Fréttablaðið - 30.10.2019, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 30.10.2019, Blaðsíða 12
Afrekið er ekki síst mikið þar sem við erum með ódýrasta lið deildarinnar hvað launa- kostnað leikmanna varðar. Þá erum við þar að auki með næstyngsta lið deildarinnar. Við erum spennt fyrir þessu verkefni – hvort sem við fáum leik eða ekki. Við munum taka þátt á einn eða annan hátt enda margt sem hangir á spýtunni í kringum svona mót. Við og Færeyjar sjáum fyrir okkur að halda dóm- araráðstefnu, drátt í riðla eða eitthvað álíka. Milos Milojevic á hliðarlínunni í leik með Mjällby á leiktiðinni sem lýkur um næstu helgi en hann hefur komið liðinu upp um tvær deildir. MYND/MJÄLLBY 3 0 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R12 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT FÓTBOLTI Klara Bjartmarz, fram­ kvæmdastjóri KSÍ, segir að draum­ urinn sé að fá leik eða jafnvel leiki á HM kvenna árið 2027 til lands­ ins. Ísland mun að einhverju leyti verða þátttakandi í HM það árið en Klara situr í nefnd sem vinnur að því að koma HM 2027 til Norður­ landanna. Holland, Bandaríkin og Síle eru einnig sögð áhugasöm um að halda mótið sem verður það tíunda í röðinni. „Í Svíþjóð eru margar borgir áhugasamar og eru að keppast um að bjóða betur en nágranna­ borgirnar. Það er mikill áhugi víðs­ vegar um Norðurlöndin en það var mikill einhugur hjá knattspyrnu­ samböndum landanna um að fara í þetta verkefni og þau leggja á þetta mikla áherslu,“ segir Klara. Í gær var haldinn fundur sænska k nat t spy r nu s a mba nd si ns og nefndar Norðurlandaráðs vegna umsóknarinnar um að halda HM í knattspyrnu kvenna 2027. Til að fá leik eða leiki hingað til lands þarf nýr Laugardals­ völlur að vera kominn í gagnið. Klara segir að það gæti verið að hann dygði ekki einu sinni. „Við vitum lítið og vitum ekki hvað við getum lagt til marga velli. Það er ekki víst að allir sem vilja fái leiki. Það skýrist ekki strax. Við erum að sjá hvernig málin þróast með HM 2023. Þar eru sjö þjóðir að sækja um að halda það mót og samkeppnin mikil.“ Klara segir að Norðurlandaráð hafi tekið umsókninni opnum örmum enda norrænum gildum gert hátt undir höfði sem og sögu kvennaboltans sem er mikil hjá Norðurlandaþjóðum. „Við erum spennt fyrir þessu verkefni – hvort sem við fáum leik eða ekki. Við munum taka þátt á einn eða annan hátt enda margt sem hangir á spýtunni í kringum svona mót. Við og Færeyjar sjáum fyrir okkur að halda dómararáðstefnu, drátt í riðla eða eitthvað álíka. Draumur­ inn er að fá leik eða leiki en á meðan við höfum ekki staðfestingu um hvað við getum boðið upp á í vallar­ málum þá er erfitt að sækja það fast,“ bendir hún á. – bb Draumurinn að fá leik á HM kvenna til Íslands Bandaríkin urðu heimsmeistarar í Frakklandi í sumar. NORDICPHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Mjällby sem leikur undir stjórn Milos Milojevic tryggði sér á mánudagskvöldið sæti í sænsku efstu deildinni í knattspyrnu karla. Milos var gerður að aðalþjálfara Mjällby um miðjan júnímánuð árið 2018 og stýrði liðinu upp í B­ deildina í fyrstu tilraun. Liðinu var spáð fallbaráttu í B­deildinni en blés á þær spár og hefur tryggt sér sæti í efstu deild þegar ein umferð er eftir af B­deildinni. „Það er mjög ljúf tilfinning að vera búnir að tryggja okkur sætið fyrir lokaumferðina. Þegar ég kom hingað var ég einnig ráðinn sem yfirþjálfari akademíunnar og markmiðið var að búa til umhverfi þar sem að góðir yngri leikmenn af svæðinu myndu vilja koma í aka­ demíuna. Við vildum búa til bestu akademíu á því svæði í Svíþjóð þar sem Mjällby er. Félagið skuldaði tæplega 40 milljónir íslenskra króna þannig að það var á hreinu að við yrðum að byggja upp frá grunni og við gætum ekki fjárfest í dýrum leikmönnum,“ segir Milos um upp­ haf veru sinnar í Mjällby. „Hvað mig sjálfan varðar þá var ég með tilboð sem voru fjárhags­ lega betri en mig langaði að komast út úr þægindarammanum og takast á við nýja áskorun og ég sé ekki eftir því núna. Við erum komnir með U­17, U­19 og A­liðin okkar í efstu deild og það er frábært afrek að mínu mati. Mjällby er félag sem var í efstu deild fyrir sex árum og það var á stefnuskránni hjá stjórn­ inni að komast þangað aftur 2023 þannig að við erum fjórum árum á undan áætlun,“ segir þjálfarinn hreykinn. „Afrekið er ekki síst mikið þar sem við erum með ódýrasta lið deildarinnar hvað launakostnað varðar. Meðallaun hjá okkur eru rúmlega 200.000 íslenskar krónur fyrir skatt þannig að við erum ekki með dýrt lið. Þá erum við þar að auki með næstyngsta lið deildar­ innar og það lið sem er það yngsta er í harðri fallbaráttu. Við erum með 13 leikmenn sem eru annað­ hvort uppaldir hjá Mjällby eða hafa komið til okkar frá öðrum félögum í kringum okkur eins og Halmstad, Helsingborg og Malmö. Þessir leik­ menn eru um tvítugt og hafa þrosk­ ast hratt og vel,“ segir hann um það hvernig liðið er upp byggt. „Félagið er komið í réttan farveg hvað fjárhagslegu hliðina varðar og nú getum við vonandi farið að fjárfesta í leikmönnum og fjölga í þjálfarateyminu. Við erum að vinna mjög faglega, sérstaklega þegar tekið er mið af því hversu þjálfarateymið er lítið. Við höfum náð að búa þannig um hnútana að við erum að mæla æfingaálagið og taka leikmenn í próf reglulega. Þannig höfum við komið í veg fyrir að leikmenn séu að detta út í meiðslum sem rekja mætti til álags, það er tognanir aftan í læri og aðrar vöðvatognanir. Það hefur krafist mikillar vinnu af mér og þeim sem eru að starfa með mér,“ segir Milos um starfsumhverfið hjá félaginu. „Eins og staðan er núna er ég með spænskan aðstoðarþjálfara, mark­ mannsþjálfara á öllum æfingum og sjúkraþjálfara sem er í 60% starfi hjá okkur en ég hef náð að plata í að vera á öllum æfingum og leikjum. Við erum svo með tvo liðsstjóra og annar þeirra er þúsundþjalasmiður og sér meðal annars um að nudda leikmennina. Ég myndi vilja bæta við styrktarþjálfara, auka starfs­ hlutfallið hjá sjúkraþjálfaranum og ráða inn nuddara í fullt starf fyrir næsta tímabil. Þá þurfum við að bæta minnst fjórum og helst sex gæðaleikmönnum við núverandi leikmannahóp. Það er einum leik­ manni í hverja línu á vellinum, markmanni, miðverði, miðju­ manni og sóknarmanni,“ segir þessi metnaðarfulli þjálfari. „Það sem ég ætla hins vegar að gera fyrst er að framlengja samn­ inga við þá leikmenn sem eru nú þegar í leikmannhópnum og ég vil halda. Það eru fjórir leikmenn sem ég myndi vilja hafa áfram í her­ búðum okkar sem eru með lausa samninga. Fyrsta mál á dagskrá eftir næstu helgi er að semja við þá leikmenn. Svo fer ég í það að kanna hvernig landið liggur og hvaða leik­ menn ég get fengið af leikmanna­ markaðnum. Ég er kominn með gagnagrunn yfir leikmenn sem ég þekki vel og þeir eru hér og þar um heiminn. Ég mun fyrst kanna það hvaða leikmenn eru í boði á sænska markaðnum og svo mun ég líta til Íslands og annarra staða hvað leik­ menn varðar,“ segir Milojevic um framhaldið. hjorvaro@frettabladid.is Erum fjórum árum á undan áætlun Milos Milojevic var í byrjun ársins 2018 ráðinn aðstoðarþjálfari karlaliðs Mjällby í knattspyrnu sem lék þá í sænsku C-deildinni. Nú rúmu einu og hálfu ári síðar er Milos orðinn aðalþjálfari liðsins og hefur stýrt liðinu upp í efstu deild þvert á væntingar og spár. 3 0 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :2 5 F B 0 4 8 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 1 D -6 E 2 0 2 4 1 D -6 C E 4 2 4 1 D -6 B A 8 2 4 1 D -6 A 6 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 8 s _ 2 9 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.