Morgunblaðið - 24.07.2019, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 2019FRÉTTIR
Ert þú ísambandi?
R
áð
gj
öf
ve
gn
a
hr
að
hl
eð
sl
us
tö
ðv
a
fy
rir
fy
rir
tæ
ki
og
sv
ei
ta
rfé
lö
g
V E R K F RÆÐ I S T O F A
Segja má að Hermann Guðmunds-
son sé eins og blómi í eggi hjá
Kemi en um þessar mundir eru lið-
in slétt fimm ár síðan hann, ásamt
fleiri fjárfestum, keypti þetta rót-
gróna fyrirtæki. Reksturinn hefur
gengið vel allt frá stofnun árið 1994
og vex jafnt og þétt.
Hverjar eru helstu áskoranirnar
í rekstrinum þessi misserin?
Eins og svo oft áður þarf að
gæta vel að rekstrarkostnaði sem
eykst í sífellu. Auk þess þarf sífellt
að stilla af verðlagningu í samræmi
við sviptingar á gengi. Til fyrir-
tækja eins og okkar er stöðugt ver-
ið að gera auknar kröfur um rekj-
anleika og skráningar en sumt af
því er ekki mjög gagnlegt eins og
þekkt er með skrifræði.
Hver var síðasti fyrirlesturinn
sem þú sóttir?
Ég hef dregið mjög úr mæt-
ingum á stórar ráðstefnur og horfi
frekar á útsendingar á netinu eða
YouTube. Ég hef farið nokkrum
sinnum á ársfund Berkshire
Hathaway og hlustað þar á Warren
Buffett og Charlie Munger. Það er
á við MBA-gráðu að hlýða á þessa
reynslubolta. Þeir hafa verið sam-
an í rekstri í 50 ár og láta hvergi á
sjá.
Hvaða hugsuður hefur haft
mest áhrif á hvernig þú starfar?
Það eru tveir menn sem ég hef
fylgst lengi með; annar þeirra er
fyrrnefndur Warren Buffett og
hinn er Jamie Dimon, bankastjóri
JP Morgan, sem er stærsti bank-
inn í Bandaríkjunum. Hann skrif-
aði mjög áhugaverða bók um sína
starfsævi og starfshætti sem heitir
Last Man Standing, ég mæli hik-
laust með henni.
Hvernig heldurðu þekkingu
þinni við?
Ég les mikið af ævisögum og
reynslusögum frá fólki sem hefur
raunverulega þurft að takast á við
erfið verkefni. Síðan ferðast ég
talsvert og þá er ég alltaf með aug-
un opin fyrir breytingum og nýj-
ungum. Vörusýningar eru líka
uppspretta þekkingar.
Hugsarðu vel um líkamann?
Nei, það er ekki hægt að segja
það. Ég geng mikið í golfinu og
nota það sem mína útivist og hreyf-
ingu. Síðan hef ég ávallt verið
reyklaus og edrú – hvort það sé til
bóta veit maður aldrei.
Hvaða kosti og galla sérðu við
rekstrarumhverfið?
Það ríkir stöðugleiki á vinnu-
markaði og efnahagslífið er sterkt
um þessar mundir. Gallar eru ekki
áberandi. Það væri þá helst kostn-
aður við fjármögnun, sem er meiri
en flestar aðrar þjóðir þurfa að
greiða.
Hvað gerirðu til að fá orku og
innblástur í starfi?
Orkuna sæki ég mest með því að
lesa góðar viðskiptasögur og með
því að tala um viðskipti við vini
mína. Hvíldin er líka lykill að því að
mæta ferskur til leiks á mánudög-
um. Ég sé of marga mæta ör-
þreytta í vinnu eftir helgarnar svo
þeir geta gefið lítið af sér og jafn-
vel minna en þeir fá borgað fyrir.
Hvaða lögum myndirðu breyta
ef þú værir einráður í einn dag?
Ég myndi setja ákvæði um há-
marksskuldsetningu ríkissjóðs í
stjórnarskrá og þannig verja okk-
ur skattgreiðendur fyrir mis-
heppnuðum ákvörðunum alþing-
ismanna.
SVIPMYND Hermann Guðmundsson, framkvæmdastjóri Kemi
Á við MBA-gráðu að hlýða
á tal Buffetts og Mungers
Morgunblaði/Arnþór Birkisson
Hermann segir óheppilegt hvað fjármögnunarkostnaður er hár á Íslandi.
NÁM: Grunnskóli 1978; IESE Barcelona, AMP 2004.
STÖRF: Framreiðslunemi á Hótel Holti 1978-1985; sölustörf hjá
Myllunni 1986-1988; sölustörf hjá skipadeild Sambandsins/
Samskipa 1988-1990; sölustörf og erlend innkaup hjá Ísboltum
heildverslun 1990-1994; og hjá Slípivörum og verkfærum 1994-
2002; fjármálastjóri og framkvæmdastjóri Bílanausts 2002-2006;
framkvæmdastjóri Olíufélagsins 2006-2007 og forstjóri N1 2007
til 2012. Framkvæmdastjóri H-Invest 2012-2014; framkvæmda-
stjóri Kemi frá 2014.
ÁHUGAMÁL: Ég er mest upptekinn af golfi, bíladellu og fótbolta.
Auk þess eru viðskipti búin að vera áhugamál mjög lengi.
FJÖLSKYLDUHAGIR: Ég á þrjú börn: yngsta dóttir mín er 20
ára, sonurinn er 28 ára og elsta dóttir mín er 31 árs. Ég bý með
Svövu Gunnarsdóttur í Mosfellsbæ.
HIN HLIÐIN
FYRIR LOÐBARNIÐ
Það versta við að þurfa að sitja
við skrifborð eða vera fastur á
verslunargólfi frá níu til fimm er
að á meðan þarf kisi eða voffi að
bíða aleinn heima. Blessuðum
gæludýrunum leiðist örugglega
heil ósköp á meðan og eiga það
jafnvel til að stytta sér stundir
með því að fá útrás fyrir skemmd-
arfýsnina á stofusófanum.
Petcube Play 2 er græja sem
gæludýraeigendur ættu að gefa
gaum. Hér er á ferðinni fullkomin
gæludýramyndavél sem eigandinn
getur notað til að fylgjast með
dýrinu hvaðan og hvenær sem er.
Tækið er búið hátalara og hljóð-
nema svo að heilsa má ferfæt-
lingnum. Það sem meira er, þá er
Petcube með innbyggðan leysi-
bendi sem má fjarstýra og fara í
leik við loðbarnið svo það liggi
ekki sofandi allan daginn og
hlaupi í spik.
Myndavélin virkar bæði í birtu
og myrkri og hægt að tengja tæk-
ið við snjallþjóninn Alexu.
Tækið kostar 199 dali vestan-
hafs. ai@mbl.is
Leysibendinum er stýrt með snjall-
síma til að leika við dýrið, yfir netið.
Til að
hringja
í kisa
GRÆJAN
Flestu fólki þykir það nógu spælandi
að glata venjulegum þráðlausum
heyrnartólum frá Apple, enda ekki
þau ódýrustu á markaðinum og
kosta á Íslandi tæpar 27.000 kr, með
hleðsluboxi. Það er samt bara klink í
samanburði við verðmiðann á dem-
antsútgáfu bandaríska skartgripa-
hönnuðarins Ians DeLucca.
Ekki kemur á óvart að DeLucca
skuli starfa í Los Angeles, enda
mjög Kaliforníulegt að steypa skel-
ina utan um heyrnartólin úr hvíta-
gulli og skreyta síðan með þúsund
örsmáum demöntum í hæsta gæða-
flokki.
Hvert par er númerað og verða
aðeins 25 framleidd. Með heyrnar-
tólunum fylgir sérsmíðaður hleðslu-
standur úr marmara og kannski að
það útskýri verðmiðann: 20.000 dali
eða um 2,5 milljónir króna. ai@mbl.is
Heyrnartól sem
ekki má týna
Ætli hvítagullið
auki hljóm-
gæðin?