Útvegur - 01.08.2003, Page 24
22
Vinnuafl í sjávarútvegi
3. Vinnuafl í sjávarútvegi
3. Labour force in thefishing sector
í þessum kafla er stuðst við upplýsingar úr vinnumarkaðs-
rannsóknum Hagstofu Islands sem framkvæmdar voru á
árinu 2002. Hagstofan hóf gerð reglubundinna rannsókna
á stöðu vinnumarkaðarins árið 1991 og eru þær fram-
kvæmdar tvisvar á ári. Þátttakendur í hverri rannsókn eru
spurðir um atvinnuþátttöku í tiltekinni viku, svokallaðri
viðmiðunarviku1. I úrtökuramma hverrar vinnumarkaðs-
rannsóknar eru allir íslenskir og erlendir ríkisborgarar 16-
74 ára sem skráðir eru í þjóðskrá og eiga lögheimili á Is-
landi. Stærð úrtaksins hverju sinni erum 4.400 einstaklingar.
Svarhlutfall í vinnumarkaðsrannsókn Hagstofunnar hefur
verið nokkuð hátt, eða um 90%. Niðurstöðumar em síðan
heimfærðar á heildarfjölda vinnuafls. Starfandi telst hver sá
svarandi sem vann a.m.k. eina klukkustund í viðmiðunar-
vikunni eða var fjarverandi frá vinnu sem hann er að öllu
jöfnu ráðinn til. Atvinnugreinar eru flokkaðar í samræmi
við Islenska atvinnugreinaflokkun, ISAT 95.
Vegna sérstöðu fiskvinnslu á íslenskum vinnumarkaði er
sú atvinnugrein talin sérstaklega en ekki felld undir annan
iðnað. Fjallað verður annars vegar um fiskveiðar og hins
vegar um fiskvinnslu en orðið sjávarútvegur er notað í
þessum kafla sem samheiti fyrir báðar atvinnugreinamar.
3.1 Fjöldi starfandi fólks við sjávarútveg
3.1 Number of employees in the fishing sector
Rétt er að geta þess að tölur um fjölda starfandi fólks við
fiskveiðar eru miðaðar við áætlaðan heildarfjölda í atvinnu-
greininni fiskveiðar, þ.e.a.s. flokkurinn starfandi fólk við
fiskveiðar inniheldur bæði sjómenn og þá sem starfa í landi
við útgerð. Sú tala sem birtist í þessum kafla er því nokkuð
hærri en tölur um starfandi sjómenn sem birtar voru í Útvegi
fram til ársins 1998. Eins ber að hafa í huga að þeir hópar
fólks sem starfa við sjávarútveg eru hlutfallslega fámennir
og því er áreiðanleiki mælinga ekki eins mikill og í mörgum
öðrum starfsgreinum, þetta getur t.d. leitt til óvenju mikilla
sveiflna milli ára. Þetta á sérstaklega við þegar búið er að
brjóta greinina upp í veiðar og vinnslu. Vinnumarkaðs-
rannóknimar gefar þó ágætis heildarmynd af vinnuafli í
greininni, séu þær skoðaðar í samhengi nokkurra ára.
Mynd 3.1 Vinnuafl í sjávarútvegi 1993-2002
Figure 3.1 Labour force in fishing sector 1993-2002
Sjávarútvegur alls
Fishing sector, total
Fiskveiðar
Fisheries
Fiskvinnsla
Fish processing
Viðmiðunarvikumar eru tvær á hverju ári. Viðmiðunarvika byrjar á
laugardegi og er síðasta heila vikan áður en viðtal fer ffam. Þar sem hver
rannsókn stendur yftr t 10-11 daga er viðmiðunarvikan færð fram á
áttunda degi fyrir þá þátttakendur sem þá em eftir. Venjulega er miðað við
að fyrri viðmiðunarvika sé fyrsta eða önnur vika mánaðar.