Útvegur - 01.09.2002, Page 19
Aðferðir og hugtök
17
hvemig aflanum er landað, í hvaða ástandi aflinn er og til
hvaða nota hann er ætlaður. Löndunartegundir eru eftir-
farandi:
• Til vinnslu innanlands. Utgerð selur aflann beint til
vinnslustöðvar.
• I gáma til útflutnings. Afla er landað ferskum í gám sem
sendur er til útlanda.
• Landað erlendis til brœðslu. Afla er landað erlendis þar
sem hann fer til bræðslu.
■ Sjófryst. Afli sem er frystur um borð.
• Sjófryst til endurvinnslu innanlands. Afli sem er sjófrystur
en fer síðan til endurvinnslu innanlands.
• A markað til vinnslu innanlands. Afli sem seldur er í
gegnum uppboðsmarkað innanlands og er unninn innan-
lands.
• A markað, í gáma til útflutnings. Afli sem seldur er í
gegnum uppboðsmarkað innanlands og fer síðan í gám til
útflutnings (og er unninn í útlöndum).
• Sjósaltað. Afli sem er saltaður um borð.
• Selt úr skipi erlendis. Skip sigla sjálf og selja aflann
erlendis.
Greint er á milli vinnslutegunda eftir vinnsluaðferð aflans
innanlands og eftir flutningsaðferðinni við að koma honum
í vinnslu erlendis. Vinnslutegundir eru eftirfarandi:
• Landfrysting. Afli er frystur í vinnslustöð.
• Sjófrysting. Afli er frystur um borð.
• Söltun. Afli er saltaður í vinnslustöð.
■ Hersla. Afli er hertur til útflutnings (skreið).
• Brœðsla. Afli er unninn í mjöl og lýsi.
• Niðursuða. Afli er niðursoðinn í niðursuðuverksmiðju.
■ Reyking. Afli er reyktur.
• Innanlandsneysla. Afli fer til neyslu innanlands.
• Útfluttflatt. Afli er flattur og fluttur út ferskur í gámum.
■ Isfiskur. Afli sem landaður er í erlendri höfn (úr skipinu
sem veiddi hann).
• Gámar. Ferskur afli sem sendur er til útlanda í gámum og
er seldur þar.
• Isað í flug. Ferskur afli sem sendur er til útlanda með
flugi, heill eða í flökum.
í töflu 6.10 koma fyrir eftirfarandi tegundir ráðstöfunar,
þar sem greint er á milli ráðstöfunar landaðs afla eftir
tegund löndunar:
• Verkað innanlands. Afli sem er verkaður innanlands er
samtala afla sem er landaður „til vinnslu innanltuids" og
afla sem fer á „markað til vinnslu innanlands".
• Þar af í heimahöfn. Hér er átt við afla sem verkaður er
innanlands en er landaður og unninn í heimahöfn. Með
heimahöfn er átt við heimahafnir skipanna sem landa
aflanum. Við útreikning á þessum afla er tekið tillit til
tilfærslu skipa milli hafna með því að reikna aflann fyrir
hvem mánuð ársins.
• Landað unnið. Afli sem er landaður unninn er samtala
afla sem landaður er „sjófrystur“, „sjófrystur til endur-
vinnslu innanlands" og “sjósaltaður”.
• Landað erlendis. Afli sem er landaður erlendis er samtala
afla sem er „seldur úr skipi erlendis“ og afla sem er
„andað erlendis til bræðslu“.
• Gámafiskur. Gámafiskur er afli sem landaður er „í gáma
til útflutnings" og afli sem fer „á markað, í gáma til
útflutnings".
í 5. kafla er afla íslenskra fiskiskipa skipt niður á kvóta-
flokka skipanna. Kvótaflokkamir eru skilgreindir í lögum
nr. 38/1990 um stjóm fiskveiða. Flokkamir eru: togarar,
skip með aflamark, smábátar með aflamark, þorskafla-
hámarksbátar, línu- og handfærabátar, handfærabátar,
smábátar með sóknardaga og krókaaflamarksbátar.
Ósamræmi er milli einstakra taflna um afla í fimmta og
sjötta kafla. Þetta stafar af því að töflurnar eru unnar úr
tveimur meginskrám (vigtarskýrslum og ráðstöfunar-
skýrslum).Mismunurmilliþessaratveggjaskráaertæknilegs
eðlis og má segja að hann stafi af eftirfarandi:
a) í ráðstöfunarskýrslunum er miðað við vinnslustað en
ekki löndunarstað afla. Þegar fyrsti kaupandi fisks selur
hluta aflans í annað sveitarfélag kemur fram misræmi
milli gagna úr vigtarskýrslum og ráðstöfunarskýrslum.
Dæmi: Vinnslustöð í Grindavík kaupir 10 tonn af bát.
Þau viðskipti eru skráð á kaupandann í Grindavík. Ef
hann selur síðan t.d. vinnslustöð í Keflavík 2 tonn af
þessum afla, skráist vinnslan á þessum tveimur tonnum í
Keflavík. Þetta hefur í för með sér að í ráðstöfunarskýrslu
er skráður afli bæði í Grindavík (8 tonn) og í Keflavík (2
tonn). Viðskiptin milli upphaflegs kaupanda og báts (10
tonn) sem fram koma í vigtarskýrslu eru hins vegar
eingöngu skráð í Grindavík.
b) Hafi afla ekki verið ráðstafað í ákveðna vinnslu er hann
talinn til birgða um mánaðamót. Þvíkemur fram mismunur
milli þessara skráa í samanburði á mánuðum og stafar það
af birgðabreytingum.
c) Tilfærsla milli tegunda getur orðið við að afli er ekki
vandlega tegundagreindur. Við vigtun koma stundum í
ljós tegundir sem ekki eru skráðar í viðskiptum báts og
stöðvar. Oftast er um óverulegt magn að ræða.
d) í einstaka tilfellum verður rýmun á magni frá frumsölu til
vinnslu.
e) Afli er í flestum tilfellum skráður í tonnum og verð í
þúsundum króna. Einhver munur kemur fram þegar tölur
eru hækkaðar eða lækkaðar í næstu heilu tölu.
í 7. kafla er gerð grein fyrir útflutningi sjávarafurða.
Upplýsingar um útfluttar sjávarafurðir koma frá Utanríkis-
verslun Hagstofunnar. Þar hefur verið unnið að endurskoðun
og breytingum á því flokkunarkerfi sem lagt er til gmndvallar.
Tölur yfir útflutning sem birtar eru í Utvegi eru hinar sömu
og Utanríkisverslun Hagstofunnar birtir. Samkvæmt þessari
flokkun eru niðursoðnar sjávarafurðir nú flokkaðar sem
iðnararvara. Þessi endurskoðun þýðir að töflur 7.4 og 7.5 (á
geisladiski) innihalda ekki upplýsingar um sjávarafurðir í
loftvörðum umbúðum. Einnig gildir að upplýsingar um árin
2000 og 2001 í töflu 7.3, myndum 7.1 - 7.3 og mynd 7.9, eru
unnar skv. þessari breyttu skilgreiningu. Fyrir þá sem
kynnu að sakna þess að niðursoðnar sjávarafurðir eru
undanskildar, skal bent á að í töflum 7.1 og 7.2 er sérstakur
dálkur þar sem gerð er grein fyrir magni og virði niðursoðinna
afurða aftur til ársins 1979. Samtölurþessarrataflnaeruþví
aðrar, en í töflum 7.3 - 7.5, fyrir árin 2000 til 2001. Stefnt
er að því að flokka eldri gögn með þessari nýju aðferð og
verða töflur þá endurskoðaðar m.t.t. þess. Sem nýmæli í