Útvegur - 01.09.2002, Qupperneq 47
Afli og aflaverðmæti
45
1.985 tonn árið 1999. Afli af fjarlægum miðum erþví nærri
2,5% heildarþorskaflans.
Þorskafli af Islandsmiðum jókst ár frá ári 1984-1987 og
komst í 390 þús tonn það ár. Á árunum 1988-1995 dróst
aflinn aftur á móti jafnt og þétt saman og var aflamagnið
árið 1995 orðið tæpur helmingur þess sem það var árið
1987. Milli áranna 1995 og 1999 jókst þorskaflinn á nýjan
leik og var aukningin hlutfallslega nokkuð mikil. Aukningin
var mun meiri milli áranna 1997-1998 en milli áranna
1996-1997 (12%) og áranna 1998-1999 (7%) eða rúm
19%. Samdrátturinn sem varð í þorskafla milli áranna 1999
og 2000 (10,4%) var því nokkuð bakslag á annars jákvæðri
þróun þorskafla af Islandsmiðum árin á undan.
Verðmæti þorskaflans í heild (af öllum miðum) var um 30
milljarðarkrónaárið 2001, samanborið við um 25,7 milljarða
kr. árið 2000. Aukningin er því 17% eða um 4,4 milljarðar
kr. Verðmæti þorsks af íslandsmiðum var 29,2 milljarðar
árið 2001 en 25,2 milljarðar árið 2000. Verðmætaaukning
af Islandsmiðum er 4 milljarðar kr. eða um 15,7%. Þessi
verðmætaaukning milli ára er umtalsverð þegar haft er í
huga að aflasamdráttur upp á 276 tonn (0,1%) varð á milli
ára.
Meðalverð á þorski af íslandsmiðum til útgerðar var
124,56 kr. á kíló á árinu 2001 og er þá tekið tillit til allra
tegunda viðskipta, þ.e. hvort heldur fiskurinn er ferskur,
frosinn, seldur beint á markað o.s.frv. Þetta er rúmlega 17
kr. hærra verð á kíló en fékkst fyrir þorsk á árinu 2001. Á
mynd 5.8 sést meðalverð þorsks eftir mánuðum árið 2001
skipt niður eftir beinni sölu, útfluttum í gámum eða seldum
á markaði.
Á yfirliti 1 sést verðþróun þorskafla síðustu þriggja ára í
beinum viðskiptum, gámaviðskiptum og á innlendum
mörkuðum. Þar kemur fram að hlutur beinna viðskipta með
þorsk fer vaxandi, eykst um 1,5 prósentustig á milli áranna
2000 og 2001 og verðið hækkaði um 14,5%. Þetta er mun
meiri hækkun en á árinu 2000 en ámóta mikil hækkun og
varð á árinu 1999.
Gámaviðskipti sem hafa verið að aukast síðustu ár, jukust
eining á árinu 2001, og fóru þau yfir 8.200 tonn en voru tæp
7.600 tonn á árinu 2000. Hlutdeild gámaviðskipta af
ráðstöfun þorskafla var 3,5% á árinu 2001 og hækkar úr
3,2% frá árinu 2000. Verðhækkun þorsks í gámaviðskiptum
á árinu 2001 nam 13,7% en var einungis 2,4% á árinu 2000.
Innlendir markaðir hafa undanfarin þrjú ár sýslað með
fimmtung alls þorsks og á árinu 2001 nam magnið nærri
48.000 tonnum. Nokkuð hærra verð fékkst fyrir þorsk á
innlendum fiskmörkuðum á árinu 2001 og er verðbreytingin
frá fyrra ári 26%. Að meðaltali fengust 156 krónur fyrir
þorskkíló á innlendum fiskmörkuðum á árinu 2001, 201 kr/
kg á erlendum fiskmörkuðum en 92 kr/kg fengust í beinum
viðskiptum
Mest veiddist af þorski í botnvörpu eða 41,9% aflans af
Islandsmiðum árið 2001. Hlutur botnvörpu í þorskveiði
hefur því verið að minnka, þannig var hann 44% árið 2000
og 48% árið 1999. Hlutur botnvörpu í þorskveiðum hefur
alltaf verið stór, nærri 60% árið 1991, sem var svipað og
árin þar á undan. Árið 1992 fór hlutur botnvörpu niður fyrir
50% og hefur ekki síðan náð því marki eins og sést á mynd
5.9, en þetta hlutfall endurspeglast mjög vel af aflabrögðum
hvers árs því botnvarpa er það veiðarfæri sem afkastamesti
hluti fiskiskipaflotans notar.
Línuveiðar drógust saman á árinu 2001. Alls voru 20%
þorskaflans veidd á línu en var 21,4% á árinu 2000. I net
voru veidd 23% þorskaflans og hefur hlutfall neta farið
vaxandi á síðustu tveimur árum en tæpt 21% aflans var
tekinn í net á árinu 2000 en 19% á árinu 1999. Dragnót
eykur sína hlutdeild í þorskveiðunum um tæpt prósentustig
því 7,2% þorsks veiddust í dragnót á árinu 2001 en 6,3% á
árinu 2000.
Mynd 5.8 Meðalverð þorsks eftir mánuðum 2001
Figure 5.8 Average price of cod by monlhs in 2001