Smári - 01.02.1929, Síða 2
2
S M Á R I
Nafnið.
Lesið: Luk. 2,21.
Stysta og að því er mörgum I
finst efnisminsta guðspjallið er haft |
yfir á nýásdag. Menn segja: „Guð-
spjallið segir eiginlega aðeins frá því, j
hvenœr og hvaða nafn Jesús hlaut. !
Eins og það skifti nokkru uin nafn-
ið!“ — En er nú alveg víst að iitlu
skifti um nafnið? Þrjár staðreyndir
koma hjer til greina. Eigi verður því
neitað, að mikið líða sum börn sakir
þess, að skuggi fellur á framtíðar-
veg þeirra af nöfnum foreldranna.
Það þarf svo sem ekki mikið til.
Stundum getur jafnvel ósjálfráð fá-
tækt foreldrnnna valdið því, að börn-
in þeirra eru eigi metin að verðleik-
um. En stundum eiga foreldrarnir
beinlínis sök á því, þar eð nöfn þeirra
eru raunverulega flekkuð — en svo
gjalda blessuð börnin þess. Þeim er j
vantreyst. Þau eru tortrygð. Þau eru j
börn skuggans. — Þá er og hittlíka
til, að ljóminn af nöfnum sumra for-
eldra gerir bjart umhverfis börn
þeirra. Hvar sem þau fara, njóta þau
velvildar. Allir vilja hjálpa þeim. Allir
treysta þeim. Allir vilja hafa þau hjá
sjer. Þau eru börn sólskinsins. En,
litla sólskinsbarn! Ofmetnastu eigi.
Gæt þess miklu fremur, að þess er
jafnan vænst, að þú, sem ert af svo
góðu bergi brotið, sjert ætíð góða \
barnið. Uppfyllir þú þær kröfur, þá
eykur þú Ijóma ættar þinnar. En
hugsir þú hinsvegar aðeins um að
láta eftir Iægstu hvötum þínum, þá
er hætt við að þú fyrirgerir góðu
nafni fyr eða síðar — föður þínum
og móður þinni til sárrar sorgar.
Þriðja staðreyndin er, að bæði er
hægt aö fyrirgera góðu nafni og að
vinna sjer gott nafn. Börn skuggans
heyri það, að gott nafn geta þau
unnið sjer. Verið því hughraust. Vand-
ið ráð ykkar. Vakið og biðjið. Þá
birtir senn. Ykkur græðist álit með
hverju árinu og nöt'n ykkar fá hug-
þekkan hljóm f eyrum samtíðarmann-
anna. En. vinur minn ! Hvort sem þú
ert sólskins- eða skuggans barn, þá
mundu þetta: Gef þig eigi á vald
víns eða tóbaksnautnar. Þær nautnir
hafa margt sólskinsbarnið teygt nið-
ur í skuggadalinn, og mörgum þeim
haldið föstum í myrkri og skugga,
sem þó þráðu Ijós og yl. Nýtt ár er
byrjað. Takið þá ákvörðun, þjer ungu
menn, að halda fast við hugsjónir
barnastúknanna. Heilir til hildar með
kjörorð þ.irra í hjarta og sál! Þá
munu þið verða til heiðurs nafni
hans, sem á nýársdag hlaut nafnið
Jesú. — Guð blessi ykkur árið!
Fundarbyrjun.
(Unglingareglan.)
Sjá, ættarland, þinn æskuher —
þitt ungra vona lið!
Um templarfánann fylkir sjer
hin fríða sveit, og lýtur þjer.
j : Hún sækir frain á svið. : |
Við þykjum ærið ærslagjörn,
en oftast reynum við
að standast eins og voldug vörn,
þó vín og tóbak ginni börn.
| : Kom, kom —og legg oss lið.: |
Nú hittumst við á heillastund.
Upp herör skera þarf.
Með grandvart hjarta, glaða lund
við guði helgum þennan fund.
| : Hann styðji göfugt starf. : |
Gm.
12858 2