Sveitarstjórnarkosningar - 01.03.1999, Page 21

Sveitarstjórnarkosningar - 01.03.1999, Page 21
Sveitarstjómarkosningar 1998 19 5. Kjósendatala 5. Voters on the electoral roll Kjósendur á kjörskrá fyrir sveitarstjórnarkosningamar 1998 vom 193.632, eða 70,8% landsmannamiðað við að mannijöldi 1. júní hafi verið 273.300. Karlar á kjörskrá voru 96.396 (49,8%) og konur 97.236 (50,2%), 840 fleiri. Kjósendum fjölgaði um 7.178 ífá síðustu sveitarstjómar- kosningum, eða um 3,8%. Þá var tala þeirra 186.454, sem nam70,l%afíbúatölunni. Kjósenduráaldrinum 18-21 árs, sem höfðu nú í fyrsta sinn aldur til að kjósa í sveitarstjómar- kosningum, voru um 16.800 eða 8,7% kjósenda. Tala kj ósenda á kj örskrá í hverju sveitarfélagi og á hverjum kjörstað er sýnd í töflu 1.12. yfirliti er sýnd tala kjósenda á hvem sveitarstjómarmann og tjölgun kjósenda frá kosning- unum 1994. Þar er miðað við sömu sveitarfélög í hverjum fiokki bæði árin og ræður flokkun þeirra 1998 hvar þau teljast. Norðurlandabúar, sem voru á kjörskrá, voru taldir sérstak- lega í tvö íyrstu skiptin sem þeir höfðu kosningarrétt, 1982 og 1986. Ætlastvartilþessaðtalaþeirrayrðieinnigtilgreind á kosningarskýrslu hvers sveitarfélags við kosningamar 1990-1998, en svo mikill misbrestur varð á því að það væri gert, að samtalning þeirra er marklaus. A kjörskrárstofnum 1998 voru 850 Norðurlandabúar, 547 danskir ríkisborgarar (þar með taldir Færeyingar og Grænlendingar), 37 fínnskir, 164 norskir og 102 sænskir ríkisborgarar. 6. Kosningaþátttaka 6. Participation í sveitarstjómarkosningunum 1998greidduatkvæði 159.187 kjósendur í 122 sveitarfélögum, eða 82,3% af þeim 193.492 sem vom þar á kjörskrá. I tveimur sveitarfélögum, þar sem 140 kjósendur vom á kjörskrá, var einn listi í framboði og hann sjálkjörinn án atkvæðagreiðslu. Greidd atkvæði voru 1.965 færri en í sveitarstjómarkosningunum 1994 og hefur greiddum atkvæðum ekki áður fækkað frá fyrri kosningum eftir að samfelldar tölur urðu tiltækar. Þátttakan 1994 var reyndar óvenjumikil, 86,6%, og hafði hún aðeins einu sinni verið meiri í sveitarstjómarkosningum, 87,8% árið 1974 og jafnmikil, 86,6%, árið 1970. í kosningunum 1986 og 1990 var hún 81,9% og 82,0%. Atkvæði greiddu 78.544 karlar og 80.643 konur, og þær því 2.099 fleiri. Voru karlar 49,3% þeirra sem greiddu atkvæði en konur 50,7%. Var þátttaka karla 81,5% (86,1 % 1994) og kvenna 83,0% (87,1% 1994). Áður var kosninga- þátttaka kvenna ævinlega minni en karla en í sveitarstjórnar- kosningum 1994 og 1998, í alþingiskosningum 1995 og við forsetakjör 1980, 1988 og 1996 hefúr þátttaka kvenna orðið meiri en karla. í töflu 1 er sýnd tala karla og kvenna, sem greiddu atkvæði, og kosningaþátttaka í hverju sveitarfélagi og á hverjum kjörstað. I 2. yfirliti er sýnd kosningaþátttaka karla og kvenna eftir flokkum sveitarfélaga og í sveitarfélögum með 1.000 íbúa og fleiri. Kosningaþátttaka er jafnan minni í óbundnumkosningumenlistakosningum. Þarsemhlutbundin kosning var varð þátttakan 82,6%, en 74,1 % þar sem hún var óbundin. í 3. yfirliti er sýnd tala sveitarfélaga eftir því hve þátttaka var mikil og fjöldi kjósenda á kjörskrá í hverjum flokki. Mest var kosningaþátttaka í sveitarfélögum með 1.000 íbúa og fleiri í Stykkishólmi, 93,7%, á Siglufirði, 92,9%, í Gerðahreppi, 90,9%, Sandgerði, 90,8% og Vesturbyggð, 90,4%, en minnst á Akureyri og í Kópavogi, 77,4%, og í Hafnarfirði og Mosfellsbæ, 79,4%. I sveitarfélögum með 300-999 íbúa þar sem kosning var hlutbundin var þátttaka mest í Tálknafjarðarhreppi, 93,9%, og Raufarhafnarhreppi, 93,7%, en minnst í Eyjafjarðarsveit, 81,8%, og Dalabyggð, 81,9%. I sveitarfélögum með 300-999 ibúa þar sem kosning var óbundin var þátttaka mest í Gnúpverjahreppi, 83,9%, en minnst í Svalbarðsstrandarhreppi, 60,5%, og Grýtubakka- hreppi, 60,6%. I sveitarfélögum með færri en 300 íbúa þar sem kosning var hlutbundin var þátttaka mest í Vestur-Landeyjahreppi, 94,5%, og Austur-Eyjafjallahreppi, 94,1 %, en minnst í Súða- víkurhreppi, 85,6%. í sveitarfélögum með færri en 300 íbúa þar sem kosning var óbundin varþátttakamest í Bólstaðarhlíðarhreppi, 91,1 %, Sveinsstaðahreppi, 87,9%, Kolbeinsstaðahreppi, 87,8%, og í Skeiðahreppi, 87,1%, en minnst í Helgafellssveit, 61,2%, Glæsibæjarhreppi, 61,6%, og í Kirkjubólshreppi, 63,4%. I þeim 122 sveitarfélögum þar sem atkvæðagreiðsla fór fram var þátttaka kvenna meiri en karla í 73 sveitarfélögum, þátttaka karla meiri en kvenna í 48 sveitarfélögum og þátttaka karla og kvenna jöfn í einu sveitarfélagi. Þátttaka karla var mest í Raufarhafnarhreppi, 96,5%, Vestur-Landeyjahreppi, 94,5%, Stykkishólmi, 94,8%, á Siglufuði, 94,4% og í Skútustaðahreppi, 94,2%, og kvenna í Tálknaíjarðarhreppi, 97,5%, Hríseyjarhreppi, 96,2%, Þórshafnarhreppi, 95,8%, og Austur-Eyjafjallahreppi, 95,0%. Minnst var þátttaka karla í Svalbarðsstrandarhreppi, 56,9%, Kirkjubólshreppi, 57,7%, og Grýtubakkahreppi, 58,5%. Þátttaka kvenna var minnst í Helgafellssveit og Vindhælis- hreppi, 57,1%, og í Hvítársíðuhreppi, 60,9%. 7. Atkvæði greidd utan kjörfundar 7. Absentee votes í sveitarstjómarkosningunum 1998 voru 15.877 atkvæði greidd utan kjörfundar, eða 10,5% atkvæða (1994: 9,6%). Karlar nýta sér þessa heimild meira en konur, og við þessar kosningar var tala karla 8.759 eða 11,2% af þeim sem greiddu atkvæði en tala kvenna 7.118 eða 8,8%. Itöflu 1 ersýndtalabréflegraatkvæðaíhverjusveitarfélagi. í 2. yfirliti kemur framhlutfall atkvæða sem greidd hafa verið utan kjörfundar. 8. Frambjóðendur 8. Candidates Fyrir sveitarstjómarkosningar 1998 komu fram 187 fram- boðslistar í 66 sveitarfélögum, en 1994 komu fram 239 framboðslistarí 77 sveitarfélögum. 1 tveimursveitarfélögum, Skorradalshreppi og Kaldrananeshreppi, kom aðeins fram einn listi og varð hann sjálfkjörinn án kosningar, en flestir

x

Sveitarstjórnarkosningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarkosningar
https://timarit.is/publication/1386

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.