Útvegur - 01.08.2003, Síða 97
Ráðstöfun afla
95
jókst um tæp 3 þúsund tonn (17,9%) frá árinu 2001. Af
síld voru sjófryst 59 þúsund tonn og er það aukning um 34
þúsund tonn á milli ára (135,7%).
A árinu 2002 voru flutt út tæplega 26 þúsund tonn í
gámum sem er ríflega 7 þúsund tonnum minna en á árinu
2001 (21,9%). Einkum er um að ræða botnfisk og í minna
mæli flatfisk. Ríllega 9 þúsund tonn voru flutt út af karfa,
5 þúsund tonn af þorski og 4 þúsund tonn af ýsu. Af skarkola
voru flutt út 1.700 tonn í gámum, 369 tonn af þykkvalúru og
tæplega 300 tonn af grálúðu.
6.1 Þorskur
6.1 Cod
Þorskafli sem ráðstafað var til vinnslu á árinu 2002 var
213.408 tonn. Mestu var ráðstafað til söltunar eða 82
þúsund tonnum (38,5%) en næst mestu var ráðstafað til
landfrystingar eða rúmlega 70 þúsund tonnum (33,0%). Þá
voru tæplega 41 þúsund tonn voru sjófryst (19,1%). Sem
hlutfall af heildarþorskafla þá lækkar hlutdeild söltunar um
4 prósentustig á milli ára, hlutur landfrystingar hælckaði um
5,5 prósentustig en hlutur sjófrystingar var svipaður, lækkaði
um 0,5 prósentustig.
Mynd 6.3 Ráðstöfun þorskafla 1998-2002
Figure 6.3 Processing of cod 1998—2002
s
o
Landfrysting Sjófrysting Söltun ísaður fiskur Gámar Annað
Landfrozen Sea frozen Salted Icedfish In containers Other
□
■
□
1998
1999
2000
2001
2002
Mest var unnið af þorski á Suðumesjum eða 43 þúsund
tonn (20,2%) og lækkar hlutdeild Suðurnesja um 1,7
prósentustig á milli ára. Á Norðurlandi eystra voru unnin
tæplega 39 þúsund tonn (18,6%) og hækkar hlutur þess
landsvæðisum 0,6 prósentustig. Á höfuðborgarsvæðinu
voru unnin 31 þúsund tonn (14,6%) og hækkar hlutur
svæðisins um 0,9 prósentustig. Erlendis voru unnin tæplega
3.600 tonn (1,7%) og lækkarþessi hlutdeild um 2 prósentu-
stig frá árinu 2001.