Gistiskýrslur - 01.04.1997, Qupperneq 9

Gistiskýrslur - 01.04.1997, Qupperneq 9
Inngangur Introduction 1. Gistináttatalning Hagstofu íslands 1. Overnight stays statistics Gistiskýrslur 1996 er fjórða ritið sem Hagstofan gefur út í ritröðinni Gistiskýrslur. Aður hafa komið út Gistiskýrslur 1984-1993, Gistiskýrslur 1994 og Gistiskýrslur 1995. í inngangi þessa rits eru yfirlitstöflur fyrir árin 1985-1996 ásamt myndum. Töfluhluti ritsins nær ytirleitt tvö til þrjú ár aftur í tímann en töflur um gestakomur ná einungis til ársins 1996. I töfluhlutanum er talnaefnið sundurliðað eftir landsvæðum, rikisfangi og tímabilum. Upplýsingaöflun Hagstofunnar fer þannig fram að gististöðum og öllum þeim er selja gistiþjónustu eru send skýrslueyðublöð til útfyllingar en á þau skal færa fjölda gesta og gistinátta sundurliðaðan eftir ríkisfangi. Ríkisföngin eru auk Islands 14 Evrópulönd, þaðan sem flestir ferðamenn koma, Bandarikin, Kanada og Japan. Aðrir gestir teljast sem aðrir Evrópubúar eða frá öðrum löndum. Fram til ársins 1995 var einungis safnað tölum um fjölda gistinátta en í júní árið 1995 var auk þess byrjað að safna upplýsingum um fjölda næturgesta. Byrjunarörðugleikar háðu talningu gesta- koma framan af og því er ekki hægt að birta tölur um þær fyrr en frá árinu 1996. Réttur Hagstofu til að krefja seljendur gistiþjónustu upplýsinga er byggður á 10. gr. laga um veitinga- og gististaði nr. 67/1985. Þar segir: “Rekstraraðilar, er undir þessi lög falla, skulu veita stjómvöldum upplýsingar skv. nánari fyrirmælum Hagstofu Islands. Slfkar upplýsingar skulu einungis notaðar til könnunar og skipulagningar á ferða- þjónustunni almennt og/eða rekstri veitinga- og gistihúsa sérstaklega sem atvinnugreinar.” I samræmi við þessa lagagrein og venjur skuldbindur Hagstofan sig til að fara með allar upplýsingar um starfsemi einstakra gististaða sem trúnaðamál og lætur aðeins í té upplýsingar í töflum eins og fram kemur í þessu riti. Skýrslueyðublöð þau sem Hagstofan sendir seljendum gistiþjónustu til útfyllingareru þrjú. Tvö þeirra eru svokölluð hjálparblöð, annað er fyrir gestakomur en hitt fyrir gistinætur. Þessi blöð em einungis ætluð til notkunar á gististöðunum og er hægt að fylla þau út eftir hvern dag. Þriðja eyðublaðið „Gistiskýrsla til Hagstofu” er eina blaðið sem senda skal Hagstofunni. Á það skal færasamtölur mánaðarins afhjálpar- blöðunum ásamt upplýsingum um gistirými. Eyðublöðin em einnig til í tölvutæku formi fyrir Excel. 2. Flokkun gististaða 2. Classification of tourist accommodation Gistiþjónusta í landinu er fjölbreytt. I úrvinnslu Hag- stofunnar er henni skipt í sex meginflokka. Fyrsti flokkur er hótel og gistiheimili. Nánar tiltekið hótel, hótelíbúðir og gistiheimili starfandi allt árið, Edduhótel, önnur sumarhótel og sumargistiheimili. I þessum flokki em öll hótel og gistiheimili sem em með sérstaka gestamóttöku og bjóða upp á lágmarks hótelþjónustu, þ.e. dagleg þrif á herbergjum og salemum. Auk þess em í þessum flokki gistiheimili þar sem gistirými er 16 rúm eða fleiri og/eða 8 herbergi eða fleiri. Þessi viðmiðun er samkvæmt 26. gr. reglugerðar nr. 288/1987 um veitinga- og gististaði. Þessi flokkur gistiþjónustu tekur til stærsta hluta allrar gistiþjónustu í landinu. Tveir þriðju hlutar þeirra gistinátta sem Hagstofan hefur upplýsingar um em á gististöðum í þessum flokki. Annar flokkur gististaða er heimagististaðir. Fram til ársins 1995 var þessi flokkur kallaður bœndagististaðir en var þá skipt í annars vegar í hótel eða gistiheimili og hins vegar heimagististaði. Fyrmm bændagististaðir, sem voru árið 1995 með gistirými við áðurnefnd viðmiðunarmörk eða stærra, flokkast nú sem hótel eða gistiheimili, hinir minni sem heimagististaði. Til heimagististaða telst öll gisting á einkaheimilum fólks hvort sem er í kaupstöðum eða á sveita- býlum. Bændur eru ósjaldan með eitt til tvö sumarhús að auki og þar sem erfitt hefur reynst að fá þessa gistingu nákvæmlega sundurliðaða frá hinni hefðbundnu heima- gistingu er sú gisting talin með í heimagistingunni. Leigi bændur sumarhús sín út til stéttar- eða starfsmannafélaga er sú gisting ekki meðtalin hér. Þriðji flokkur gististaða er sumarhús/smáhýsi. Þá er átt við sumarhúsa- eða smáhýsahverft með a.m.k þremur húsum. Umfang sumarhúsagistingar er mun umfangsmeira en heimagistingar í þeim tilvikum þegar þessar tvær tegundir gistingar eru reknar samhliða. Einungis er átt við sumarhús sem leigð eru út í hagnaðarskyni, ekki t.d. sumarhús stéttar- og starfsmannafélaga. Fjórði flokkur gististaða er farfuglaheimili. Farfugla- heimili bjóða upp á gistingu í rúmum með sæng og kodda en gestir þurfa að hafa með sér sængurföt eða leigja þau á staðnum. Gestir geta einnig notað eigin svefnpoka. 011 farfuglaheimili eru í Bandalagi íslenskra farfugla sem er aðili að Alþjóðasamtökum farfugla (IYHF). Fimmti flokkur gististaða nær til svefiipokagististaða. Þeir geta verið sumarhótel, félagsheimili og skólar sem selja gistingu í svefnpokum á gólfdýnum í stærri vistarverum. Ymsir gististaðir bjóða upp á svefnpokagistingu í rúmum en sú gisting telst með gistingu í uppbúnum rúmum. Sjötti flokkur gististaða eru tjaldsvæði og skálar. Til hans teljast öll tjaldsvæði og gistiskálar þar sem gjald er tekið. Þessum flokki er skipt niður í tjaldsvæði í dreifbýli og þétt- býli, tjaldsvæði á hálendi og skála á hálendi. Hálendinu er síðan skipt í þrjú svæði, norðurhálendi, austurhálendi og suðurhálendi. Skipting hálendisins er í samræmi við tillögu Landmótunar h/f sem vinnur að skipulagi hálendisins. Loks má nefna sjöundu tegund gististaða, orlofshús félagasamtaka. Ekki hefur reynst unnt að afla upplýsinga um nýtingu í þessum flokki en hjá Fasteignamati ríkisins fengust þó upplýsingar um tjölda og stærð sumarbústaða sem ekki eru í einkaeign. I yfírlitstöflum 20 og 21 kemur fram fjöldi og meðalstærð sumarhúsa í eigu stéttar- og starfsmannafélaga og húsa í eigu fyrirtækja sem ekki reka gistiþjónustu heldur leigja/lána húsin starfsmönnum og/eða viðskiptavinum sínum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Gistiskýrslur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Gistiskýrslur
https://timarit.is/publication/1383

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.