Fréttablaðið - 30.10.2019, Qupperneq 26
Hljóðið í fossinum
þegar vatnið fellur á
klappirnar ómar stöðugt
um allt húsið. Húsið að
innan er hannað út frá
arninum sem Wright sá
fyrir sér að yrði aðalsam-
komustaður fjölskyld-
unnar
Sandra Guðrún
Guðmundsdóttir
sandragudrun@frettabladid.is
Húsið sem stendur á klöppum á náttúruverndarsvæðinu Bear Run var upprunalega
hugsað sem helgarheimili fyrir
viðskiptajöfurinn og verslunar-
eigandann Edgar Kaufmann og
fjölskyldu hans. Fjölskyldan var
vön að fara reglulega í frí að foss-
inum og óskaði eftir því við Wright
að hanna hús sem stæði á móti
fossinum svo þau hefðu útsýni yfir
hann. Wright aftur á móti ákvað
að hanna húsið ofan á fossinum
sjálfum og gera hann þannig að
hluta af húsinu.
Wright hafði lengi verið
aðdáandi japanskrar byggingar-
listar sem veitti honum innblástur
við hönnun Fallingwater-hússins.
Wright vildi skapa samspil milli
mannsins og náttúrunnar og hafði
það að leiðarljósi við hönnunina.
Hljóðið í fossinum þegar vatnið
fellur á klappirnar ómar stöðugt
um allt húsið. Húsið að innan er
hannað út frá arninum sem Wright
sá fyrir sér að yrði aðalsamkomu-
staður fjölskyldunnar. Klettur úr
berginu brýst inn í arininn og gerir
þannig náttúruna fyrir utan hluta
af húsinu að innan. Öll hönnun
innanhúss minnir á náttúruna í
kring. Frá stofunni eru tröppur
sem liggja beint út í fossinn fyrir
neðan sem fjölskyldan nýtti sér
oft til að dýfa sér í ána á heitum
sumardögum. Það er lágt til lofts
í herbergjum hússins til þess að
augu fólk beinist út í átt að nátt-
úrunni frekar en að leita upp á við.
Utanhúss eru stórar svalir á
nokkrum hæðum sem raðast upp
líkt og klappirnar sem fossinn
fellur niður um. Þessi hönnun á
svölunum gerir það að verkum
að húsið fellur einstaklega vel að
náttúrunni. Húsið er að mestu
byggt úr steinsteypu en einnig úr
sandsteini frá náttúrunni í kring.
Húsið er tæpir 1.700 fermetrar en
árið 1939 var bætt við rúmlega 500
fermetra gestahúsi.
Árið 2000 var Fallingwater valin
fallegasta bygging 20. aldarinnar
af samtökum bandarískra arki-
tekta. Í dag er húsið friðað. Það er í
eigu minjastofnunar í Pennsylvan-
íu en sonur Kaufmann-hjónanna
gaf stofnuninni húsið árið 1964. Í
dag heimsækja hátt í 200 þúsund
ferðamenn húsið árlega. Gestir
geta fengið leiðsögn um húsið og
gestafjöldi er takmarkaður.
Stórkostlegt hús sem stendur á fossi
Fallingwater er hús í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum hannað af arkitektinum Frank Lloyd Wright
árið 1935. Húsið þykir sérstakt því að það stendur að hluta til ofan á fossi sem fellur undir því.
Húsið var valið fallegasta bygging 20. aldarinnar. NORDICPHOTOS/GETTY
ÍSTAK er að verða 50 ára á næsta ári og er fyrst og fremst þekkt fyrir stórframkvæmdir
eins og virkjanir, jarðgöng og
stórar byggingar, en samhliða
því hefur fyrirtækið líka sinnt
stórum viðhalds- og endurbóta-
verkefnum, m.a. á sendiráðum,
Hallgrímskirkju, Alþingishúsinu,
Bessastöðum og f leiri slíkum
byggingum,“ segir Hermann
Guðmundsson, verkefnastjóri
viðhaldsþjónustu ÍSTAKS.
„Fyrir tveimur árum stofn-
uðum við svo sérstaka deild utan
um slík verkefni og höfum sótt á
þann markað samhliða stórfram-
kvæmdunum,“ segir Hermann.
„Það var bæði vegna þess að það
var talið henta fyrirtækinu vel
að víkka út starfsemina og vegna
þess að það var þörf fyrir traustan
verktaka á fasteignaviðhalds-
markaði, en fagaðilar í fasteigna-
rekstri eru helstu viðskiptavinir
okkar.
Þetta er sjálfstæð deild innan
fyrirtækisins, sem tryggir lipurð
og sveigjanleika,“ segir Hermann.
„ÍSTAK er þekktast fyrir stórfram-
kvæmdir en við þjónustum við-
skiptavini líka með margt smátt.“
Í samstarfi við
verkfræðistofur
„Til að auka enn sérstöðu okkar
og bæta þjónustu okkar til við-
skiptavina höfum við svo sérhæft
okkur í rakaskemmdum og
myglu,“ segir Hermann. „Verk-
fræðistofur hafa hvatt okkur til að
koma inn á þann markað og við
sjáum að mörg viðhaldsverkefni,
sérstaklega þau sem eru tilkomin
vegna skorts á viðhaldi, tengjast
rakaskemmdum. Þá þarf sérhæfð
vinnubrögð til að leysa úr mál-
unum og lagfæra skemmdirnar.
Við höfum átt í mjög góðu
samstarfi við stóru verkfræði-
stofurnar varðandi svona vinnu
og höfum unnið verkefni tengd
rakaskemmdum þar sem grunur
var um myglu fyrir sveitarfélög og
stofnanir, meðal annars í húsnæði
Varmárskóla í Mosfellsbæ,“ segir
Hermann.
Við höfum fylgt verkferlum
þessara verkfræðistofa, þar sem
það er enginn samræmdur staðall
í gildi hér á landi um hvernig eigi
að vinna við þessar aðstæður,“
segir Hermann. „Við höfum
skoðað erlenda staðla og rætt við
verkfræðistofurnar um hvaða
stöðlum sé best að fylgja og hvaða
verkferlar eigi að vera í gildi í
svona verkefnum. Við vinnum
líka gæðaúttektir og gæðaeftirlit
út frá þessum verkferlum.“
Stöðug fræðsla
og góð reynsla
„Til að verða sérfræðingar í við-
gerðum á rakaskemmdum höfum
við þjálfað mannskapinn okkar
og erum stöðugt með hann í
þjálfun,“ segir Hermann. „Við
rekum fræðslueiningu innan
ÍSTAKS þar sem boðið er upp á
ýmis námskeið fyrir starfsfólk
um vinnubrögð við viðgerðir á
myglu- og rakaskemmdum auk
ýmissa námskeiða sem tengjast
byggingastarfsemi almennt.
Við höfum líka komið okkur
upp sérhæfðum tækjum, því það
þarf að búa til ákveðnar aðstæður
þegar það er verið að gera við
raka- eða mygluskemmdir og
setja upp góðar varnir fyrir bæði
umhverfi og mannskap,“ segir
Hermann. „Við tókum þá afstöðu
að ganga alla leið í þessum
verkefnum, taka þetta alvarlega
og tryggja öryggi okkar og okkar
viðskiptavina.
Eftir að hafa unnið nokkur
svona verkefni hefur orðið til
þekking innan fyrirtækisins um
hvernig eigi að meðhöndla svona
verkefni og hún nýtist okkur í
öllum verkefnum, hvort sem það
er í viðhaldi eða nýbyggingum,“
segir Hermann.
Sérfræðingar í rakaskemmdum
Fyrir tveimur árum stofnaði ÍSTAK sérstaka deild til að sjá um viðhald á fasteignum. Deildin hefur
sérhæft sig í viðgerðum á skemmdum vegna raka og myglu og er nú komin með góða reynslu.
Það þarf
að búa til
sérstakar
aðstæður
þegar gert
er við raka-
eða myglu-
skemmdir
og setja upp
góðar varnir
fyrir bæði
umhverfi og
mannskap.
MYND/RAGNAR
TH. SIGURÐSSON
Hermann Guðmundsson, verkefna-
stjóri viðhaldsþjónustu, og Stein-
dór Gunnar Magnússon, verkefna-
stjóri raka- og mygluteymis ÍSTAKS.
ÍSTAK býr yfir mikilli sérfræðikunn-
áttu varðandi viðgerðir á raka-
skemmdum og myglu.
Til að auka enn
sérstöðu okkar og
bæta þjónustu okkar til
viðskiptavina höfum við
svo sérhæft okkur í
rakaskemmdum og
myglu.
6 KYNNINGARBLAÐ 3 0 . O K TÓ B E R 2 0 1 9 M I ÐV I KU DAG U RVERKFRÆÐI OG ARKITEKTÚR
3
0
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:2
5
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
4
1
D
-7
C
F
0
2
4
1
D
-7
B
B
4
2
4
1
D
-7
A
7
8
2
4
1
D
-7
9
3
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
4
8
s
_
2
9
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K