Fréttablaðið - 30.10.2019, Page 18

Fréttablaðið - 30.10.2019, Page 18
Ég er mikill rekstr- arkarl, fer í smá- atriðin, alveg „nitty-gritty“. Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@frettabladid.is Norvik, sem rekið er í hefðbundinni skrif-stofu í Kórahverfi í Kópavogi, leynir á sér. Um er að ræða eitt stærsta f jöl- skyldufyrirtæki landsins og á það í umfangsmiklum rekstri í Austur- Evrópu. Forstjóri samstæðunnar segir að starfsmenn séu um tvö þús- und, þar af séu um 1.500 hjá Bergs Timber. Um tveir þriðju hlutar veltunnar komi að utan. Eignir samstæðunnar voru bók- færðar á 270 milljónir evra og eigið fé var 194 milljónir evra, jafnvirði um 27 milljarða króna, árið 2018. „Þetta hangir allt á spýtunni,“ segir Jón Helgi Guðmundsson, for- stjóri og aðaleigandi fyrirtækisins, um samsetningu dótturfélaganna. Stofnað 1962 Uppruna samstæðunnar má rekja til reksturs byggingavöruverslunar- innar Byko en frá stofnun hennar 1962 hefur bæst við ýmis timbur- vinnsla í Austur-Evrópu og rekstur hafnar í Bretlandi en til útskýringar segir Jón Helgi að kostnaður við vöruflutninga sé drjúgur þáttur af verði timburs. Auk þess á Norvik hlut í sænsku fyrirtæki sem sinnir skógrækt í nokkrum löndum. Jafnframt á Norvik fasteigna- félagið Smáragarð sem á um 70 þús- und fermetra af atvinnuhúsnæði og hýsir f lestar fasteignir Byko. Fyrir um ári sameinuðust öll timburfyrirtæki Norvik nema eitt sænska félaginu Bergs Timber sem skráð er í sænsku kauphöllina. Við það eignaðist íslenska samstæðan 64 prósenta hlut í fyrirtækinu. Velta Bergs Timber var að jafn- virði 39 milljarða íslenskra króna frá september 2017 til desember 2018, samkvæmt ársskýrslu. Mark- aðsvirði hlutarins er tæpir sjö millj- arðar en vegna erfiðra markaðsað- stæðna hafa bréfin fallið um tæp 30 prósent á einu ári. Engar áhyggjur „Ég hef engar áhyggjur af því. Lækk- unina má rekja til tímabundinna markaðsaðstæðna. Skordýraárásir hafa leitt til aukins framboðs af trjám á markaðnum og því lækkar verð,“ segir hann. Um það verður fjallað nánar síðar í viðtalinu. Jón Helgi á einnig fasteignafélag í Lettlandi sem heyrir ekki undir Norvik. „Það er sæmilega stórt,“ segir hann. Það leigir meðal annars byggingavöruversluninni Depo, sem er sú stærsta sinnar tegundar í baltnesku löndunum, húsnæði undir tvær verslanir. Umrætt félag Jóns Helga hefur sömuleiðis fjárfest í nýsköpunar- fyrirtæki sem aðstoðar fyrirtæki við að finna bestu flutningaleiðina. Á meðal viðskiptavina er lettneskt ríkisfyrirtæki sem á um helming skóglendis í Lettlandi. Breyttist við sölu Kaupáss Er langt síðan meirihluti veltunnar kom að utan? „Hlutfallið breyttist árið 2013 við sölu á Kaupási, sem átti Krónuna, Elko, Nóatún, Intersport, vöruhúsið Bakka, auglýsingastofuna Expo og fasteignir. Lengi vel hefur meiri- hluta af komunnar mátt rekja til erlendu starfseminnar,“ segir hann. Jón Helgi segir að Bergs Timber reki þrjár verksmiðjur í Lettlandi sem áður hafi verið undir hatti Norvik. Vika Wood sé stærsta sög- unarmylla baltnesku landanna og framleiði 270 þúsund rúmmetra á ári sem sé drjúgur stafli. „Það koma 50 trukkar á dag með trjáboli og aðrir 50 fara með sagað timbur. Stærsti einstaki markaður- inn er Japan en við erum að selja í auknum mæli til heimamarkaðar- ins sem við skilgreinum sem Eist- land, Lettland og Litháen. Það á sér stað mikil uppbygging í þessum löndum. Fyrsta strandhögg okkar í Aust- ur-Evrópu var árið 1993 þegar Byko Lat var stofnað í Lettlandi. Þar fram- leiðum við 200 þúsund rúmmetra af timbri. Fyrirtækið kaupir sagað timbur af öðrum og f lokkar það, þurrkar, gagnver og útbýr panil- klæðningar. Það er stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í Evrópu. Bretland er stærsti markaður Byko Lat en sala til Frakklands hefur verið að aukast. Það er gaman að segja frá því að við seljum meðal annars til eyja í Karíbahafinu í gegnum franskan umboðsmann. Við leyfum okkur að segja að það sé stærsta endurvinnslufyrirtæki í Evrópu á timbri. Byko Lat selur einnig mikið Horfir til frekari sóknar erlendis Jón Helgi Guðmundsson segir að þetta hangi allt á spýtunni, Norvik byggi á timbri með einum eða öðrum hætti. Starfsmenn séu um tvö þúsund. Hann hafi ekki áhyggjur af því að markaðsvirði Bergs Timber hefur lækkað um tæp 30 prósent á einu ári. Baltnesku löndin hafa verið framsækin í tölvuvæðingu. Þau byrjuðu á núllpunkti og eru ef til vill komin örlítið lengra á mörgum sviðum en við varðandi nýtingu upplýsingatækni, segir Jón Helgi Guðmundsson. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Átti í Bókun sem TripAdvisor keypti Norvik átti 24 prósenta hlut í hugbúnaðarfyrirtækinu Bókun sem selt var til TripAdvisor árið 2018 fyrir 23 milljónir dollara eða tæplega þrjá milljarða króna. Hvernig kom sú fjárfesting til? „Hjalti Baldursson, fram- kvæmdastjóri Bókunar, er gamall samstarfsmaður okkar,“ segir Jón Helgi. Hjalti stýrði Straumborg, fjárfestingarfélagi fjölskyldunnar, á árunum 2005- 2012. „Bókun þurfti að komast yfir ákveðinn hjalla til að komast alla leið með fyrirtækið og við lögðum honum lið enda höfðum við trú á persónum og leikend- um. Það var glæsileg útkoma,“ segir Jón Helgi. Fram hefur komið í Mark- aðnum að Norvik hafi fjárfest í Bókun fyrir um tvær milljónir evra árið 2017. Á núverandi gengi eru það 276 milljónir króna. Ári síðar var félagið selt fyrir 23 milljónir dollara eða tæplega þrjá milljarða. Miðað við það fékk Norvik tæplega sjö hundruð milljónir króna við söluna. 3 0 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R6 MARKAÐURINN 3 0 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :2 6 F B 0 4 8 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 1 D -A 4 7 0 2 4 1 D -A 3 3 4 2 4 1 D -A 1 F 8 2 4 1 D -A 0 B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 8 s _ 2 9 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.