Útvegur - 01.09.2002, Síða 17
Aðferðir og hugtök
15
1. Aðferðir og hugtök
1. Methods and concepts
Hagstofa íslands gefur nú út ársritið Útveg í fjórða sinn. Að
þessu sinni er gerð grein fyrir sjávarútveginum á árinu
2001. Grunnskipulag Úh’egs 2001 er það sama og í Útvegi
2000. Leitast er við að hafa samspil texta, mynda og taflna
þannig úr garði gert að ritið sé í raun ársskýrsla um sjávar-
útveg sem innhaldi helstu lykilupplýsingar. Itarlegri
vitneskja, t.d. um einstaka verkunarstaði, er að finna á sam-
nefndum geisladiski og á heimasíðu Hagstofunnar. Þess er
vænst að ritið nýtist áhugamönnum um íslenskan sjávar-
útveg, jafnt leikum sem lærðum.
1.1 Heimildir
1.1 Sources
Megnið af þeim tölum sem birtar eru í ritinu eru fengnar úr
vigtarskýrslum og ráðstöfunarskýrslum og annast Fiskistofa
söfnun þeirra. Öllum fiskkaupendum og/eða fiskverkendum,
þ.m.t. fiskmörkuðum og vinnsluskipum ber skylda til að
skila Fiskistofu útfylltum vigtar- og ráðstöfunarskýrslum
fyrir hvem mánuð ársins, sbr. 2. mgr. 12. gr. laga nr. 57/
1996. Fiskistofa skráir og yfirfer skýrslumar og sendir
niðurstöður þeirra til Hagstofunnar til frekari úrvinnslu.
Vigtarskýrslur innihalda upplýsingar um aflakaup. Þar
kemur m.a. fram nafn fiskkaupanda, númer skráningar o.fl.
ásamt öllum nauðsynlegum upplýsingum um keyptan afla,
svo sem fisktegund, stærðarflokkun, gæðaflokkun, magn
og verð. Ein skýrsla er gerð fyrir hvert skip sem keypt er af
og nær skýrslan í flestum tilfellum yfir mánaðarviðskipti
fiskkaupandans við skipið, tilgreind eftir dögum. Fiskkaup-
andi útbýr vigtarskýrsluna og sendir Fiskistofu sem sér um
skráningu hennar. Vigtarskýrslur eru sendar rafrænt eða
eftir hefðbundnum leiðum.
Við opinbert eftirlit sjávarafurða er leitast við að fylgja
afla eftir, allt frá því að hann er veiddur og þar til búið er að
vinna hann og afurðirnar komnar í hendur kaupenda. Hluti
af eftirlitinu felst í því að fylgjast með vinnslu afla og
myndun afurða hjá framleiðendum. I núverandi skipulagi
fer þetta eftirlit þannig fram að framleiðendur (aflakaup-
endur) senda Fiskistofu skýrslu um ráðstöfun afla.
Ráðstöfunarskýrslur eru sendar Fiskistofu mánaðarlega.
Greint er frá afla sem var til ráðstöfunar í hverjum mánuði
og hvernig honum var ráðstafað. Afli til ráðstöfunar saman-
stendur af birgðum í upphafi tímabils ásamt fiskkaupum
samkvæmt vigtarskýrslum. Afli til ráðstöfunar er annað
hvort unninn eða seldur óunninn. Því verður það aflamagn
sem til ráðstöfunar er að vera jafnt því aflamagni sem er
verkað eða selt óunnið. Ráðstöfunarskýrsla sýnir hvaða
verkun aflinn fær. Hins vegar er ekki hægt að sjá á ráð-
stöfunarskýrslu hvaða afurðir verða til hjá framleiðendum.
f stuttu máli veita vigtarskýrslumar upplýsingar um allan
afla upp úr sjó en ráðstöfunarskýrslurnar segja til um
vinnsluaðferð hans.
Fjölmargar upplýsingar sem birtast í Utvegi eru frá
Hagstofu Islands, t.d. upplýsingar um starfsfólk í sjávar-
útvegi og tölur um útflutning. Skipaskrá Siglingastofnunar
íslands er notuð við gerð taflna um fiskiskipastólinn,
Landssamband smábátaeigaenda leggur til upplýsingar um
grásleppuafla og Matvæla- og landbúnaðarstofnun
Sameinuðu þjóðanna (FAO) gögn um heimsafla og skiptingu
hans eftir löndum og veiðisvæðum. Alþjóða hafrannsóknar-
ráðið (ICES) veitti upplýsingar um veiðar erlendra skipa
við ísland. Eins og fyrr sagði varðveitir Fiskistofa
ráðstöfunar- og vigtarskýrslur. Upplýsingar um fjármuna-
myndun og fjármunaeign í veiðum og vinnslu eru fengnar
frá Þjóðhagsstofnun.
1.2 Skýringar
1.2 Explanatory notes
Allur afli í ritinu er umreiknaður í óslægðan afla (fisk upp
úr sjó) og skiptir þá ekki máli í hvaða ástandi honum er
landað. Reiknistuðlar fyrir ákveðnar fisktegundir eru gefnir
upp í töflu 1.1. aftar í þessum kafla. Verðmætatölur eru
vergar (brúttótölur) nema annað sé tilgreint. Afli sem seldur
er á markaði, hvort heldur sem er innanlands eða utan, er
tilgreindur á söluverði. Verðmæti selds afla erlendis miðast
við gengi á söludegi.
Kafli 2 fjallar um fjármunamyndun í sjávarútvegi. Fjár-
munamyndun er skilgreind sem eignfærð útgjöld fyrirtækja
og opinberra aðila en fjármunaeign sýnir verðmæti fram-
leiðslufjármuna í lok hvers árs. Upplýsingar um fjármuna-
myndun og fjármunaeign eru fengnar frá Þjóðhagsstofnun.
Þriðji kafli, um vinnuafl í sjávarútvegi, er að öllu leyti
unninn upp úr vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar. I
kaflanum koma fram upplýsingar um fjölda starfandi,
starfsaldur, vinnustundirog stéttarfélagsþátttöku starfsfólks
í atvinnugreininni sjávarútvegi. Með sjávarútvegi er bæði
átt við fiskveiðar og fiskvinnslu. Litið er svo á að við fisk-
veiðar starfi bæði sjómenn sem og þeir sem starfa í landi við
útgerð. Meðfiskvinnsluerátt við vinnslu ílandi. Fiskvinnsla
um borð í fiskiskipum telst því til fiskveiða. Fjöldi starfandi
í sjávarútvegi er áætlaður heildarfjöldi starfandi manna.
Vinnustundir eru unnar klukkustundir. Með starfsaldri er
átt við tímann frá því fólk hóf störf í tilgreindu fyrirtæki
fram til viðmiðunarmánaðar. Með stéttarfélagi er átt við við
hagsmunafélag launþega sem á sjálfstæða aðild að
kjarasamningi í samræmi við lög um stéttarfélög og vinnu-
deilur (nr. 80/1938) og lög um opinbera starfsmenn (nr. 94/
1986). Svarendur í vinnumarkaðsrannsókn eru sjálfir látnir
meta hvort þeir séu félagsmenn í stéttarfélagi eða ekki og
þannigermæld stéttarfélagsþátttaka. Viðmiðunarvika byrjar
á laugardegi og er síðasta heila vikan áður en viðtal fer fram.
I fjórða kafla er fjallað um fiskiskipastól Islendinga.
Fiskiskipastóllinn samanstendur af opnum fiskihátum,
vélskipum og togurum. Opnir fiskibátar eru fiskibátar sem
ekki eru með heilt, vatnsþétt þilfar. Þilfarsskip eru skip sem
eru smíðuð með heilt, vatnsþétt þilfar stafna á milli sem
aðeins errofið með vatnsþéttum yfirbyggingum. Þilfarsskip