Gistiskýrslur - 01.04.1997, Síða 28
26
Gistiskýrslur 1996
Skýringar
Töflur 1-7 innihalda tölur um gistinætur, gistirými og
nýtingu þess, gestakomur og meðaldvalarlengd á hótelum
og gistiheimilum. I fyrstu tveimur töflunum eru tölur um
gistirými, annars vegar fyrir gististaði sem opnir eru allt
árið og hins vegar sumargististaði. Gistirými gististaða
sem opnir eru allt árið, sem birt er í töflu 1, er gistirými
sumarmánaðanna, en þá er rýmið nokkuð meira en er á
vetuma. I töflu 3 eru tölur um gistirými eftir ársþriðjung-
um. Tölur um fjölda gistinátta, nýtingu gistirýmis og
gestakoma er að fínna í töflum 4-6. Gististöðum er skipt
í tvo flokka eftir stærð. Fyrri flokkurinn nær til hótela og
gistiheimila með 1-59 rúm, sá síðari til þeirra með 60
rúm eða fleiri. Ekki þótti ráðlegt að hafa flokkana fleiri
þar sem víða hefði einungis verið eitt eða tvö gistihús í
flokki og þá ekki hægt að birta nýtingartölur fyrir þann
flokk. Yfir vetrarmánuðina eru gististaðir í nokkrum
landshlutum þó of fáir í öðrum hvorum flokknum til að
hægt sé að birta sundurliðaðar nýtingartölur. Þeir lands-
hlutar em merktir með stjörnu (*) fyrir viðkomandi mánuð.
Hjá Hagstofunni er hægt að fá ítarlegri sundurliðun eftir
stærð fyrir einstaka landshluta, sé skilyrðum fullnægt um
fjölda í hverjum flokki.
Töflur 8-10 sýna fjölda gistinátta, gestakoma og meðal
dvalarlengd í annarri tegund gistingar en hótel eða
gistiheimili. Með annarri tegund er átt við heimagistingu,
sumarhús, farfuglaheimili, svefnpokagistingu, tjaldsvæði
og skála.
Tafla 11 hefur að geyma upplýsingar um gistinætur á
heimagististöðum og í sumarhúsum. Arið 1995 var fyrst
hægt að áætla heildartölur á heimagististöðum á lands-
byggðinni og árið 1996 einnig á höfuðborgarsvæðinu.
Sumarhúsagisting var talin með heimagistingunni þar sem
eigendur heimagististaða voru ósjaldan með eitt eða fleiri
sumarhús auk heimagistingarinnar og erfiðlega gekk að
fá gistingu í sumarhúsum sundurliðaða frá hinni hefð-
bundnu heimagistingu. Arið 1996 þótti sýnt að sumar-
húsagisting væri á mörgum stöðum svo umfangsmikil að
hana yrði að sundurliða sérstaklega. Því var farin sú leið
við töfluhluta
að flokka sérstaklega sumarhúsa- eða smáhýsahverfi þar
sem sumarhúsin eru a.m.k. þrjú og gisting í sumarhúsum
mun umfangsmeiri en í heimagistingunni ef hún er fyrir
hendi. Til að auðvelda samanburð við fyrra ár eru niður-
stöðurnar fyrir heimagistingu og sumarhús lagðar saman
í töflunni og einnig sundurliðaðar fyrir hvora tegund um
sig.
• Töflur 12 og 13 innihalda upplýsingar um fjölda gistinátta
á farfuglaheimilum. I fyrri töflunni er gistinóttum skipt
eftir mánuðum og rikisfangi, þar er einnig sýnd hlutfallsleg
skipting eftir ríkisfangi. I seinni töflunni er gistinóttum
skipt eftir landshlutum. Suðurnesjum og Vesturlandi var
slegið saman svo og Vestfjörðum og Norðurlandi vestra
þar sem farfuglaheimili á þessum svæðum eru of fá til að
hægt sé að birtar sundurliðaðar tölur fyrir hvert landsvæði
fyrir sig.
• Töflur 14 og 15 innihalda upplýsingar um gistinætur á
svefnpokagististöðum Tölur ársins 1996 eru heildartölur.
Fyrir árin 1994 og 1995 eru birtar skráðar gistinætur en
þá voru skýrsluskil ekki nægilega góð til að hægt væri að
áætla heildartölur. Engar gistinætur eru skráðar fyrir
tímabilið október til desember.
• Töflur 16-17 eru um tjald- og skálagistingu. Þær ná til
áranna 1995 og 1996. Árið 1994 var ekki hægt að áætla
heildartölur og er því sleppt hér þar sem tölurnar eru hvort
eð er ekki sambærilegar við árin 1995 og 1996.
• Töflur 18-20 hafa að geyma upplýsingar um gistinætur,
gestakomur og meðal dvalarlengd í öllum tegundum
gistingar samanlagt. Árið 1996 eru heildartölur fyrir allar
tegundir gistingar. Árið 1995 eru heildartölur fyrir allar
tegundir gistingar nema svefnpokagistingu og heima-
gistingu á höfuðborgarsvæðinu og er heildarfjöldi gisti-
nátta hér þvf nokkuð lægri en kemur fram í yfirliti 16 hér
að framan.
• I töflum 21 og 22 er að finna upplýsingar frá Utlendinga-
eftirlitinu um fjölda ferðamanna til landsins.
• Tafla 23 sýnir gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum
og útgjöld íslendinga erlendis.