Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2019, Side 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2019, Side 10
VIÐTAL 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.7. 2019 U m áramótin 1994 lagði félags- fræðingurinn Elín Þorgeirs- dóttir af stað með nokkrum vin- konum í Bása í Þórsmörk í ævintýraferð. Þar var hópur fólks samankominn til að fagna nýju ári undir stjörnubjörtum norðurljósahimni fjarri ys og þys borgarinnar. Sama hugmynd hafði kviknað hjá smiðnum Borgari Þorsteinssyni sem var þar mættur ásamt vinum. Á kvöldvöku kviknaði ást- in og það varð ekki aftur snúið. Eftir ferðina góðu fór Borgar að venja komur sínar til Elínar og síðan er liðinn næstum aldarfjórðungur. Þegar þau kynntust átti Elín einn sex ára son og síðar bættust tveir drengir í hópinn. Fjölskyldan hefur ekki farið troðnar slóðir og hefur búið bæði í hippakommúnu í danskri sveit og á gresjum Keníu innan um villt dýr. Yfir rjúkandi heitu kaffi og nýbökuðu brauðinu hennar Elínar setjumst við niður í eldhúsinu í fallega gamla húsinu þeirra í Hafnarfirði til þess að ræða um þessa óvenjulegu leið sem þau hafa valið sér í lífinu. Vegferð þeirra er stútfull af ævintýrum og þau eru bara rétt að byrja. Á leið í sitt hvora áttina Þau rifja upp helgina örlagaríku. „Ég sá þennan sterklega og duglega mann,“ segir Elín í grín- tón en bætir við að eitthvað í fari Borgars hafi heillað hana. Borgar segist strax hafa fallið fyrir glaðleik- anum hennar Elínar. „Hún var svo brosmild og glaðleg og það heillaði mig mikið,“ segir hann. Síðan eru liðin 24 ár og það hefur ýmislegt verið brallað, eins og Elín orðar það. Það er vægt til orða tekið. „Á þessum tíma var ég á leiðinni með elsta son minn Þorgeir til Danmerkur og Borgar var á leið í langferð til Afríku. Þetta var um hálfu ári eftir að við kynntumst; við vorum þá að fara í sitt hvora áttina,“ segir Elín sem segist hafa viljað prófa að búa erlendis með son sinn. „Ég var í góðri vinnu hér heima en var búin að finna íbúð í Kaupmannahöfn og hugðist finna mér einhverja vinnu. Ég gerði ekki ráð fyrir að ást- in myndi banka upp á. Og Borgar var á leiðinni til Afríku til að vera þar í hálft ár,“ segir hún. „Þá hafði ég farið tvisvar áður til Afríku með bakpoka í mjög „röff og töff“ ferðir. Í þessari ferð fór ég með bróður mínum og vin- konu og fórum við í bakpokaferðalag frá Höfða- borg til Nairobí. Ferðin tók þrjá mánuði en upp- haflega ætluðum við að halda áfram alveg norður til Kaíró en við vorum gjörsamlega kom- in með nóg af svona ferðamáta og harkinu og vorum að fara að kála hvert öðru. Þannig að við slaufuðum ferðinni og þá lá beinast við að koma við í Danmörku á leiðinni heim til Íslands. Ég stoppaði þar og níu mánuðum seinna fæddist Máni,“ segir hann og þau skellihlæja. „Þar með var hann kyrrsettur,“ segir Elín og brosir. Í hippakommúnu í danskri sveit Í fyrstu bjuggu hjónaleysin í Kaupmannahöfn en fluttu síðar út í danska sveit. „Við höfðum kynnst amerískum kvikmynda- gerðarmanni sem vissi um gamlan niðurníddan bóndabæ á Norður-Sjálandi. Við tókum lest þangað og hjóluðum restina af leiðinni og fund- um þennan gamla bóndabæ. Ég sagði við Borg- ar að mig langaði svakalega mikið að búa þarna, jafnvel þótt við þyrftum að búa þarna í tjaldi, því bóndabærinn var í svo mikilli niðurníðslu,“ segir hún og brosir. „Ég held að hormónarnir hafi verið að tala þarna; hún var ólétt og henni fannst þetta svo rómantískt. En ég sá framundan eintóma vinnu; þak sem lak og músagang. En þetta er eftir á að hyggja einn skemmtilegasti tími í mínu lífi, að búa á bóndabæ með stráþaki í skógarjaðri. Það var allt í órækt þarna en eftir að hafa snyrt til komu í ljós eplatré, kirsuberjatré og plómutré,“ segir Borgar. „Við bjuggum í jaðrinum á einum stærsta laufskógi Danmerkur, Gribskov. Þarna var stöðuvatn og dádýr gengu þar um,“ segir hún. „Í fyrstu bjuggum við þarna ásamt Paul hin- um ameríska en svo spurðist út að við værum þarna og það bættust nokkrir listamenn við í þessa kommúnu,“ segir Elín. „Þetta var ekki fyrir alla að búa þarna. Í byrj- un var ekki heitt vatn en við bjuggum til okkar rými og allir voru með sína kamínu. Við kynnt- umst fullt af skemmtilegu fólki og þarna voru alls konar listauppákomur. Það var stundum spilað á gítar og trommur og þótt við hefðum ekki tileinkað okkur þennan lífsstíl áfram þá fékk maður svo margar góðar hugmyndir þarna,“ segir Borgar. „Þá hafði maður ekki heyrt um svett en við byggðum alvöru svett og það kom einhver shaman að blessa það. Við gerðum svo margt skemmtilegt þarna og oft var eldað saman úti í garði. Þetta var frjór og frumlegur tími,“ segir Elín. Á einhverju þurfti litla fjölskyldan að lifa og fengu þau sér bæði vinnu. Elín vann á deild fyr- ir geðfatlaða eldri borgara og segist hafa lært þar að elda danskan mat. Borgar fékk vinnu við smíðar og Þorgeir fór í sveitaskóla sem var við hliðina á bóndabænum. Lífið gekk sinn vana- gang og stuttu síðar fæddist sonurinn Máni á spítalanum í Hilleröd. „Þá hófst nýr kafli í lífi okkar því mæðraorf- lofið var nýtt í að keyra til Afríku,“ segir Borg- ar. Á Land Rover til Afríku Þegar eldri sonurinn var níu ára og sá yngri níu mánaða lagði fjölskyldan af stað á eldgömlum Land Rover sem leið lá til Afríku. „Þessi hugmynd hafði kviknað löngu fyrr en ég ætlaði upphaflega að fara í svona ferð með bróður mínum. En svo þegar Elín og drengirnir voru komin inn í myndina þurfti að plana þetta töluvert öðruvísi,“ segir hann. „Við fórum á Land Rover sem var úr ís- lenskri sveit með mosa í gluggunum,“ segir Borgar og útskýrir að bíllinn hafi verið fluttur til Danmerkur. Aftan í hann var tengd kerra full af vistum og bleium. Gastu alveg treyst því að þessi bíll myndi koma ykkur til Afríku? „Nei. Þetta er Land Rover, þú treystir engu með hann,“ segir hann og hlær. Þau treystu á guð og lukkuna og lögðu af stað einn fallegan apríldag árið 1997. Planið var að vera á ferðalagi í þrjá til fjóra mánuði. „Við keyrðum í gegnum Austur-Evrópu og það fannst mér mjög spennandi; að fara ekki hefðbundna leið í gegnum Vestur-Evrópu. Við tókum ferjuna yfir til Póllands og þaðan keyrð- um við í gegnum Úkraínu, Búlgaríu og Rúmeníu sem var alveg sérlega heillandi. Þaðan lá leiðin til Tyrklands, Sýrlands og Jórdaníu og svo end- uðum við í Kaíró en við komust ekki lengra með bílinn því það var lokað í Súdan,“ segir Elín. „Við hefðum mögulega getað mútað ein- hverjum til að komast þar í gegn en það voru átök í Súdan og við vorum með ung börn. Fólki fannst það nógu glæfralegt að fara í þessa ferð yfirhöfuð,“ segir Borgar sem nefnir að þau hafi verið mjög skipulögð í ferðinni og alltaf með- vituð um hvar spítala væri að finna ef eitthvað kæmi upp á. „Svo var komið við á öllum pósthúsum sem við fundum á leiðinni til að senda fax heim til að láta vita af okkur,“ segir Elín. Mýsnar hlupu um gólfið Fjölskyldan dvaldi á tjaldstæði í Kaíró og voru þau strand þar. Ákveðið var þá að bíllinn yrði sendur með skipi frá Alexandríu til Mombasa í Keníu um Rauðahafið. Borgar og bróðir hans Elín og Borgar eru með annan fótinn í Hrífunesi og hinn í Afríku en eiga heimili í Hafnarfirði. Þau hafa nú fest kaup á landi í Keníu og dreymir um eiga þar griðastað í framtíðinni. Morgunblaðið/Ásdís Að lifa drauminn Elín Þorgeirsdóttir og Borgar Þorsteinsson eru ekkert venjulegt par. Líf þeirra hefur einkennst af ævintýramennsku sem leitt hefur þau víða um heim, allt frá hippakommúnu í Danmörku til slétta Afríku. Í dag reka þau gistiheimili í Hrífunesi en það má með sanni segja að hjartað slái í Keníu þar sem hafa þau verið með annan fótinn síðasta aldarfjórðunginn. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is ’Ég varð bara að bíða ein meðtvö börn á þessu ógeðslegatjaldstæði sem var við hliðina áræsi og það var 40 stiga hiti.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.