Morgunblaðið - 16.07.2019, Side 8

Morgunblaðið - 16.07.2019, Side 8
Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Oft eru það smáatriðin sem lýsa persónuleika bíla best. Þannig er ekki hægt að ræsa Porsche 718 Cayman með því einu að ýta á takka á mælaborðinu, heldur þarf að snúa lykli. Porsche gæti hæglega komið fyrir sama búnaði og finna má í öllum betri bílum í dag, þar sem skynjari nemur bíllykilinn í vasa ökumanns og kveikt er á vélinni með því að þrýsta á stóran „start“-takka, en með því að þurfa að snúa lykli skapast meiri tenging við ökutækið og ræsingin verður meiri við- burður. Það er í takt við allt annað 718 GT: þar er farið alla leið í akstursupplifuninni. Þetta er bíll fyrir þá sem hafa virkilega gaman af að aka. Hörðustu Porsche-aðdáendur vita raunar ekki alveg hvað þeim á að finnast um 718- línuna. Á blaði er nýi 911 miklu meiri bíll á alla kanta: stærri, með öflugri vél og um það bil tvöfalt dýrari. Mætti því halda að 718 væri ágætis byrjenda-Porsche, fyrir þá sem eru ekki alveg búnir að vinna sig upp í for- stjórastólinn en langar samt í þýskt trylli- tæki á nokkuð viðráðanlegu verði. Nema hvað 718-bílarnir eru jafn liprir og þeir eru nettir, í einstaklega góðu jafnvægi á alla kanta, og þegar komið er út á kappakst- ursbraut er ekkert endilega betra að vera á 911. Bílagagnrýnendur vissu ekki alveg hvað þeir áttu að halda þegar þeim þótti sumum sem litli bróðir væri orðinn stóra bróður fremri. Kraftar og notagildi 718 Cayman GTS er meðalkröftuga útgáf- an og hittir á hárrétta punktinn fyrir þá sem vilja bíl sem veitir líflega akstursupplifun, án þess samt að fara út fyrir öll velsæmismörk. Það mætti fara upp um eitt þrep, í Cayman GT4, fá nærri 50 hestöfl til viðbótar og vera 0,2 sekúndum fljótari í hundraðið, en það væri kannski fullmikið af hinu góða fyrir skreppitúra út í Krónuna. Svo mætti fara Ljósmynd/Ásgeir Ingvarsson Raketta til hversdagsbrúks 8 | MORGUNBLAÐIÐ » Flöt 4 strokka 2,5 l bensínvél m. forþjöppu » 365 hö (PS) / 430 Nm » 7 gíra PDK-skipting » Frá 8,5 l /100 km í blönduðum akstri » 0-100 km/klst á 4,3 sek. » Hámarkshr. 290 km/klst. » Afturhjóladrifinn » 235/35 ZR 20 dekk að framan, 265/35 ZR 20 að aftan » Eigin þyngd 1.405 kg » Farangursrými 275 l samtals » Sótspor 194 g/km Nákvæmt listaverð liggur ekki fyrir hjá Bílabúð Benna en myndi kosta frá 16 millj- ónum króna. Grunnútgáfa 718 Cayman, með 300 ha vél, kostar frá 10,9 milljónum. Porsche 718 Cayman GTS Bílablaðamenn vita ekki al- veg hvað þeir eiga að halda. Getur verið að litli bróðirinn, 718-línan, sé betri bíll en ættarlaukurinn 911? Við Schloss Solitude, vestur af Stuttgart. Guli liturinn hjálpar til við að rýma vinstri akreinina á hraðbrautunum enda sést hann vel í baksýnisspeglum. Fallegur er hann frá öllum hornum og rúmgóður, með bæði fram- og afturfarangursrými.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.