Útvegur - 01.08.2003, Síða 17

Útvegur - 01.08.2003, Síða 17
Aðferðir og hugtök 15 Til vinnslu innanlands. Útgerð selur aflann beint til vinnslustöðvar. I gáma til útflutnings. Afla er landað ferskum í gám sem sendur er til útlanda. Landað erlendis til brœðslu. Afla er landað erlendis þar sem hann fer til bræðslu. Sjófryst. Afli sem er frystur um borð. Sjófryst til endurvinnslu innanlands. Afli sem er sjófrystur en fer síðan til endurvinnslu innanlands. A markað til vinnslu innanlands. Afli sem seldur er í gegnum uppboðsmarkað innanlands og er unninn innan- lands. A markað, í gáma til útflutnings. Afli sem seldur er í gegnum uppboðsmarkað innanlands og fer síðan í gám til útflutnings (og er unninn í útlöndum). Sjósaltað. Afli sem er saltaður um borð. Selt úr skipi erlendis. Skip sigla sjálf og selja aflann erlendis. Aðrar löndunargerðir. Aðrar löndunartegundir en þœr sem eru hér áður upp taldar. Greint er á milli þeirra veiðaifœra sem notuð eru til að ná aflann. Veiðarfæragerðir eru eftirfarandi: Lína. Samanstendur af lóð, taumum og önglum sem eru oftast beittir með síld, smokkfisk eða loðnu. Ymist er lóðin handbeitt eða vélbeitt og fjöldi öngla í hverri lögn getur skipt tugum þúsunda. Lína er mest notuð við veiðar á botnfiski. Net. Net eru ferkantaðir netveggir sem liggja lóðrétt í sjónum og afmarkast af flotteini og blýteini og brjóstlínu á milli þeirra. Net eru bundin saman í trossur. Net eru einkum notuð við veiðar á botnfiski. Handfœri. Handfæri samanstendur af rúllu, færi, slóða og sökku. Með taumum eru svo festir allt að átta krókar á slóðann. Handfærarúllur eru í dag rafdrifnar og tölvu- stýrðar. Við handfæraveiðar er aflinn einkum þorskur, ýsa, ufsi, karfi og steinbítur. Dragnót. Við dragnótaveiðar er lagt út tóg (600-2000 m) og er keyrt út í hring. Við tógendann festist dragnótin, rennur út og er þá lagt út annað jafnlangt tóg og hringnum lokað. Endi tógsins sem fyrst var lagt út er tekinn upp í skipið, svo er togað og að endingu er híft. Dragnót saman- stendur í grunninn af tveimur vængjum, undir- og yfir- byrði, belg og poka en hefur engan búnað til að viðhalda opnun líkt og troll. I dragnót fæst flatfiskur og botnfiskur. Botnvarpa. Vörpur eða troll em trektlaga netpokar sem dregnir em lárétt í sjónum. Net botnvörpunnar er gert úr efra og neðranetbyrði sem saumuð em saman áhliðunum. Netið skiptist í vængi, þak, belg og poka. Botnvörpunni er haldið opinni með toghlemm og er hún dregin með togvífum sem eru 1000-3000metra langir. Til að hlífa undirbyrði vörpunnar við botninum er notuð fótreipi eða bobbingar. Einkum botnfiskur og flatfiskur veiðist í botnvörpu. Flotvarpa. Flotvarpa er hönnuð til að veiða miðsævis og er þar að lútandi nokkuð frábmgðin botnvörpu að gerð. Ekki þarf fótreipi eða bobbinga og hlerarnir em gerðir til að svífa miðsævis. Dýpt flotvörpu í drætti er stjómað með stóru lóði ásamt dráttarhraða og víralengd. I flottroll fæst þorskur, karfi og uppsjávartegundir eins og loðna, síld og kolmunni. • Humarvarpa. Botnvarpa sem gerð er til að veiða humar. A humarvörpum er notast við þungt fótreipi svo varpan haldist þétt við botninn. • Nót. Nót, einnig nefnd hringnót, er netgirðing sem lögð er í hring utan um torfu af uppsjávarfiskum. Efri brún netsins er þakin floti sem fleytir netinu við yfirborðið en neðri teinn netsins er þyngdur niður með blýsökkum. A neðri teininn eru festir snurpuhringir og í gegnum þá er þræddur vír sem notaður er til að loka netinu. • Rœkjuvarpa. Botnvarpa sem er gerð til að veiða rækju. • Hörpudiskplógur. Þessi gerð plógs er samsett úr haus, poka og lokunarbúnaði. A hliðum haussins em hjól úr jámi og öxull á milli þeirra. Heildarbreidd plógsins er um 2,5 m en sjálft opið nokm minna og um 70 cm hátt. Pokinn sem geymir skelina er gerður úr hringamottu úr jámi. Plógurinn er samhverfur þannig að sama er hvernig hann snýr þegar hann lendir á botninum. • Kúfiskplógur. Þessi plóggerð er gerð úr jámgrind sem sem á eru fest tvö skíði en á milli þeirra er tönn sem stendur um 15 cm niður úr plógun og vísar fram. Fremst á plógnum liggur rör þvert fyrir framan hann og á rörinu er fjöldi stúta. Þetta rör tengist barka sem liggur upp í veiðiskipið. Um þennan barka er sjó dælt niður með þrýstingi sem þyrlar upp sandi sem annars hylur kúskelina á botninum. Skelin lendir svo í poka úr jámhringum. ■ Beitukóngsgildra. Um er að ræða plasttunnu sem er 46 cm á hæð og 40 cm í þvermál. Gildran er alsett smáum götum, á botni hennar er jámplata en að ofan er henni lokað með strekktu neti. A miðju netinu er um 10 cm gat sem beitukóngurinn fer inn um. I gildrunni er svo komið fyrir götóttu plastboxi þar sem komið er fyrir beitu, oftast sfld. Allt að 150 gildrur eru festar saman í trossu en algengt er að hver bátur hafi 1000-1500 gildrur í sjó og er vitjað um 500 til 800 þeirra á hverjum degi. • Önnur veiðarfœri. I þennan flokk er skráður afli sem fæst í önnur veiðarfæri en þau sem upp eru talin hér á undan. Greint er á milli vinnslutegunda eftir vinnsluaðferð aflans innanlands og eftir flutningsaðferðinni við að koma honum í vinnslu erlendis. Vinnslutegundir eru eftirfarandi: • Landfrysting. Afli er frystur í vinnslustöð. • Sjófiysting. Afli er frystur um borð. • Söltun. Afli er saltaður í vinnslustöð. • Hersla. Afli er hertur til útflutnings (skreið). • Brœðsla. Afli er unninn í mjöl og lýsi. • Niðursuða. Afli er niðursoðinn í niðursuðuverksmiðju. • Reyking. Afli er reyktur. • Innanlandsneysla. Afli fer til neyslu innanlands. • Útflutt flatt. Afli er flattur og fluttur út ferskur í gámum. • Isfiskur. Afli sem landaður er í erlendri höfn (úr skipinu sem veiddi hann). • Gámar. Ferskur afli sem sendur er til útlanda í gámum og er seldur þar. • Isað í flug. Ferskur afli sem sendur er til útlanda með flugi, heill eða í flökum. I töflu 6.10 koma fyrir eftirfarandi tegundir ráðstöfunar, þar sem greint er á milli ráðstöfunar landaðs afla eftir tegund löndunar:
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180

x

Útvegur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Útvegur
https://timarit.is/publication/1384

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.