Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 01.05.1990, Qupperneq 18
16
Sveitarsjóðareikningar 1979-1981
Eignir og skuldir sveitarfélaga 1979-1981.
Efnahagur sveitarfélaga í heild var allgóður á tíma-
bilinu 1979-1981. Eignastaðan nam um það bil
fjórðungi af vergri landsframleiðslu hvers árs og skuldir
vom hverfandi litlar. í 10. yfirliti er sýndur efnahagur
sveitarfélaganna á tímabilinu.
10. yfirlit. Eignir og skuldir sveitarfélaga 1979-1981
Milljónir króna
á verðlagi hvers árs
Hlutfall af VLF»
1979
Eignir....................................... 2.910
Sjóðir, bankareikn. o.fl........................ 20
Skammtímakröfur................................ 199
Langtímakröfur.................................. 45
Hrein eign í eigin fyrirtækjum................. 712
Fastafjármunir............................... 1.923
Aðrar eignir.................................... 11
Skuldir........................................ 230
Skammtímaskuldir............................... 123
Langtímaskuldir................................ 107
Eigið fé..................................... 2.680
1980 1981 1979 1980 1981
4.960 8.571 24,2 26,7 29,9
29 54 02 0,2 0,2
303 450 1,7 1,6 1,6
65 92 0,4 0,3 0,3
1.206 2.539 5,9 6,5 8,9
3.343 5.412 16,0 18,0 18,9
14 24 0,1 0,1 0,1
375 624 1,9 2,0 22
198 330 1,0 1,1 12
177 294 0,9 1,0 1,0
4.585 7.947 22,3 24,7 27$
1) Stöðutölur í árslok færðar til meðalverðlags með lánskjaravísitölu hvers árs.
Ljóst er að sveitarfélögin í landinu treystu
eiginfjárstöðu sína verulega á ámnum 1979-1981.
Þannig jókst eigið fé þeirra í krónum talið um 196,5%
frá árslokum 1979 til loka árs 1981 samtímis því sem
vísitala framfærslukostnaðar hækkaði um 123,1%
og byggingarvísitala um 128,4%. Eigið fé sveitarfélag-
anna jókst því nánast um þriðjung að raungildi á þessum
tveimur árum. Þrátt fyrir þetta var fjárhagur hinna ýmsu
sveitarfélaga afar breytilegur í þessu tilliti eins og 11.
yfirlit sýnir glöggt.