir mynda eina samfellu frá mælaborði og yfir á snertiskjá þar sem hægt er að stjórna nánast öllu í bílnum með einum fingri. Stýrikerfið er sömuleiðis vel heppnað, bæði áferðarfallegt og aðgengilegt. Það gladdi samt mitt litla hjarta þegar ég uppgötvaði að Benz-menn hafa ekki farið þá leið að útrýma heiðarlegum tökkum alveg úr stjórnrýminu, en fyrir neðan skjáinn er hægt, til dæm- is, að stjórna hitastiginu í bílnum upp á gamla mátann. Vilji maður ekki káma út stjórnborðið er líka hægt að stjórna flestu frá stýrinu, eða nota raddstýringu. Aðstoðarkona með unglingaveiki Ég hef áður talað um stormasamt samband mitt við ungfrúna sem svarar þegar maður ávarpar bílinn: Tæknitröll í fögrum umbúðum Nýr GLE er lúxuskerra drekkhlaðin nútíma- tækni. Blessunarlega er ekki búið að fjarlægja alla stjórntakka til að rýma fyrir snertiskjánum. Upplýs- ingaskjár- inn er sér- deilis vel heppnaður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.