Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2019, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2019, Blaðsíða 32
SUNNUDAGUR 7. JÚLÍ 2019 FAXAFENI 5 Reykjavík 588 8477 DALSBRAUT 1 Akureyri 588 1100 SKEIÐI 1 Ísafirði 456 4566 STILLANLEG RÚM • HEILSURÚMOG -DÝNUR • GAFLAR • SÆNGUR • KODDAR • SVEFNSÓFAR • STÓLAR • SÆNGURFÖT, O.FL. 60%AFSLÁTTUR ALLT AÐ ÚTSALA VEFVERSLUN www.betrabak.is OPIN ALLAN SÓLARHRINGINN SUMAR Árni Þór Lárusson leikur hlutverk í stuttmynd, sem hægt er að sjá á vefnum YouTube og nefnist Just So. Myndin er verkefni við elsta leiklistarskóla Bretlands, London Academy of Music and Dramatic Art, þar sem Árni Þór er við nám. Árni Þór er á lokaári í skólanum og á því hefur hann leikið í fjórum leikritum, þar á meðal Don Carlos eftir Schiller og Kirsjuberjagarðinum eftir Tsjekov þar sem hann fór með hlutverk Leoníds Gajevs. Nemendur við skólann leika í stuttmyndinni Just So, en leikstjórn, tökur og klipping eru í höndum fagfólks. Myndin er ein af 11, sem skólinn framleiddi í ár, og er verkefni í kvikmynda- og útvarpsleikhússáfanga. Á þriðjudag verður svo lokaverk útskriftarhópsins frumsýnt, leikritið The Lights, sem bandaríska leik- skáldið og handritshöfundurinn Howard Korder skrifaði fyrir aldarfjórðungi. „Mér finnst leiklistin spennandi af því að hlutverkin eru svo ólík og hvert viðfangsefni gefur tækifæri til að skapa frá grunni,“ segir Árni Þór. „Maður fær að setja sig í spor annarra, sem gerir manni kleift að hugsa og skilja heiminn frá öðru sjónarhorni.“ Árna Þór finnst áhugaverðasta frásögnin verða til þegar hann nær að færa athyglina frá sjálfum sér yfir á mótleikarana og bregðast við því, sem er að gerast í kringum hann. Árni Þór Lárusson, leiklistarnemi við skól- ann LAMDA í London, í hlutverki sínu í stutt- myndinni Just So. Að setja sig í spor annarra Árni Þór Lárusson hefur leikið í fjórum leikritum og stuttmynd sem sjá má á netinu á lokaári sínu í leiklist í London. Fjöldatakmarkanir í læknisfræði í Háskóla Íslands hafa löngum verið bitbein. Hávær umræða varð þegar þær voru fyrst teknar upp árið 1969 og 4. júlí það ár birtust í Morgunblaðinu viðbrögð nokkurra nýstúdenta, sem höfðu ætlað í lækn- isfræði. Árni T. Ragnarsson hafði orð fyrir nýstúd- entum og hélt á fund háskólarektors til að fá ákvörðuninni breytt. Kvaðst hann hafa talað fyrir daufum eyrum og bætti við: „Lágmarkskrafan er því að deildin finni einhvern sanngjarnari mæli- kvarða, ef hann er þá nokkur til.“ Sigurður Árnason, nýstúdent frá MR, sagði „andskoti hart“ að láta „einhverja menn úti í bæ ákveða það með einu pennastriki hvað maður má ekki leggja fyrir sig“. Þeir ættu að gera sér grein fyrir að þeir væru að „fjalla um mann- eskjur en ekki skrifstofuvélar“. Ekki hefur nálaraugað inn í læknisfræðina stækkað síðan þetta var skrifað fyrir 50 árum. GAMLA FRÉTTIN Manneskjur en ekki vélar Nýstúdentar voru ekki kátir þegar fjöldatakmörk- unum var skellt á í læknisfræði án fyrirvara vorið 1969. ÞRÍFARAR VIKUNNAR Kris Kristofferson tónlistarfrömuður Gunnar Þorsteinsson trúarfrömuður Gunnar Sturluson hestafrömuður

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.