Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 01.05.1990, Page 12
10
Sveitarsjóðareikningar 1979-1981
Greining á milli breytinga á skammtímakröfum,
skammtímaskuldum og sjóðs- og bankareikningum
liggur ekki fyrir á árinu 1979. Hreyfingar á
efnahagsliðum sveitarfélaga voru í nokkru jafnvægi
allt tímabilið og eru því frávik tekjujafnaðar og
lánsfjárþarfar óveruleg.
Hér á eftir verður fjallað sérstaklega um tekjur,
gjöld og efnahag sveitarfélaga á árabilinu 1979-1981.
Umsvif þeirra í heild og á hvem íbúa em þá sýnd eftir
mismunandi stærð sveitarfélaga á sama hátt og gert var
hér að framan.
Tekjur sveitarfélaga 1979-1981. Heildartekjur
sveitarfélaga námu um 9% af vergri landsframleiðslu
árin 1979-1981. Skatttekjur eru meginuppistaðan í
tekjuöflun sveitarfélaga hér á landi eða að tveimur
þriðju hlutum. Er það nokkru lægra hlutfall en hjá
ríkissjóði. Beinir skattar vega mun þyngra í tekjuöflun
sveitarfélaganna en hjá ríkissjóði. A umræddu tímabili
námu beinir skattar sveitarfélaga tæplega 60% af
skatttekjum þeirra en aðeins um fimmtungi hjá
ríkissjóði. Sveitarfélög hafa einnig ýmsar eigin tekjur
af starfsemi sinni og framlög frá öðmm bæði til rekstrar
og fjárfestingar, einkum frá ríkissjóði vegna hlutdeild-
ar í kostnaði af sameiginlegri starfsemi. 4. yfirlit sýnir
tekjur sveitarfélaganna og samsetningu þeirra.
4. yfirlit. Tekjur sveitarfélaga 1979-1981
Milljónir króna
á verðlagi hvers árs
Hlutfallstölur, %
1979
Heildartekjur................................ 861
Skatttekjur.................................. 566
Beinir skattar............................... 332
Útsvör................................... 332
Obeinir skattar.............................. 234
Fasteignaskattar.......................... 78
Jöfnunarsjóður sveitarfélaga... 73
Aðstöðugjöld ............................. 76
Aðrir óbeinir skattar...................... 7
Þjónustutekjur............................... 163
Vaxtatekjur................................... 36
Framlög til fjárfestingar..................... 85
Ýmsar tekjur.................................. 11
1980 1981 1979 1980 1981
1.377 2.189 100.0 100,0 100,0
909 1.423 65,7 66,0 65,0
529 828 38,6 38,4 37,8
529 828 38,6 38,4 37,8
380 595 27,2 27,6 27,2
127 202 9,1 9,2 9,2
127 197 8,5 9,2 9,0
116 183 8,8 8,4 8,4
10 13 0,8 0,7 0,6
261 431 18,9 19,0 19,7
64 86 4,2 4,6 3,9
123 215 9,9 8,9 9,8
20 34 1,3 1,5 1,6
Einstakir tekjustofnar sveitarfélaga vom tiltölulega
stöðugir á árabilinu 1979-1981. Þar sem hér er um
heildaryfirlit fyrir öll sveitarfélög landsins að ræða
gefur það takmarkaða mynd af tekjuöflun hinna
margvíslegu sveitarfélaga. Því getur verið áhugavert
að skoða þau með hliðsjón af mismunandi stærð þeirra
eftir íbúafjölda. Tekjur sveitarfélaga á hvem íbúa em
sýndar í 5. yfirliti.