Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2019, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2019, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.7. 2019 LÍFSSTÍLL Inkaleiðin, sem endar í Machu Picchu í Andes- fjöllum í Perú, er ein vinsælasta gönguleið heims. Borgin, sem er í 2.430 metra hæð yfir sjávarmáli, var reist fyrir komu Evrópubúa til Suður-Ameríku en yfirgefin árið 1572. Hún var grafin undir gróðri þegar hún fannst formlega aftur árið 1911 en þá hafði margur ræninginn láta greipar sópa á svæð- inu. Borgin er á heimsminjaskrá UNESCO. Leiðin samanstendur af þremur gönguleiðum sem hægt er að velja um. Aðeins er 500 manns leyft að ganga leiðina á degi hverjum, þar af um 200 ferðamönnum. Aðrir eru leiðsögumenn og aðrir starfsmenn svæðisins. Á háannatíma getur því reynst ansi erfitt að komast að. Þeir garpar sem hætta sér í gönguna eiga á hættu að verða háfjallaveiki að bráð því leiðin nær um 4.200 metra hæð yfir sjávarmáli um miðbikið. Á leiðinni má sjá gamlar rústir borga, forn göng og snævi þakta fjallstinda. Musteri sólarinnar (e. Temple of the Sun) er í Machu Picchu. Það er talið vera staðsett þar sem keisari Inka- veldis hafði aðsetur á sínum tíma. Ljósmyndir/Wikipedia Inkaleiðin Um síðustu helgi bárustfréttir af breskum ofur-hlaupara sem ætlaði sér að hlaupa 700 kílómetra leið þvert yfir Ísland á um það bil 14 dögum. Hann ætlaði sér að hefja leika á Seyðisfirði og enda í Keflavík. Degi seinna gátu netverjar svo lesið um tvo íslenska göngugarpa sem ætluðu sér að ganga 500 kíló- metra leið, frá fjöru í Lóni á Aust- urlandi til fjöru í Borgarfirði. Leiðin liggur yfir lítið annað en óbyggðir og ber því nafn með rentu; Öræfaleið. Þeir félagar voru heldur hógværari í yfirlýs- ingum um ferðahraða og áætluðu um 30 daga í ferðina. Þegar litið er út fyrir lands- steinana má sjá að göngu- og hlaupaferðir sem þessar eru ekki nýjar af nálinni. Margur hefur reynt sig á hinum ýmsu leiðum af hinum ýmsu ástæðum. Einhverjir fara vegna áskorunarinnar, útsýn- isins eða jafnvel af trúarlegum ástæðum. Sunnudagsblaðið kynnti sér nokkrar af þekktustu og vinsæl- ustu gönguleiðum heims. Skunda yfir fjöll og firnindi Borið hefur á því að bæði göngu- og hlaupagarpar ætli sér þvert fyrir landið, yfir fjöll og firnindi. Slíkar ferðir eru þekktar um heim allan og heldur fólk í þær af ýmsum ástæðum. Ákveðnar leiðir hafa mynd- ast í þessu samhengi sem áhugavert er að kynna sér. Böðvar Páll Ásgeirsson bodvarpall@mbl.is Appalasíustígurinn (e. Appalachi- an Trail) í Bandaríkjunum er stundum nefndur lengsta göngu- leið heims, þótt hægt sé að deila um það. Hann nær frá Georgíu í suðri til Maine í norðri og er um 3.500 kílómetrar að lengd. Leiðin liggur yfir Appalasíufjöll og er því ekki auðveld yfirferðar. Hún nær hæst 2.025 metra yfir sjávarmáli. Um tvær milljónir manna ganga hluta leiðarinnar á hverju ári. Fáir ganga hana alla á innan við ári og enn færri í einum rykk. Margir sem reyna að fara hana alla gefast upp og mistekst verkefni sitt. Helstu hættur sem steðja að þeim sem ganga eða hlaupa leið- ina eru dýrin sem geta orðið á vegi þeirra. Birnir, snákar og villi- svín eru þau hættulegustu mönn- um á leiðinni. Leiðin er þó ekki talin hættulegri en aðrar göngu- leiðir af þessu tagi. Fljótastur til að fara leiðina án hjálpar var Joe McConaughy sem hljóp hana á rúmlega 45 dögum árið 2017. Karel Sabbe fór á 41 degi ári seinna en naut hjálpar á leiðinni, þ.e. bar ekki farangur sinn, fékk mat á leiðinni ásamt öðrum fríðindum. Þeir sem hætta sér á Appalasíustíginn þurfa meðal annars að ganga yfir Franconia-fjallshrygginn í New Hampshire í Bandaríkjunum. Appalasíustígurinn Aðalhluti Jakobsvegarins er á Spáni en teygir þó anga sína eftir mismunandi leiðum til annarra landa Evrópu. Leiðin er ein helsta pílagrímsferð kristinna manna. Hún endar í dómkirkjunni í San- tiago de Compostela í héraðinu Galisíu, þar sem talið er að Jakob postuli sé grafinn, en hefst víðs- vegar um Evrópu. Á seinni árum hafa menn ekki aðeins gengið leiðina af trúar- legum ástæðum heldur einnig til að njóta fallegs útsýnis á göngunni og reyna sig á þessari krefjandi göngu. Þeir sem leggja leiðina undir fætur ganga yfir Pýreneafjöll og þaðan til vesturstrandar Spán- ar. Vinsælasta leiðin sem gengin er að leiði Jakobs kallast franska leið- in. Hún liggur frá Saint-Jean-Pied- de-Port við rætur Pýreneafjalla í Frakklandi og þaðan yfir fjöllin áð- ur en leiðinni er haldið til San- tiago de Compostela. Franska leiðin er um 780 kíló- metrar að lengd og oftast er gert ráð fyrir að um fjórar vikur taki að ganga hana. Að komast að dómkirkjunni í Santiago de Compostela, þar sem talið er að Jakob postuli sé grafinn, er markmið þeirra sem ganga Jakobsveginn. Jakobsvegurinn ... stærsti uppskriftarvefur landsins!

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.