Útvegur - 01.08.2003, Page 166
164
Heimsafli
9. Heimsafli
9. World catch
9.1 Heimsafli
9.1 World catch
Heimsaflinn á árinu 2001 var 92,4 milljónir tonna og dróst
því saman um rúmar 3 milljónir tonna frá árinu 2000.
Perúansjósa var mest veidda fisktegundin en af henni
voru veiddar 7,2 milljónir tonna en næsta tegund var
Alaskaufsi með rétt rúmar 3,1 milljónir tonna. Þriðja mest
veidda fisktegundin var svo Chilebrynstirtla en af henni
veiddust 2,5 milljónir tonna og jókst aflinn um tæplega
milljón tonn frá árinu 2000. Afli annara fisktegunda nær
ekki 2 milljónum tonna en næst í röðinni er Atlantshafssíldin
með 1.950 þúsund tonn.
Af fisktegundum sem Islendingar veiða þá er síldin í
fjórða yfir mest veiddu fisktegundir árið 2001, kolmunni í
því sjöunda, loðna í níunda en þorskur í þrettánda sæti.
Mynd 9.1 Heimsafli 1996-2001
Figure 9.1 World catch 1996-2001
Árið 2001 veiddu fimmtán mestu fiskveiðiþjóðir heims
64 milljónir tonna eða sem svarar til 69,3% heimsaflans
(mynd 9.2). Islendingar voru í tólfta sæti sæti yfir aflahæstu
þjóðir heims með tæplega 2 milljónir tonna eða 2,1%
heimsaflans. Kínverjar eru sem fyrr mesta fiskveiðiþjóð
heimsmeð 16,5 milljónirtonna(17,9%)árið 2001 samkvæmt
heimildum FAO.
Á árinu 2001 nam heildaraflinn úr Kyrrahafinu 50,5
milljónum tonna sem 60% þess afla sem dreginn var úr sjó
en úr Atlantshafi var aflinn 23 milljónir tonna sem er
rúmlega 27% heildarsjávaraflans. Afli úr innhöfum og
stöðuvötnum var 8,7 milljónir tonna á árinu 2001 sem er
9,4% heimsaflans. Langstærstur hluti þessa afla kemur frá
Asíu eða tæplega 5,8 milljónir tonna.