Fréttablaðið - 19.10.2019, Qupperneq 2
Veður
Suðvestanátt í dag, víða 3-8 m/s.
Bjart veður á A-verðu landinu, ann-
ars skýjað og smáskúrir fram eftir
degi. Hiti 1 til 8 stig, en næturfrost
N- og A-til á landinu. SJÁ SÍÐU 42
Landsfundur VG settur
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna, f lutti stefnuræðu sína á landsfundi f lokksins á Grand Hóteli í gær. Katrín lagði
mikla áherslu á loftslagsmálin í ræðu sinni og benti á að undir forystu Vinstri grænna hefðu fyrstu lög um loftslagsmál verið sett, árið 2012. „Vegna
þess að ég var á staðnum veit ég að það var við lítinn áhuga annarra flokka,“ sagði hún. Landsfundi lýkur á morgun, sunnudag. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
UMHVERFISMÁL Reykjavíkurborg
hefur brett upp ermar og hafist
handa við endurbætur á grenndar
stöðvum borgarinnar. Úttekt
hefur verið gerð á staðsetningu og
umhverfi grenndarstöðvanna sem
meðal annars fólst í greiningu á
staðsetningu þeirra, endurnýjunar
þörf og stöðu skipulagsmála. Fyrstu
útboð vegna verkefnisins eru að
bresta á og verður þeim framhaldið
á næsta ári.
Það er ungu fólki á Kjalarnesi að
þakka að hreyfing er komin á verk
efnið. Tillagan um endurbæturnar
er komin frá ungmennaráði svæðis
ins og var hún lögð fram á árlegum
fundi ungmennaráða og borgar
stjórnar Reykjavíkur. Sá sem bar
tillöguna fram er hinn 15 ára gamli
Gabríel Smári Hermannsson.
„Ég fékk það hlutverk að leggja
tillöguna fram á fundinum en hún
er sprottin af vinnu okkar allra í
ungmennaráði Kjalarness,“ segir
Gabríel af aðdáunarverðri póli
tískri hógværð. Að sögn Gabríels
varð fljúgandi rusl á víð og dreif til
þess að hugmyndin að tillögunni
kviknaði.
„Við í ungmennaráðinu höfðum
öll orðið vör við fjúkandi rusl á
Kjalarnesi sem kom frá grenndar
stöðinni. Þar var einfaldlega allt
troðfullt og tæmt of sjaldan með
tilheyrandi sóðaskap. Aðstæður á
Kjalarnesi eru til dæmis þannig að
svæðið er ekki mjög skjólsælt sem
skapar ýmis vandamál. Það sama
gildir um aðrar staðsetningar á
höfuðborgarsvæðinu. Við vorum
því öll sammála um að brýnt væri
að ráðast í endurbætur, skipuleggja
svæði þeirra betur og auka tíðni
sorphirðu,“ segir Gabríel.
Hann hafi því fyrir hönd ung
Borgarráð hlustaði á
ungt fólk á Kjalarnesi
Ungmennaráð Kjalarness lagði fram tillögu um endurbætur á grenndarstöðv-
um Reykjavíkurborgar í mars. Verkefnið var sett í gang og stendur fram á næsta
ár. Fulltrúi ráðsins er ánægður með að Reykjavíkurborg hlusti á ungt fólk.
Gabríel segir Kjalnesinga meðvitaða um umhverfi sitt. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Við í ungmennaráð-
inu höfðum öll
orðið vör við fjúkandi rusl á
Kjalarnesi sem kom frá
grenndarstöðinni.
Gabríel Smári Hermannsson,
15 ára íbúi á Kjalarnesi
mennaráðs Kjalarness borið upp
tillöguna á þessum árlega fundi
borgarstjórnar Reykjavíkur og
ungmennaráða borgarinnar. „Það
er mjög hvetjandi fyrir okkur að
sjá að það sem við ræðum innan
ungmennaráðsins sé raunverulega
tekið fyrir hjá borgaryfirvöldum og
sett í framkvæmd. Ungmennaráð
Kjalarness hittist tvisvar í mánuði
á fundum og þetta gefur okkur auk
inn kraft. Það er hlustað á okkur,“
segir Gabríel.
Hann tekur þó fram að það sé þó
ekki svo að Kjalarness sé allt í rusli.
„Íbúar Kjalarness eru mjög meðvit
aðir um umhverfi sitt. Maður verð
ur var við að íbúar, ungir sem aldnir,
tína rusl upp í göngutúrum og vilja
halda nærumhverfi sínu hreinu.
Það er gott að Reykjavíkurborg ætli
að hjálpa til í þessari baráttu,“ segir
Gabríel. bjornth@frettabladid.is
SKOÐUN Jóhanna Sigurðardóttir,
fyrrverandi forsætisráðherra, birti í
morgun grein þess efnis að á morgun
yrðu liðin sjö ár frá því að tillögur
stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá
voru samþykktar í þjóðaratkvæða
greiðslu.
„Þjóðin hefur nú verið svikin af
stjórnvöldum um þessa nýju stjórn
arskrá í sjö ár. Núverandi ríkisstjórn
virðist ekki ætla að færa þjóðinni þá
heilsteyptu stjórnarskrá sem fólkið
bíður enn eftir,“ segir Jóhanna. – atv
Sjö ár liðin frá
stjórnarskránni
Jóhanna
Sigurðardóttir.
Millimál í fernu
VÍTAMÍN
& STEINEFNI
PRÓTEIN GLÚTENS LAKTÓSAORKA
ÁN ÁN
Meira á frettabladid.is
STJÓRNMÁL Á fundi borgarráðs í
vikunni kvartaði Kolbrún Baldurs
dóttir, borgarfulltrúi Flokks fólks
ins, yfir þeirri staðreynd að flokkur
hennar hefði lagt fram, eða verið
aðili að, 145 tillögum fyrir borgar
stjórn. Aðeins sex tillögur hefðu
verið samþykktar sem gera rúmlega
fjögur prósent.
Lét Kolbrún bóka að margir
málaflokkar sem sneru að grunn
þjónustu við borgarbúa hefðu mætt
afgangi hjá meirihlutanum og að
það væru þessi mál sem hún væri
að reyna að vekja athygli á.
Ályktaði hún að meirihlutinn
hefði gert að venju sinni að kjósa
eftir f lokkslínum en ekki mál
efnum.
Aðeins 4% mála
Kolbrúnar í gegn
Kolbrún Baldurs-
dóttir, borgar-
fulltrúi Flokks
fólksins.
6 af 145 tillögum Flokks
fólksins hafa verið sam-
þykktar.
Fulltrúar meirihlutans létu bóka
að fjöldi mála endurspeglaði ekki
endilega gæði mála. Það væri af og
frá að meirihlutinn samþykkti ein
göngu mál eftir f lokkslínum. Þegar
góð mál kæmu fram sem tónuðu við
áherslur meirihlutans hefði verið
tekið vel í það enda sýndi það sig að
meirihlutinn hefði samþykkt ýmis
mál sem komið hefðu frá minni
hlutanum og stundum gert breyt
ingar á hnökrum tillagna minni
hlutans til að geta samþykkt þær.
Ef hugmyndir væru ekki vel
útfærðar væri þó ekki hægt að sam
þykkja þær þó að hugurinn væri
góður. – bþ
1 9 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð