Utanríkisverslun. Vöruflokkar og viðskiptalönd - 15.01.1997, Page 18
16
Utanríkisverslun 1995, Vöruflokkar og viðskiptalönd
Útflutningur iðnaðarvöru jókst í krónum talið um 4 milljarða
frá 1994. Af einstökum flokkum iðnaðarvöru jókst verðmæti
álútflutnings mest en einnig jókst útflutningur á lyfjum og
lækningatækjum og kísiljárni. Útflutningur á skipum olli
mestu um aukningu annarra vara.
8. yfirlit. Útflutningur eftir vöruflokkum (Hagstofuflokkun) 1994 og 1995
Fob-verð á gengi hvors árs 1994 1995 Breyting
Millj. kr. % Millj. kr. % frá fyrra ári, %
Sjávarafurðir 84.837 75,3 83.873 71,9 -1,1
Landbúnaðarafurðir 2.132 1,9 2.055 1,8 -3,6
Iðnaðarvörur 21.040 18,7 25.000 21,4 18,8
Aðrar vörur 4.645 4,1 5.679 4,9 22,3
Samtals 112.654 100,0 116.607 100,0 3,5
Mynd 2. Útflutningur eftir Hagstofuflokkun árið 1995
í 9. yfirliti er útflutningur birtur eftir hagrænni flokkun
(BEC). Eins og áður hefur komið fram vega matvörur og
drykkjarvörur mest í útflutningi en sökum eðlismunar hag-
rænu flokkunarinnar (BEC) og SITC-flokkunarinnar eru
matvörur og drykkjarvörur með lægri hlutdeild í hagrænu
flokkuninni en matur og lifandi dýr í SITC-flokkuninni.
Ástæðan er sú að hluti af því sem fellur undir liðinn rnatur
og lifandi dýr í SITC-flokkuninni fellur undir hrávörur og
rekstrarvörur í hagrænu flokkuninni. Samkvæmt hagrænu
flokkuninni eru mat- og drykkjarvörur með 68% af heildar-
útflutningi og næst koma hrá- og rekstrarvörur með 25%
hlutdeild. Nánari sundurliðun á útflutningi eftir hagrænum
flokkum er birt í töflu 5. Þar sést að unnar mat- og drykkjar-
vörur, einkum til heimilisnota, vega mest innan mat- og
drykkjarvara og þar vega þyngst fryst rækja og fryst þorsk-
flök, ekki í blokk. í hrávörum og rekstarvörum eiga ál,
loðnumjöl og kísiljárn mesta hlutdeild. Hlutfallslega varð
mest aukning í útflutningi á neysluvöru og fjárfestingarvöru
en í krónum talið var mest aukning í útflutningi á hrá- og
rekstrarvöru.