Útvegur - 01.08.2003, Side 44
42
Afli og aflaverðmæti
Heildaraflaverðmæti til útgerðarinnar nam 77 milljörðum
króna á árinu 2002 sem er 6,2 milljörðum meira en árið 2001
og er þetta aukning um 8,7%. I tonnum talið jókst heildarafli
íslenskra skipa um 147 þúsund tonn eða um 7,4%.
Hér á eftir verður fjallað um afla og aflaverðmæti helstu
tegunda. Stuðst er afla íslenskra skipa af öllum miðum,
nema annað sé tekið fram, og á þetta einnig við um myndir
og töflur.
Mynd 5.6 Verðmæti heildarafla 1991-2002 á verðlagi ársins 2002
Figure 5.6 Value of total catch 1991-2002 in 2002 prices
5.2.1 Þorskur
5.2.1 Cod
Heildarþorskafli íslenskra fiskiskipa árið 2002 var 213.417
tonn og dróst hann saman um 27 þúsund tonn eða 11,1 % frá
árinu 2001. Þorskafli af fjarlægum miðum var tæplega 6
þúsund tonn eða um 2,8% af heildarþorskaflanum. Þar af
reyndist afli úr norskri lögsögu vera 3.666 tonn en 2.284
tonn úr rússneskri lögsögu. Er þetta áþekkur afli og á árinu
2001.
Aflaverðmæti þorsks var 28,7 milljarðar króna á árinu
2002 sem er samdráttur um tæpa 1,4 milljarða króna (4,6%)
frá fyrra ári. Aflaverðmæti þorsks af fjarlægum miðum var
946 milljónir króna samanborið við 888 milljónir króna á
árinu 2001.
Meðalverð á þorski til útgerðar var 134,27 krónur á kíló
á árinu 2002 og er þá tekið tillit til allra tegunda viðskipta,
þ.e. hvort heldur fiskurinn er ferskur, frosinn, seldur beint
á markað o.s.frv. Þetta er nærri 10 krónum hærra verð á
hvert kíló en fékkst fyrir þorsk á árinu 2001.
Hlutur beinna viðskipta með þorsk, þ.e. þeirra viðskipta
sem eiga sér stað þegar útgerð selur afla beint til vinnslu-
stöðvar, jókst um 1,1 prósentustig frá árinu 2001, fór úr
57,5% af heildarviðskiptum í 58,6%. Að meðaltali fengust
110,57 krónur fyrir hvert kíló í beinum viðskiptum og
hækkaði það um 20,1% frá fyrra ári.
Gámaviðskipti með þorsk, sem jukust á milli 2000 og
2001, drógust saman á árinu 2002. Þessi viðskipti námu
tæplega 3.500 tonnum en voru 8.200 tonn á árinu 2001.
Hlutdeild gámaviðskipta af ráðstöfun þorskafla var 1,6% á
árinu 2002 og dróst saman um 1,9 prósentustig frá fyrra ári.
Verð á þorski í gámaviðskiptum lækkaði á árinu 2002 um
2,8% og fengust að meðaltali 195,27 krónur á hvert kfló í
stað 200,83 króna á árinu 2001. A innlendum fiskmörkuðum
voru seld 41.200 tonn sem er 6.700 tonnum minna magn en
á árinu 2001. Markaðsviðkipti með þorsk námu 19,3% af
heildarviðskiptunum og lækkar um 1,1 prósentustig á milli
ára. Á fiskmörkuðum urðu litlar verðbreytingar á þorski á
árinu 2002 eða 1,1% samanborið við ríflega fjórðungs-
hækkun á árinu 2001.