Morgunblaðið - 24.07.2019, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 24. JÚLÍ 2019VIÐTAL
Draga má úr bótagreiðslum
Ég bið Michele að nefna fleiri atriði
sem mætti straumlínulaga. Hún segir
að milljónum dala hafi verið eytt í að
greiða bætur til farþega, sem kvört-
uðu vegna niðurfellinga og seinkana á
flugi og því um líku. „Við þurfum að
bæta upplifun farþega um borð og í
flughöfninni til að draga úr þessu. Við
þurfum einnig að hafa betra eftirlit
með farangri, til að hann týnist ekki,
og eiga í betri og skilvirkari sam-
skiptum við viðskiptavinina. Það er
hægt að herða sultarólina víða í
tekjumódelinu. Og það að nota ekki
breiðþotur gerir sitt. Þar voru 81,5
milljónir dala í einskiptiskostnað hjá
WOW 1. Það eru fáir efnahagsreikn-
ingar sem þola það.“
Michele heldur áfram að ræða hug-
myndir sínar fyrir flugfélagið. Hún
leggur áherslu á að áhafnirnar verði
af réttri stærð og umfangi fyrir
reksturinn, og skili hámarks-
hagkvæmni, allt frá flugstjórnarklef-
anum, til almenna farrýmisins og til
fólksins sem sinnir störfum á flugvell-
inum. „Við viljum stjórna kostn-
aðinum betur og passa okkur á ein-
skiptiskostnaðinum. Þetta krefst
mikillar áætlanagerðar. Fólkið sem
mun stýra þessu mun bera mikla
ábyrgð gagnvart hluthöfum og það er
vant því hafandi margt hvert rekið
flugfélög fyrir opnum tjöldum sem
skráð hafa verið í kauphöllina í New
York.“
Stýra þarf launakostnaði
Laun í íslenska fluggeiranum hafa
oft komið til umræðu í tengslum við
rekstrarerfiðleika íslensku flugfélag-
anna. „Við erum að ræða hvernig er
best að stýra þeim kostnaði. Þetta
verður að vera hagkvæmt en uppfylla
um leið ýtrustu skilyrði.“
Blaðamaður nefnir styrk verka-
lýðsfélaganna hér á landi.
„Já, ég er meðvituð um það en mér
skilst að hér væri hægt að stofna nýtt
verkalýðsfélag ef þess þyrfti. En
þetta þarf að skoða. Við viljum að all-
ir græði. Ég held að það sé allra hag-
ur að WOW komi aftur.“
Spurð um tímasetningar segir Mic-
hele að það sé háð ákvörðunum Isavia
og Samgöngustofu. „Það gæti tekið
einhverja mánuði að fá flugrekstr-
arleyfið en við erum nú þegar með
vottun frá bandarískum flugmála-
yfirvöldum fyrir flugi hingað til lands
með farþega og vörur.“
Hún nefnir að hægt væri að finna
tímabundna lausn á meðan Sam-
göngustofa vinnur sína vinnu. „Við
gætum þar boðið upp á blandaða
lausn sem gæti tímabundið létt þrýst-
ingnum af hlutum og komið þannig
flugsamgöngum strax í gang til
Bandaríkjanna. Tekjumódelið þar á
bak við væri að 60% teknanna kæmu
frá bandarískum ferðamönnum. Það
er hrífandi hugmynd til að hrinda í
framkvæmd sem allra fyrst. Það
myndi einnig nýtast Íslendingum á
leið til Bandaríkjanna og þeim sem
koma frá Evrópu og vilja ná tengi-
flugi til Ameríku.“
Michele segir að greiðslum fyrir
WOW sé að ljúka og hinir keyptu
hlutir séu margvíslegar rekstr-
arvörur, varahlutir, tæki og hand-
bækur m.a. „Ástæðan fyrir því að ég
kom hingað núna í eigin persónu var
að ég vildi sjá þessa hluti
með eigin augum. Fólkið
mitt úti í Bandaríkjunum
sem er sérfrótt um þessa
hluti átti dálítið erfitt með
að átta sig á öllu sem kom
fram í Excel-skjölunum og
fannst vanta einstaka
vörunúmer.“
Til útskýringar segir hún að það
hafi skapað ákveðið flækjustig að
WOW notaði fimm mismunandi gerð-
ir af þotuhreyflum. „Hver tegund
krefst mismunandi varahluta. Það
verður hluti af straumlínulögun fé-
lagsins að vera með eina tegund af
flugvélum og eina tegund af hreyfl-
um.“
Kaupverðið er trúnaðarmál
Hvað munt þú borga þrotabúinu
fyrir WOW?
„Það er ekki tímabært að upplýsa
um kaupverðið enn sem komið er. Ég
geri ráð fyrir að skiptastjórarnir
muni gera það þegar þar að kemur.“
Eitt af því sem Ballarin ræddi á
fundi sínum við Isavia var þróun
Keflavíkurflugvallar til framtíðar.
„Þetta er fallegur flugvöllur. En hér
er oft kalt þótt stundum geti verið
hlýtt. Eitt af því sem ég ræddi við
Isavia var hvernig hægt væri að bæta
upplifun farþega. Það er erfitt fyrir
fólk með lítil börn eða fyrir eldra fólk
að þurfa að fara úr flugvél í vondu
veðri og komast ekki beint inn í flug-
stöðina, dauðþreytt eftir að hafa verið
kannski í 5 til 6 tíma í flugi.
Isavia hefur unnið gott starf við að
stjórna flugvellinum síðustu ár og
þau segjast vilja horfa til langs tíma. Í
Bandaríkjunum erum við með langa
reynslu af langtíma áætlanagerð. Að
sjá fyrir sér mannfjöldaþróunina,
ímynda sér álagið á grunninnviðina,
þjóðvegina, lestir og flugvelli og
tengja þetta allt saman.“
Hún segir að mikilvægt sé að sjá
fyrir sér hvernig þróunin verði til
næstu 20-30 ára. Frumkvöðlasinnuð
þjóð eins og Íslendingar er þurfi að
geta leitað út og þrýstingur muni
aukast þegar mannfjöldi hér fer að
vaxa umfram það sem hann er í dag.
„Isavia og forstjóri félagsins við-
urkenna þessar áskoranir. Þá langar
að byggja gang frá aðalflugvellinum,
til þess sem þeir kalla austur-
flugstöðvarbygging, þannig að fólk
geti þar gengið beint frá borði inn í
flugstöðina. Við ræddum hvað við
gætum gert til að hjálpa til og þeir
buðu okkur til annars fundar til að
ræða þau mál. Við munum mæta með
allt teymið okkar frá Bandaríkjunum
til þeirra viðræðna en þær munu snú-
ast um vöxt og viðgang flugvallarins.“
Ballarin segist vilja byggja flug-
skýli. „Við ætlum að byggja vöru-
flutningahlutann hratt upp og á ein-
hverjum tímapunkti þurfum við að
byggja okkar eigið flugskýli. Þangað
til munum við verða í flugskýli 885 á
svæði varnarliðsins.“
Ballarin segist vilja að nýsköpun
og hugmyndaauðgi verði leiðarstef í
rekstri WOW 2. Þar er hún með hug-
mynd sem hún kynnti fyrir Isavia og
tengist upplifun WOW-farþega. „Ég
vil byggja sérstaka WOW-setustofu
(e. lounge) á flugvellinum. Það er
ekkert sem veldur meiri streitu hjá
fólki sem er að koma kannski með lítil
börn úr löngu flugi en að þurfa að
sitja úti á göngum í bið eftir tengi-
flugi. Ég vil byggja frekar stóra setu-
stofu þar sem okkar farþegar geta
farið og hlaðið batteríin, fengið sér
hressingu, og börnin leikið sér í ró-
legheitum. Það þekkja allir setustof-
ur fyrir fólk á viðskiptafarrými, en ég
vil snúa þessu við. Fólkið á fyrsta far-
rými sem notar setustofurnar í dag er
ekki fólkið sem heldur rekstri flug-
félaganna gangandi. Það er fólkið í al-
menna farrýminu sem það gerir.
Markmiðið með þessu er að bæta
upplifunina sem verður til þess að
kvörtunum fækkar og þar með lækk-
ar rekstrarkostnaður þegar bóta-
greiðslum fækkar. Fólk sem lendir í
því að týna farangri, tefjast eða missa
af flugi, er ólíklegra til að kvarta og
vera neikvætt þegar það fær góða
þjónustu. Svona setustofu munum við
einnig útbúa í WOW-höfuðstöðv-
unum á Dulles-flugvelli.“
Spurð að því hvort slík setustofa
samræmist lággjaldamódelinu, segir
hún svo vera, vegna sparnaðarins
sem hlýst af þjónustunni, vegna færri
kvartana eins og útskýrt var hér að
framan.
Ballarin segist jafnframt vera á
móti því að rukka fólk t.d. fyrir vatns-
flöskur um borð í flugvélunum. Betra
sé að sýna góðvild og láta fólki líða
betur. „Við viljum gera flugupplif-
unina aftur skemmtilega.“
Hún nefnir einnig að henni komi
spánskt fyrir sjónir sú of-
uráhersla á stærð á tösk-
um og slíku við flug-
innritun. „Það getur
verið mjög pirrandi og
jafnvel vandræðalegt að
þurfa að umpakka tösk-
unum þínum, strax við
innritunarborðið. Þannig
byrjar ferðin strax á slæmum nótum.
Þarna byrjar í raun kvörtunarferlið.“
Tæknilausnir mikilvægar
Þá nefnir Ballarin að mikilvægt
verði að hafa gott app í snjall-
símanum svo auðvelt verði að breyta
hlutum, skipuleggja, bóka og borga,
hitt og þetta sem tengist fluginu. „Við
viljum einfalda hlutina fyrir farþeg-
ann.“
Nú hafa fyrrverandi stjórnendur
WOW air sótt um flugrekstrarleyfi
fyrir nýtt flugfélag sem þeir kalla
WAB (We Are Back). Þá er Iceland-
air umsvifamikið á markaðnum.
Hræðist hún samkeppnina?
„Nei, samkeppni er af hinu góða.
Ég kem úr frjálsu hagkerfi þar sem
ríkir mikil samkeppni. Þjóðríki á ekki
að vera háð einu flugfélagi. Þá ertu að
borga of há fargjöld. Samkeppni
hræðir mig ekki. Ef rekstrarmódelið
okkar er gott þá er ekkert að óttast.
Íslendingar og íslensk stjórnvöld
þurfa valkost í flugi. Og ef við erum
góð í því sem við gerum mun fólk
velja okkur.“
Mun félagið leita eftir láns-
fjármagni hjá íslenskum bönkum?
„Nei. Við erum skuldlaus. Við
vinnum með eigið fé, ekki lánsfé.“
En hvað um alþjóðlegt rekstr-
arumhverfi. Olíuverð er hátt um
þessar mundir. Veldur það þér
áhyggjum?
„Þú verður að kaupa varnir í þeim
efnum og það er það sem við munum
gera til að draga úr áhættu. Enginn
getur spáð fyrir um verð á olíu. Þar
eru ólíkir utanaðkomandi kraftar sí-
fellt að togast á. Þú verður að átta þig
á að sumir af mínum helstu viðskipta-
félögum eru frá Texas og þeir skilja
alveg hvernig olíumarkaðurinn virk-
ar.“
Þú nefndir áðan að þú hefðir hitt
Skúla Mogensen. Tengist hann þess-
um fyrirætlunum á einhvern hátt?
„Nei, það gerir hann ekki. En hann
vann ótrúlega gott starf við uppbygg-
ingu vörumerkisins. Vel gert, Skúli!
Það hefur verið erfitt fyrir hann að
ganga í gegnum þetta og ég finn til
með honum. Ég þekki Skúla og hann
hefur sagt mér frá því hvernig
draumurinn kviknaði og varð að
veruleika og einnig frá þeim áskor-
unum sem hann þurfti að mæta.
Stundum verða hlutirnir ofviða ein-
um manni. Við viljum bara finna góð-
ar lyktir á því verkefni sem hann setti
af stað.“
Mun WOW 2 verða með höfuð-
stöðvar hér á landi?
„Já, við verðum til húsa mjög ná-
lægt gömlu höfuðstöðvunum í Katr-
ínartúni. Við viljum vera nálægt fal-
legu stóru kirkjunni uppi á hæðinni.“
Mikil kirkjunnar kona
Það er engin tilviljun að Michele
nefnir Hallgrímskirkju í þessu sam-
bandi. USAerospace, er fyrirtæki
sem byggt er á trúarlegum grunni.
„Við erum með sterkar rætur í krist-
inni trú. Við lifum og störfum sam-
kvæmt því. Ég veit að margir urðu
undrandi hér á landi þegar við báðum
fólk að biðja borðbæn áður en við
borðuðum með því á veitingahúsum.
En þetta gerum við alltaf. Í uppeld-
inu var mér kennt að vera þakklát
fyrir það sem ég fékk. Og á tímum
eins og við lifum á í dag gleymir fólk
gjarnan rótum sínum og uppruna.
Rætur okkar eru djúpar, bæði í hin-
um veraldlega heimi en einnig í heimi
kristinnar kirkju.“
Til að undirstrika trúarlegan
grunn fyrirtækisins og allra aðstand-
enda segir Michele að áður en fyrsta
WOW 2-flugvélin fari í loftið, muni
hún fá hingað til lands biskupinn í
Kirkju Jóhannesar skírara í Virginíu-
ríki, kirkjunni sem hún sækir messu í
á hverjum sunnudegi og hann ásamt
íslenskum trúarleiðtoga muni helga
fyrsta flugið og flugfélagið. „Þau
munu í sameiningu biðja fyrir vel-
gengni og öryggi þessa endurreista
Morgunblaðið/Hari
Gríðarlegur óróleiki hefur verið á íslenskum flugmarkaði síðasta árið. Hann náði hámarki með gjaldþroti WOW air 28. mars síðastliðinn. Síðan þá hafa harðvítugar deilur staðið milli flugvélaleigu-
fyrirtækisins ALC og Isavia um kyrrsetningu vélarinnar TF-GPA á Keflavíkurflugvelli. Vélin fór af landi brott í liðinni viku. Enn standa Boeing 737 MAX-vélar Icelandair kyrrsettar um heim allan.
”
Svona aðstoð eins og í Sómalíu
snýst ekki um að senda hjálpar-
gögn heldur að koma á viðskiptum.
Þannig fær fólk lífsviðurværi og get-
ur komið á jafnvægi til lengri tíma.