Utanríkisverslun. Vöruflokkar og viðskiptalönd - 15.01.1997, Side 14
12
Utanríkisverslun 1995, Vöruflokkar og viðskiptalönd
nam 103,5 milljörðum og var vöruskiptajöfnuðurinn 1995
því hagstæður um 13,1 milljarð. I 2. yfirliti kemur fram að
vöruskiptajöfnuðurinn fob við útlönd hefur verið hagstæður
sex ár af þeim tíu árum sem hér eru sýnd. Mestur afgangur
var árið 1994, 4,5% af vergri landsframleiðslu, en einnig
var umtalsverður afgangur árin 1993, 1995, 1986 og 1989.
Halli var á vöruskiptunum fjögur þessara ára, mestur 1,1%
af vergri landsframleiðslu árið 1987. A mynd 1 má sjá þróun
útflutnings fob, innflutnings fob og vöruskiptajafnaðar fob.
2. yfirlit. Vöruskiptajöfnuður 1986-1995
Vöruskiptajöfnuður
Útflutt fob Innflut fob Á gengi hvers árs Á gengi ársins 1995 '* Hlutfall af vlf., %
1986 44.968 41.101 3.867 7.342 2,40
1987 53.053 55.260 -2.207 -4.042 -1,06
1988 61.667 62.243 -577 -924 -0,22
1989 80.072 73.129 6.943 8.847 2,25
1990 92.625 88.085 4.540 5.193 1,25
1991 91.560 94.797 -3.237 -3.703 -0,82
1992 87.833 88.224 -391 -445 -0,10
1993 94.658 82.576 12.081 12.697 2,94
1994 112.654 93.243 19.411 19.391 4,47
1995 116.607 103.539 13.067 13.067 2,87
11 Miðað við meðalgengi á vöruviðskiptavog.
Mynd 1. Utanríkisverslun 1985-1995
Millj. kr á gengi hvers árs
Fróðlegt er að sjá hvernig hlutfall fob-verðs og cif-verðs
hefur þróast undanfarin ár. Árið 1995 nam heildarverðmæti
innflutningsins cif 113,6 milljörðum kr. en fob-verðmæti
hans 103,5 milljörðum kr. eða sem nam 91,1% af cif-verð-
rnætinu. Sambærilegt hlutfall var 90,9% árið 1994,90,4 árið
1993 og 90,7-91,5% árin 1989-1992.
Verð- og magnbreytingar 1994-1995
3. yfirlit sýnir samanburð á utanríkisverslunartölum á föstu
gengi árin 1994 og 1995. Hér er um sams konar töflu að
ræða og birtist í fréttatilkynningu sem Hagstofan sendir frá
sér í hverjum mánuði til upplýsingar um framvindu helstu
flokka innflutnings og útflutnings í samanburði við næst-
liðið ár. Venja hefur verið að umreikna tölur fyrra árs til
meðalgengis líðandi árs til þess að eyða áhrifum gengis-
breytinga á verðmætistölur svo samanburður milli ára verði
marktækari en ella.
I 3. yfirliti kemur fram að verðmæti útflutnings jókst um