Útvegur - 01.08.2003, Síða 25
Vinnuafl í sjávarútvegi
23
Mynd 3.2 Hlutur sjávarútvegs í vinnuafli 1993-2002
Fignre 3.2 Percentage of the labour force in the fxshing sector 1993-2002
Hlutur sjávar-
útvegs í vinnuafli
Percentage of
labour force in the
fishing industry
. Þar af fiskveiðar
Fisheries
Þar af fískvinnsla
Fish processing
Heimild: Vinnumarkaðskannanir Hagstofu íslands. Source: Labour force survey.
Hlutur sjávarútvegs í vinnuafli hefur farið minnkandi ár
frá ári allt frá árinu 1994. Það ár mældist hlutur sjávarútvegs
af heildarvinnuafli 11,6% en árið 2002 mældist þetta hlutfall
7,5%. Alls töldust 11.700 starfa við sjávarútveg á árinu
2002 skv. vinnumarkaðsrannsóknum, 5.300 við fiskveiðar
og 6.400 við fiskvinnslu.
3.2 Vinnustundir, starfsaldur og stéttarfélagsþátttaka
3.2 Hours worked, length of service and trade union
density
Sé tekið mið af öllum atvinnugreinum var meðalfjöldi
vinnustunda árið 2002 um43,0 stundiráviku. I sjávarútvegi
var þetta hlutfall nokkru hærra eða 47,8 stundir á viku, þó
fækkar vinnustundum í sjávarútvegi í viðmiðunarviku
nokkuð frá árinu 2002 og munar þar 4,5 vinnustundum. í
fiskvinnslu vann starfsfólk 42,7 tíma á viku, fækkun um 2,1
vinnustund og í fiskveiðum skilaði starfsfólk 53,9 vinnu-
stundum sem er 6,8 vinnustundum minna en á árinu 2001
Meðalstarfsaldur fólks í sjávarútvegi árið 2002, 7,8 ár,
mældist aðeins undir meðalstarfsaldri í öllum atvinnu-
greinum sem var 8,0 ár. I fiskveiðum var meðalstafsaldur
9,4 ár og í fiskvinnslu var hann 6,4 ár.
Stéttarfélagsþáttaka virðist vera heldur meiri hjá fólki
sem starfar við sjávarútveg en almennt gerist í öðrum
atvinnugreinum. I öllum atvinnugreinum reyndist hún vera
85,4% en í sjávarútvegi var hún 86,2% á árinu 2002, þar af
var hún 82,4% í fiskveiðum en 89,3% í fiskvinnslu.