Morgunblaðið - 24.07.2019, Side 6

Morgunblaðið - 24.07.2019, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 2019FRÉTTIR Tími Borisar Johnson er kominn. Eftir langa og stranga göngu upp fæðukeðju breskra stjórnmála er þessi litríki og yfirlýsingaglaði pólitíkus kominn alla leið á bak við skrifborðið á Downingstræti 10. Allir vissu svo sem hvert stefndi og bar Johnson höfuð og herðar yfir keppinauta sína í bar- áttunni um hver myndi leiða Íhaldsflokkinn eftir að Theresa May ákvað að stíga til hliðar. Enginn veit samt fyrir víst hvers má núna vænta. Brexit vofir yfir bresku atvinnulífi og stjórnmálum og hefur Johnson heitið því að út- ganga Bretlands úr ESB verði klöppuð og klár ekki seinna en 31. október – með eða án sam- komulags við Evrópusambandið. Hann hefur því slétta 100 daga til stefnu. Andrúmsloftið á breskum fjár- málamarkaði virðist einkennast af svartsýni og jafnvel þreytu á við- varandi óvissu um Brexit. Ef nota má gengi punds gagnvart evru sem mælikvarða á viðhorf fjár- festa þá vekur Boris ekki mikla von því pundið hefur gefið eftir, jafnt og þétt, allt frá því May til- kynnti um afsögn sína og líklegt varð að Johnson tæki við af henni. Úr fáum kostum að velja Kannski er of djúpt í árinni tekið að segja að enginn leið sé til að vita hvað Johnson hyggst fyr- ir. Nýi forsætisráðherrann hefur sagst vilja gera nýjan samning við ráðamenn í Brussel, en um leið hefur hann verið svo yfirlýs- ingaglaður um brexit í gegnum tíðina að honum standa fáir aðrir kostir til boða en að sýna fulla hörku. Johnson var í hópi hávær- ustu útgöngusinna í aðdraganda brexit-þjóðartkvæðagreiðslunnar, og stuðningsmenn hans eru marg- ir orðnir þreyttir á því hvað það hefur dregist á langinn að koma Bretland úr ESB. Á sama tíma þykir það alveg ljóst að margir leiðtogar Evrópu eru ekkert sérstaklega hrifnir af þessum ljóshærða bola sem hefur reynst einstaklega laginn við að smætta andstæðinga sína niður í ekki neitt með nokkrum vel völd- um háðsslettum. Hann kann samt líka þá list að heilla fólk upp úr skónum og fá það á sitt band. Johnson er einnig þekktur fyrir að skafa ekkert utan af hlutunum og vera ófyrirsjáanlegur pólitíkus. Hann veit hvernig á að skrúfa frá sjarmanum og vefja fjölmiðlum um fingur sér og hann hræðist ekki að taka slaginn. Eins ólíkur Theresu May og hægt er að vera. Fréttaskýrendur höfðu einmitt ítrekað varað við því að ef ESB legði sig ekki fram við að koma til móts við May myndi það greiða leið Johnsons. Gæti átt vin í Hvíta húsinu ESB hefur gefið það út að ekki komi til greina að breyta þeim samningum sem May voru boðnir, en Johnson vill m.a. endursemja um stöðu Norður-Írlands. Þá hef- ur hann hótað að greiða ekki 39 milljarða punda útgöngusekt nema Brussel gefi eftir. FT greinir frá að Michel Bernier, aðalsamningamaður ESB í brexit-deilunni hafi ekki beðið boðanna heldur sent Johnson skýr skilaboð á Twitter strax og ljóst var að hann yrði næsti forsætis- ráðherra: „Við hlökkum til að eiga í uppbyggilegu samstarfi […] þeg- ar hann tekur við embætti, til að liðka fyrir því að fyrirliggjandi út- göngusamningur verði sam- þykktur og brexit gangi skipulega fyrir sig.“ Það minnkar svigrúm Johnsons enn frekar að Íhaldsflokkurinn hefur ekki meirihluta á þingi og er háður stuðningi flokks norður- írskra sambandssinna sem taka ekki í mál brexit-samning sem kvæði á um að staða N-Írlands væri ekki sú sama og alls Bret- lands. Einu má þó fastlega reikna með og það er að Johnson reyni að komast sem fyrst til Bandaríkj- anna og til að freista þess að gera verslunarsamning við Trump. Eins og lesendur ættu að muna var Obama ekki á þeim buxunum að gefa Bretum neina sérmeðferð vegna brexit: Bretar færu „aftast í röðina“ sagði hann. Er næsta víst að Johson sé Trump að skapi og hefur forsætis- ráðherrann gætt þess að gagn- rýna Bandaríkjaforseta lítið sem ekkert á opinberum vettvangi. Góður samningur við Bandaríkin myndi vera mikilvægur sigur fyrir Johnson og ómótstæðilegt tæki- færi fyrir Trump til að bæði gera evrópskum þjóðarleiðtogum gramt í geði og eignast náinn banda- mann. Alþjóðahagkerfið í hættu Fleira er í húfi en efnahagur Bretlands. Á þriðjudag gaf Al- þjóðagjaldeyrissjóðurinn út upp- færða spá fyrir þróun alþjóða- hagkerfisins og varar þar við að ef Bretland kveður ESB án samn- ings muni það hafa alvarleg áhrif víða um heim. Tvær meginógnir steðji að alþjóðahagkerfinu: verndartollabrölt Bandaríkjanna og svo hættan á brexit án samn- ings. Sjóðurinn spáir núna 3,2% hagvexti á heimsvísu á þessu ári og 3,5% á því næsta, en svo lágar tölur hafa ekki sést í áratug. Styrkingin á næsta ári er háð því að takist að finna farsæla lend- ingu í deilum stórþjóða um milli- ríkjaviðskipti, og koma stjórn á efnahagsvanda landa á borð við Argentínu og Tyrkland. Fari tollastríð Trump Banda- ríkjaforseta versnandi og teymi Johnson Bretland út úr ESB án samnings myndi það „draga úr tiltrú [markaða], minnka fjárfest- ingu, raska aðfangakeðjum á milli landa og hægja verulega á hag- vexti,“ segir sjóðurinn. Brexit er fyrsta mál á dagskrá Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Hann er ekkert lamb að leika sér við og getur, með nokkrum vel völdum orð- um, niðurlægt andstæð- inga sína. Kannski hefur Boris Johnson það sem þarf til að binda enda á Brexit-lönguvitleysuna með góðu eða illu. AFP Boris Johnson liggur ekki á skoðunum sínum. Orð hans og athafnir hafa fækkað þeim valkostum sem honum standa til boða í brexit-deilunni. Gengi sterlingspunds gagnvart evru frá ársbyrjun 2016 1.350 1.300 1.250 1.200 1.150 1.100 2016 2017 2018 2019 Gengi: fxtop.com 23. JÚNÍ 2016 Brexit-þjóðaratkvæði 13. JÚLÍ 2016 Theresa May verður forsætisráðherra 29. MARS 2017 Ríkisstjórn Bretlands virkjar 50. ákvæði Lissabon-sáttmálans 21. FEBRÚAR 2018 Tillögur breskra stjórnvalda um aðlögunartímabil kynntar 24. MAÍ 2019 Theresa May segir af sér sem leiðtogi Íhaldsfl okksins 23. JÚLÍ 2019 Boris Johnson tekur við lyklunum að Downingstræti 10 BORÐPLÖTUR OG SÓLBEKKIR • Gæðavörur úr harðplasti, akrílstein, Fenix og límtré • Mikið úrval efna, áferða og lita • Framleiðum eftir óskum hvers og eins • Hentar jafnt fyrir heimili, vinnustaði og almenningssvæði Fanntófell hefur sérhæft sig í framleiðslu á borðplötum og sólbekkjum síðan 1987. Fanntófell ehf. | Gylfaflöt 6-8 | 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.