Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2019, Page 20

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2019, Page 20
Íslenskir keppendur halda íslenska fánanum á lofti á sviði í Braga í Portúgal en þar var hald- in heimsmeistarakeppni í dansi í vikunni. Í Braga í Portúgal var DanceWorld Cup haldin í tíundasinn í vikunni en danskeppni þessi er sú stærsta í heimi fyrir ungt fólk á aldrinum 4-25 ára. Ís- land tók þátt í fyrsta skipti en haldin var glæsileg forkeppni á Íslandi í mars. Tíu íslenskir dans- skólar fóru til Portúgal en í hópn- um voru 120 íslenskir dansarar á öllum aldri auk danskennara og fjölskyldna keppenda. Yfirskriftin var „Friendship through the language of dance“ en alls tóku 12.000 þátttakendur þátt í heimsmeistarakeppninni frá 62 löndum. Smá kúltúrsjokk Keppt er í sólódansi, dúettum, tríóum og minni og stærri hópum í fjölmörgum dansstílum. „Þetta er ótrúlega skemmtilegt og frábært að sjá okkar dansara ná mjög góðum árangri í keppn- inni því við erum nýliðar hér. Það er auðvitað smá kúltúrsjokk að sjá dansmenninguna baksviðs, því þar labbaði maður bara beint í flasið á alvöru dansmæðrum sem eru búnar að líma gerviaugnhárin á litlu stúlkurnar sem eru stífmál- aðar, sumar í flegnum kjólum og í raun ætlast til þess að þær geri ekkert annað en að vinna sinn flokk. Það eru fáir strákar hér, en þannig er nú dansheimurinn, bæði hér og heima. Fyrir okkur er þetta svakalegur lærdómur og auðvitað skemmtun, því við leggj- um mikla áherslu á það að standa okkur vel, sýna okkar besta og hafa gaman af. Stelpurnar eru mjög duglegar að hvetja hina dansskólana, því hér komum við fram eins og landsliðið í dansi í þessum aldurshópi,“ segir Birna Björnsdóttir danskennari og eig- andi Dansskóla Birnu Björns. „Keppnin er algjörlega til fyrir- myndar, allt skipulag mjög gott og dansinn á miklu hærri „stand- ard“ en við áttum von á,“ segir Guðný Ósk Karlsdóttir, danskenn- ari og ein af fararstjórum Dans- skóla Birnu Björns. Svakaleg keyrsla Magdalena Höskuldsdóttir, 16 ára, er meðal keppenda. „Það er búið að vera mjög gaman og svo er lærdómsríkt að sjá hin atriðin,“ segir hún og bætir við að íslensku krakkarnir séu að kynnast krökk- um frá ýmsum löndum. „Það eru rosalega margir hérna og svakaleg keyrsla; atriði eftir atriði,“ segir hún og nefnir að þrjár stúlkur úr Dansskóla Birnu Björns hafi landað fjórða sætinu af 36 atriðum um síðustu helgi. Þess má geta að Íslendingar hafa unnið eitt gull í Street Dans Flokki, nokkur silfur og brons og má því segja að árangur íslenska hópsins sé afar góður. „Okkur Íslendingunum hefur gengið svo vel hérna úti sem er svo gaman af því þetta er í fyrsta skipti sem við erum að keppa,“ segir Magdalena. Íslensku skólarnir sem keppa eru Chantelle Carey school of performing arts, Dans Brynju Péturs, Danskompaní, Dans- listaskóli JSB, Dansskóli Birnu Björns, Dansstúdíó Alice, Dans- stúdíó WC, Listdansskóli Íslands, Plié listdansskóli og STEPS Akureyri. „Íslensku keppendurnir hafa staðið sig stórkostlega, en við er- um ekki með keppendur í öllum flokkum og satt best að segja standa keppendurnir sig miklu betur en við áttum von á,“ segir Chantelle Carey sem skipulagði undankeppnina og hafði veg og vanda af því að Ísland tekur nú þátt í fyrsta skipti. Innrás íslenskra dansara í Portúgal Yfir hundrað íslensk ungmenni á aldrinum fjögurra til 25 ára tóku þátt í fyrsta sinn í Dance World Cup sem haldið var í Braga í Portúgal í vikunni. Lögð var áhersla á vináttu í gegnum tungumál dansins. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Magdalena Höskuldsdóttir dansari og Salka Hjálmars- dóttir, systir keppanda, voru sælar í Braga í Portúgal. Birna Björnsdóttir er hér ásamt nokkrum íslenskum dönsurum. Gull-, silfur- og bronsverðlaun voru komin í hús. 20 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.7. 2019 LÍFSSTÍLL Opið: 8-18 virka daga 10-14 á laugardögum Síðumúla 22 | Sími 517 0404 | serefni.is Veldu betri málningu PALLAOLÍA • Allround olían er efnisrík gæðaolía sem endist lengur • Margir fallegir litir* * Litur á palli EJLINGE

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.