Smári - 01.02.1929, Side 8
hugsaði sig um, hvernig sem hún
lagði sig fram, var henni ómögulegt
að muna eftir því, að hún hefði
nokkru sinni, meðan hún lifði á jörð-
unni, gefiö nokkrum manni fimm aura
virði, varið nokkrum eyri í annara
þágu af óeigingjörnum kjærleika.
— Börnin mín! Bestu fjársjóðirnir,
sem við getum safnað okkur á jörð-
unni, er þroskun þess göfgasta og
besta, sem í eðli okkar finnst er
Ijósið og kærleikurinn, sem gefur öðr-
um, sem lýsir og vermir í kringum
sig, hvar sem hann fer. Það eru fjár-
sjóðir, sem vjer aldrei þuríum að
skiljast við, heldur fylgja oss inn í
eilífðina, lieim til hins góða guðs.
Sv. V.
Sitt af hverju.
.,Smári“ kemur sex
sinnum út á árinu, fimm
blöðin átta biaðsíður
hvert, en sjötta blaðið
— jólablaðið helm-
ingi stærra, auk aug-
lýsinga. Verð árgangs-
ins er 1 króna, sem
greiðist fyrirfram, nema
öðruvísi sje um samið.
Alt „Smára“ viðvíkjandi sendist ábyrgð-
armanni hans: Vald. V. Snævarr, Norð-
firöi. Kaupendur eru beðnir að til-
kynna, ef vanskil verða á blaðinu. —
Mun þá tafariaust úr því bætt. Ger-
ist áskrifendur!
í tómstundum.
Ráðningar sbr. síðasta blað: —
Reikningsgáta: 10 ára. —
Eldspýtnaþraut:
Raðið 31 eldspýtu
svona. — Takið svo
11 þeirra burtu, þann-
ig, að þær, sem eftir
ir veröa, myndi þrjá
rjetthyrninga og 2 kvaðröt. — (Um
rjetthyrninga og kvaðröt lesið þið í
reikningsbókunum ykkar).
Stúkuheiti.
Fyrsti stafurinn er í prýði, en ekki í lýti.
Annar í elli, en ekki í œsku.
f'riðji í raun, en ekki í laun.
Fjórði í laun, en ekki í raun.
Fimti í alt, ekki í sex.
Falin nöfn.
1. Jeg fann alt.
2. Þú sást alt.
3. Hann flaug at’tur.
4. Hún klauf eyrnagullið.
Hjer í eru falin 4 kvenmannsnöfn:
eitt þeirra er stuttnefni. —
Frœndsemisgáta.
Hvað er tengdamóðir konu bróður
I rníns mikið skyld mjer?
Taflþraut. nr. 4.
(Th. Herlin.)
Hvítt: Svart
Hh8 Ka8
Kgó Hb8
De4 Ha7
Hal b7
Hvítt á leik. Mátar í 2 leikji
Kennarinn: Maður á aldrei að
hefna sín, heldur jafnan að fyrirgefa
óvinum sínu.Ti. Hvað mundir þú þá gera,
Siggi, ef drengi r kæmi til þín og slæi
þig? Siggi: Ja— það færi nú eftir því,
hve stór strákurinn væri!
Prentsmiðja Sig. Þ. Guðmundssonar, Seyðisfirði