Smári - 01.02.1929, Page 7

Smári - 01.02.1929, Page 7
S M Á R I 7 ið sitt með sjer inn í þá tilveru, sem við tæki eftir dauðann ? Þurfti hann annað en að láta setja það með sjer í kistuna? Deyjandi kallaði hann sonu sína til sín og sagði við þá: „Jeg finn nú að skamt er eftir æfi minnar. Veitið mjer nú hina síðustu bón“. — „Já, því lofum við“, sögðu synir hans einum rórni. „Þið verðið að sverja það“, sagði ríki maðurinn. Og syn- irnir sóru dýran eið. „Fyllið þið lík- kistuna mína af gullpeningum um leið og þið leggið mig í hana. Jeg ætla að hafa gullið mitt með mjer inn í eiiífðina". Og ríki maðurinn dó og var graf- inn, og gullið með honum, eins og hann hafði lagt fyrir. En eftir dauðann vaknaði sál hans á ný í æðri veröld, og hún gleymdi ekki að taka nokkra gullpeninga með sjer. Hún reikaði lengi, lengi um blómskrýdd lönd; hún sá unaðsfagr- ar verur, heyrði guðdómlegan söng. En ekkert af þessu snart sál hins j ríka manns. Það var henni algjörlega fjarskylt. Hún hafði aldrei opnað sig fyrir fegurð og Ijósi. Gullið varhenni alt. Og hún hjelt áfram lengi, lengi, Loks sá hún stórt þorp álengdar og heyrði þaðan hávaða og vagnaskrölt. Hamingjunni sje lof, loksins kæmist hún þó til almennilegra manna. Og gleði hennar jókst, er hún kom niður í þorpið og sá þar verslanir og skrif- stofur og veitingahús, alveg eins og á jörðunni. En nú var sál ríka manns- ins orðin verulega svöng, af allri þessari löngu ferð, og því gekk hún inn í næsta veitingahús. Þarvoruljúf- fengustu krásir á hverju borði. Ætli hjer hljóti ekki alt að vera óguðlega dýrt, hugsaði sál ríka mannsins og j kallaði á jajóninn. „Hvað kostar nú ‘ máltíðin hjá ykkur hjerna megin?" spurði hún þjóninn. „5 aura“, svar- aði hann. „Hier eru dálaglegir heimsk- ingjar“, hugsaði sál ríka mannsins, en hún sagði það ekki. Ljómandi af fögnuði tók hún upp glófagran gull- dal, rjetti hann þjóninum og sagði: „Gjörið svo vel að skit'ta þessu og látið mig svo fá verulega góða mál- tíð“. En þjónninn hiisti höfuðið og sagði: „Þenna pening get jeg ekki tekið; hjer er aklrei skift peningum“. Og þar dugðu engar bænir. Sál ríka mannsins varð að fara svöng út aftur. Hjer gat hún engan mat fengið fyrir gullið sitt. — Nóttina eftir birtist ríki maðurinn sonum sínum í draumi. Hann var mjög hnugginn. „Synir mínir“, sagð! hann, „gullið er mjer ónýtt. Skiftið um og íyllið kistuna mína af eintómum fimmeyringum11. Og synirnir gjörðu eins og fyrir þá hafði verið lagt í draumnum. Þeir fyltu líkkistu föður síns af fimmeyr- ingum. — Enn á ný t'ór sál ríka mannsins inn á veitingahúsið. Nú var hún glöð í bragði og örugg, þrátt fyrir suit og þreytu. Nú skyldi sjer- vitringurinn, sem ekki vildi gullið, fá fimmeyringinn. Og ríki maðurinn hitti aftur sama þjóninn, pantaði dýrindis rjetti og krásir og lagði hróðugur koparpeninginn í lófa hans. En hvað var þetta? Enn á ný hristi þjónninn höfuðið og vildi ekki taka við fimm- eyring hins ríka manns. „Það eru ekki svona fimmeyringar, sem við tökum gilda“, sagði hann. „í æðri veröld guðs liafa þeir peningar einir gildi, sem gefnir hafa verið öðrum, sem notaðir hafa verið á jörðunni í þjónustu sannleikans og kærleikans". Og sál ríka inannsins varð hnugg- in og niðurlút, því hvernig sem hún

x

Smári

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Smári
https://timarit.is/publication/1371

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.