Útvegur - 01.09.2002, Page 43

Útvegur - 01.09.2002, Page 43
Afli og aflaverðmæti 41 5. Afli og aflaverðmæti 5. Catch and catch value Heildarafli íslenskra skipa árið 2001 reyndist vera rétt tæpar 2 milljónir tonna sem er litlu meiri afli en á árinu 2000, munurinn er um 6.400 tonn sem er 0,3% aukning. Þetta er nokkuð frá metveiðinni 1997 þegar 2,2 milljónir tonna veiddust, en samt vel yfir meðaltali síðustu 10 ára sem er um 1.700.000 tonn. Þrátt fyrir svipað heildarmagn þá urðu nokkrar sveiflur í aflamagni einstakra tegunda og tegundaflokka. Botnfiskafli varð 438.251 tonn og dróst saman um tæp 27.000 tonn eða 5,7% og er þetta annað árið í röð þar sem botnfiskafli dregst saman. Þorskafli jókst lítilsháttar og var 240.000 tonn, aukning um tæp 1.700 tonn eða 0,7%. Ý suafli dróst hins vegar saman um 4,5% og ufsaafli um 3,1%. Karfaafli dróst meira saman eða um tæpt 21.000 tonn sem lætur nærri að vera 30% samdráttur í magni. Veiði á úthafskarfa dróst einnig saman um tæplega 2.800 tonn eða um 6,2%. Nokkur aflaaukning varð á steinbíti annað árið í röð, alls veiddust tæplega 18.000 tonn samanborið við 15.000 tonn á árinu 2000 og nemur aukningin 19,3%. Aukning varð á flatfiskafla en á árinu 2001 veiddust 32.585 tonn samanborið við 29.671 tonn sem er tæplega 3.000 tonna magnaukning og tæplega 10% hlutfallslega. Aukning varð á afla vel flestra tegunda nema skarkola og þykkvalúru. Þannig jókst lúðuaflinn um tæp 100 tonn (19,5%), grálúðuaflinn um 1.500 tonn (10%) og sandkolaafli um rúmlega 1.300 tonn ( 45%). Uppsjávarafli jókst um 2% eða rúm 29.000 tonn og varð 1.468.497 tonn. Mikill samdráttur varð á veiði úr norsk- íslenska síldarstofninum, alls minnkaði aflinn um rúm 108.000 tonn (58,2%) en afli úr sumargotsstofninum var nánast sá sami og á árinu 2000 eða 101.000 tonn. Aukning á kolmunnaafla vegur nærri upp samdráttinn í síldveiðunum því hann jókst um 106.000 tonn (40,9%) en alls veiddust rúmlega 365.000 tonn af kolmunna. Loðnuveiðin jókst einnig, alls veiddust 918.000 tonn á móti 884.000 tonnum árið áður. Þrátt fyrir aukningu um rúm 33.000 tonn þá dróst hinsvegar saman það magn sem náðist að vinna af loðnuhrognum, 6.000 tonn náðust en það er 1.500 tonnum minna magn en á árinu 2000. Eftir samdrátt á árunum 1999 og 2000 þá eykst skel- og krabbadýraafli á árinu 2001. Heildaraflinn varð 46.820 tonn og jókst um rúm 600 tonn frá árinu 2000. Mest munar hér um stóraukinn afla á kúfiski því alls veiddust um 7.500 tonn, samanborið við tæplega 1.600 tonna afla á árinu 2000. Þá jókst humarafli um 189 tonn (15,4%) þegar 1.420 tonn fengust og er það umtalsvert þegar verðmæti humars er haft í huga. Afli annarra skel- og krabbadýra dregst aftur á móti saman. Rækjuaflinn varð tæp 31.000 tonn og minnkaði um 2.800 tonn (8,2%). Rækjuafli hefur farið minnkandi frá árinu 1998. Hörpudisksaflinn varð 6.500 tonn og minnkaði um rúm 2.500 tonn (28,4%) frá árinu 2000. Á mynd 5.1, sem sýnir heildarafla Islendinga 1981- 2001, sést glöggt að aflinn sveiflast nokkuð á þessu tímabili en er þó yfirleitt um eða yfir 1,5 milljónir tonna nema á árunum 1982-1983 og árinu 1991 þegar loðnuveiðar brugðust. Síðustu tvö ár hefur aflinn verið nærri tvær milljónir tonna. Einnig sést hver þróunin hefur verið á veiðum íslenskra skipa á fjarlægum miðum. Þær jukust jafnt og þétt á árunum 1993-1996 en fóru minnkandi á næstu þremur árum þar á eftir. Nokkuð stökk varð í afla af fjarlægum miðum á árinu 2000 þegar rúm 90.000 tonn komu þaðan. Á árinu 2001 var Mynd 5.1 Heildarafli íslenskra fiskiskipa 1981-2001. Afli af öllum miðum Figure 5.1 Total catch oflcelandic vessels 1981-2001. Catch from all fishing grounds g|j Fjarlæg mið Distant grounds [~[ íslandsmið Iceland grounds
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224
Page 225
Page 226
Page 227
Page 228
Page 229
Page 230
Page 231
Page 232
Page 233
Page 234
Page 235
Page 236

x

Útvegur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Útvegur
https://timarit.is/publication/1384

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.