Hagskýrslur um sveitarsjóðareikninga - 01.10.1992, Blaðsíða 22
20
Sveitarsjóðareikningar 1987-1988
2. Úrvinnsla gagna og skýringar við töflur
Processing ofdata and explanatory notes to the tables
Bókhaldslykill Sambands íslcnskra sveitarfélaga. I
ársby rjun 1979 tók Hagstofan upp nýtt og breytt ársreiknings-
form sem var sniðið eftir nýjum bókhaldslykli fyrir
sveitarfélög. Var hann saminn af sérstakri bókhaldsnefnd á
vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga í þeim tilgangi að
koma á samræmi í bókhaldi og reikningsskilagerð hjá sveitar-
félögum.
Grundvallarlykill hins samræmda bókhalds hefur 8 sæti.
Fyrstu tvö sæti hans sýna málaflokka og bókhaldseiningar
sveitarsjóðs. Þauerubundinfyriröllsveitarfélög. Næstutvö
sæti eru notuð til sundurliðunar í deildir og starfsemisþætti.
Næstu þrjú sæti lykilsins (5.-7.) eru notuð til sundurliðunar
á tegundir útgjalda og tekna. Loks er síðasta sæti lykilsins
notað til flokkunar á tekjum og gjöldum á rekstur, gjaldfærða
eða eignfærða fjárfestingu.
Arsreikningsform Hagstofu fylgir bókhaldslyklinum en er
ekkijafn sundurliðað. Það sýnir fyllstu sundurliðun á fyrstu
tvö sæti lykilsins og hið síðasta. Hins vegar er ekki beitt
fyllstu sundurliðun á 3. og 4. sæti og formið gerir ekki ráð
fyrir tegundasundurliðun samkvæmt 5.-7. sæti lykilsins.
Eftirtöldum meginreglum er beitt f uppgjöri Hagstofunnar
um færslu bókhalds og reikningsskil sveitarfélaga.
Allartekjur og gjöld, sem tilheyra hverju uppgjörstímabili,
þ.e. almanaksárinu, eru færð á því tímabili án tillits til
hvenær greiðsla fer fram. Með öðrum orðum þá er hér um
svonefndan rekstrargrunn að ræða. Þannig eru óinnheimtar
tekjur færðar til tekna á rekstrarreikningi og til eignar í
efnahagsreikningi. A sama hátt eru ógreidd gjöld færð til
gjalda í rekstrarreikningi og til skuldar í efnahagsreikningi.
Gerður er greinarmunur á rekstri sveitarfélaga, gjald-
fœrðri fjárfestingu þeirra og eignfœrðrifjárfestingu í einu
heildaryfirliti er nefnist rekstrar- og framkvæmdayfirlit. A
rekstur færast allar tekjur og gjöld sem varða rekstur
sveitarsjóðs. A gjaldfœrða fjárfestingu færast útgjöld
vegna allra framkvæmda og eignabreytinga, sem ekki eru
eignfærð í efnahagsreikningi. Þannig teljast liðir eins og
götur, holræsi, leikvellir, skrúðgarðar, innanstokksmunir,
vélar, áhöld og tæki til gjaldfærðrar fjárfestingar. I tekjuhlið
er færð bein þátttaka annarra aðila í viðkomandi gjaldfærðri
fjárfestingu, svo sem gatnagerðargjöld. Til eignfœrðrar
fjárfestingar teljast útgjöld til kaupa á fasteignum,
vinnuvélum, bílum og vélasamstæðum. Þessar eignir eru
færðar í eignahlið í efnahagsreikningi. Bein þátttaka annarra
aðila í eignfærðri fjárfestingu, t.d. framlög úr ríkissjóði, eru
færð í tekjuhlið rekstrarreiknings. Ekki er reiknað með
árlegri afskrift húseigna eða annarra varanlegra rekstrar-
fjármuna sveitarsjóðs, heldur er verðmæti eigna fært í
samræmi við mat eins og það er á hverjum tíma. Gert er ráð
fyrir að breyting á matsverði sé færð á endurmatsreikning
undir eigið fé í efnahagsreikningi.
Úrvinnsla ársreikninga 1987 og 1988. í bókhaldslykli
sveitarfélaga er meðal annars gert ráð fyrir að útgjöld til
málaflokka séu brúttófærð og við það miðað í reiknings-
eyðublöðum Hagstofu. Fyrstu árin eftir að bókhaldslykillinn
var tekinn upp var þó algengt að sveitarfélög sendu inn
reikninga þar sem aðeins komu fram nettóútgjöld til rekstrar
á málaflokka. Þetta átti einkum við lítil og meðalstór sveitar-
félög. Ennfremur gætti í byrjun nokkurrar ónákvæmni í
gjaldfærslu og eignfærslu fjárfestinga, þ.e. einhver tilhneiging
var til að eignfæra frekar en gjaldfæra fjárfestingu eða til að
færa á rekstur það sem réttara hefði verið að færa á gj aldfærða
fjárfestingu. Við úrvinnslu á Hagstofunni hefur verið reynt
að leiðrétta slfkt og samræma eins og kostur var. Eins og fyrr
segir hafa upplýsingar sveitarfélaga farið batnandi ár frá ári.
I þessu hefti eru sýndar fjórar megintöflur fyrir sveitar-
félögin árin 1987 og 1988. Tafla I (fyrir hvort ár) sýnir alla
úrvinnslu reikninganna eftir kjördæmum, kaupstöðum,
sýslum og hreppum með yfir 400 íbúa. Varðandi mörk
hreppa miðað við 400 íbúa er rétt að taka fram að hreppar sem
einhvern tíma á tímabilinu hafa 400 eða fleiri íbúa eru teknir
með í þessari sundurliðun. Tafla I hefst á að sýnd er heildar-
fjárhæð sameiginlegra tekna og sundurliðun þeirra. Til
sameiginlegra tekna sveitarfélaga eru taldar almennar skatt-
tekjur, þ.e. skattar sem ekki eru markaðir til ákveðinna
verkefna, vaxtatekjur og aðrar tekjur sem ekki eru sérmerktar
ákveðnum verkefnum. Þar á eftir sýnir taflan heildarfjár-
hæðir rekstrargjalda ogrekstrartekna og sundurliðun þeirra
á 19 málaflokka með nokkurri greiningu á deildir og
starfsemisþætti innan málaflokka. í þriðja hluta töflunnar
kemur fram heildarskipting gjaldfœrðrar og eignfœrðrar
fjárfestingar ásamt framlögum þar á móti. Þá fylgir
sundurliðun fjárfestingar og framlaga þar á móti á 18
málaflokka og nokkur sundurliðun á deildir og starfsemis-
þætti innan málaflokka. Fjórði hluti töflunnar sýnir
fjármagnsyfirlit og greiningu þess eftir uppruna og ráðstöfun
fjármagns. Fimmti hluti töflunnar sýnir efnahagsreikning
og sundurliðun hans í eignaliði, skuldaliði og mismunandi
þætti eigin fjár.
Tafla II sýnir fjárhæðir meginstærða í töflu I í krónum á
hvern íbúa eftir sömu skiptingu á kjördæmi, kaupstaði, sýslur
og hreppa og í töflu I. Þessi tafla einfaldar mjög innbyrðis
samanburð milli sveitarfélaga.
Tafla III sýnir sundurliðun í 75 liðum á gjöldum, tekjum,
eignum og skuldum sveitarfélaga með færri en 400 íbúa, þ.e.
þeirra sveitarfélaga sem ekki eru sýnd sérstaklega í töflum I
og II heldur koma þar aðeins fram í samtölum.
Tafla IV sýnir rekstrargjöld, rekstrartekjur, eignir og
skuldir vatnsveitna, rafveitna, hitaveitna og hafnarsjóða
sveitarfélaga, sem rekin eru sem fyrirtœki sveitarfélaga
með sjálfstœðan jjárhag.