Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 01.10.1992, Blaðsíða 12
10
Sveitarsjóðareikningar 1987-1988
Hreyfingar á efnahagsliðum sveitarfélaga voru að mestu í
jafnvægi árin 1987 og 1988 og er því tiltölulega lítill munur
á tekjujöfnuði þeirra og hreinni lánsfjárþörf. Hér á eftir
verður fjallað sérstaklega um tekjur, gjöld og efnahag
sveitarfélaga, bæði með tilliti til heildarumsvifa þeirra og
umsvifa á hvern íbúa eftir stærð sveitarfélaga á sama hátt og
gert var hér að framan.
Tekjur sveitarfélaga 1987 og 1988. Heildartekjur
sveitarfélaga námu tæpum 9% af vergri landsframleiðslu
fyrra árið og tæpum 10% það seinna. Aukningin seinna árið
skýrist að miklu leyti af tilkomu staðgreiðslukerfis tekjuskatta
í ársbyrjun 1988 og jukust tekjur sveitarfélaganna talsvert að
raungildi við þá breytingu.
Skatttekjur eru sem fyrr meginuppistaðan í tekjuöflun
sveitarfélaganna eða sem nemur um tveimur þriðju hlutum.
Er það nokkru lægra hlutfall en hjá ríkissjóði. Beinir skattar
vega mun þyngra í tekjuöflun sveitarfélaga en ríkissjóðs. Á
árunum 1987 og 1988 námu beinir skattar sveitarfélaga um
60% af skatttekjum þeirra og hefur það hlutfall verið mjög
stöðugt um árabil. Hlutdeild beinna skatta af skatttekjum
ríkissjóðs hefur verið innan við fimmtung. Sveitarfélög hafa
einnig ýmsar eigin tekjur af starfsemi sinni sem og framlög
frá öðrum bæði til rekstrar og fjárfestingar, einkum frá
ríkissjóði vegna hlutdeildar í kostnaði af sameiginlegri
starfsemi. 4. yfirlit sýnir tekjur sveitarfélaganna og hvernig
þær skiptast.
4. yfirlit. Tekjur sveitarfélaga 1987 og 1988
Table 4. Local government revenue 1987 and 1988
Millj. króna á verðlagi hvers árs Hlutfallstölur, %
Million ISK at current prices Percentage break-doxvn
1987 1988 1987 1988
Heildartekjur 17.999 24.657 100,0 100,0 Total revenue
Skatttekjur 11.802 16.475 65,6 66,8 Tax revenue
Beinir skattar 6.971 10.031 38,7 40,7 Direct taxes
Utsvör 6.971 10.031 38,7 40,7 Municipal income tax
Obeinir skattar 4.831 6.444 26,8 26,1 Indirect taxes
Fasteignaskattar 1.781 2.453 9,9 9,9 Real estate tax
Jöfnunarsjóður sveitarfélaga 914 1.096 5,1 4,4 Municipal Equalization Fund
Aðstöðugjöld 2.081 2.839 11,6 11,5 Business tax
Aðrir óbeinir skattar 55 56 0,3 0,2 Other
Þjónustutekjur 2.830 3.769 15,7 15,3 Service revenue
Vaxtatekjur 953 1.138 5,3 4,6 Interest
Framlög til fjárfestingar 2.012 2.632 11,2 10,7 Capital transfers received
Ymsar tekjur 402 643 2,2 2,6 Miscellaneous
Einstakir tekjustofnar voru tiltölulega stöðugir bæði árin.
Séu þeir skoðaðir í samhengi við fyrri skýrslur Hagstofunnar
má sjá að samsetningin breytist lítils háttar. Skýrist sú breyting
einkum af breyttri verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga svo
sem af tilflutningi sjúkrastofnana af daggjöldum á föst fjárlög
ríkisins. Við það lækka þjónustutekj ur til heilbrigðismála hjá
sveitarfélögum verulega og samsvarandi útgjöld þeirra til
þessa málaflokks. Vægi beinna skatta eykst nokkuð seinna
árið en þá aukningu márekja til staðgreiðslukerfis tekjuskatta
eins og fram hefur komið.
I 5. yfirliti er sýnd frekari greining á þjónustutekjum
sveitarfélaga og innkomnum framlögum til fjárfestingar með
tilliti til þess hvernig þessar tekjur hafa komið inn og gengið
upp í útgjöld sveitarfélaga til hinna ýmsu málaflokka.