Fréttablaðið - 19.10.2019, Blaðsíða 68
Neyðarvarnakerrur eru fjöldahjálparmiðstöðvar á hjólum. Í þeim er að finna
allan þann búnað sem þarf til að
opna fjöldahjálparmiðstöð fyrir
30 manns fyrstu dagana þegar
þess gerist þörf, t.d. af völdum
náttúruhamfara. Kerrurnar auð
velda Rauða krossinum að opna og
starfrækja fjöldahjálparstöðvar,
þar sem slíkt hefði annars verið
erfitt, eins og á stöðum utan þétt
býlis þar sem heppilegt húsnæði
er ekki alltaf fyrir hendi,“ segir
Atli Örn Gunnarsson, sem er einn
þeirra sjálf boðaliða sem hafa
umsjón með neyðarvarnakerr
unum fyrir Rauða krossinn.
„Í hverri neyðarvarnakerru eru
30 svefnbeddar, 50 teppi, gulur
borði sem merktur er Rauða kross
inum en hann er til að afmarka
svæði, hreinlætisvörur, rafstöð og
ljós. Auk þess eru í þeim merki
spjöld fyrir vistarverur, kaffi
aðstöðu og slíkt, endurskinsvesti
fyrir sjálf boðaliða, skrif blokkir,
gátlistar, útvarp með langbylgju,
orkustangir og fleira,“ upplýsir
Atli.
Alls eru 24 neyðarvarnakerrur í
notkun hringinn í kringum landið
en upphaflega stóð til að hafa eina
kerru í hverju lögregluumdæmi.
„Fyrstu kerrurnar voru teknar í
notkun fyrir fjórum árum. Þegar
við sáum að þörfin var meiri, var
ákveðið að fjölga þeim jafnt og
þétt. Innan skamms verða nokkr
ar neyðarvarnakerrur í viðbót
teknar í notkun. Þær eru smíðaðar
sérstaklega fyrir okkur og síðan
sjáum við hjá Rauða krossinum
um að kaupa allan útbúnað fyrir
þær,“ segir Atli.
Kerrurnar eru staðsettar á höf
uðborgarsvæðinu, í Reykjanesbæ,
Grindavík, á Selfossi, Hvolsvelli, í
Vestmannaeyjum, Vík, á Klaustri,
í Sveitarfélaginu Hornafirði, á
Eskifirði, Egilsstöðum, í Þing
eyjarsýslu, á Akureyri, í Skaga
firði, á Hvammstanga, Hólmavík,
Ísafirði, Patreksfirði, í Búðardal,
Stykkishólmi, Snæfellsbæ, Borgar
nesi og á Akranesi.
Sjálfur hefur Atli verið sjálf
boðaliði síðan 2005 og líkar mjög
vel. „Mig vantaði eitthvað að
gera og byrjaði á að skrá mig og
taka þátt í skyndihjálparhópi hjá
Reykjavíkurdeildinni. Síðar fór
sú deild undir neyðarvarnir og ég
hef starfað innan hennar í 14 ár á
einn eða annan hátt. Ég fer í þau
verkefni sem þarf, en aðalverk
efnið mitt er að hafa umsjón með
neyðarvarnakerrunum.“
Af hverju eru neyðarvarnir
mikilvægar?
„Ef upp kemur hættuástand
vegna náttúruhamfara eða
stórslysa hefur Rauði krossinn
það hlutverk í almannavörnum
að veita fjöldahjálp, svo sem að
útvega fæði, klæði og húsaskjól,
auk þess að koma upplýsingum
til fólks. Einn liður í því er að setja
upp fjöldahjálparstöðvar og þar
koma neyðarvarnakerrurnar að
góðum notum.“
Mælir þú með því að vera sjálf-
boðaliði hjá Rauða krossinum?
„Já, sannarlega. Þetta er skemmti
legur félagsskapur og maður lærir
heilmikið í gegnum starfið.“
Neyðarvarnakerrur Rauða krossins
– fjöldahjálparstöðvar á hjólum
Atli Örn Gunnarsson hefur verið sjálfboðaliði hjá Rauða krossinum í 14 ár. Hann hefur umsjón með
neyðarvarnakerrum en þær innihalda búnað sem kemur að góðum notum þegar vá ber að dyrum.
Atli Örn Gunn-
arsson sjálf-
boðaliði situr
hér á neyðar-
varnakerru
Rauða krossins.
FRÉTTABLAÐIÐ/
SIGTRYGGUR ARI
Neyðarvarnir eru eitt mikilvægasta verkefni Rauða krossins. Sjálf-
boðaliðar bregðast við fjölda alvarlegra atburða s.s. náttúruhamför-
um, samgönguslysum og húsbrunum á hverju ári. Allan sólarhringinn
eru hundruð sjálfboðaliða til taks ef hamfarir eða önnur áföll dynja
yfir. Sjálfboðaliðar og starfsfólk eru með mismunandi sérþekkingu,
m.a. í stjórnun aðgerða, uppsetningu fjöldahjálparstöðva og að veita
sálrænan stuðning og skyndihjálp þegar mikið liggur við. Isavia hefur
tryggt að neyðarvarnarkerrur eru til staðar hringinn í kringum landið.
Kolbeinn Hólmar Stefánsson, sérfræðingur við Hagstofu Íslands, gaf út skýrslu um lífs
kjör og fátækt barna á Íslandi fyrr
á þessu ári fyrir Velferðarvaktina.
Hann segir að fátækt sé hugtak
sem geti verið erfitt að skilgreina
en maður þekki hana þegar maður
sér hana.
„Fátæktarhugtakið er miklu
eldra en félagsvísindin, hugmyndir
um fátækt hafa verið til frá örófi
alda. En málið er að svo þurfum
við einhvern veginn að mæla
hana og þá vandast málið, því við
höfum enga beina leið til að mæla
fátækt,“ segir Kolbeinn. „Almennt
séð horfum við á fátækt sem skort
sem leiðir af því að hafa ekki nægi
lega miklar bjargir, fyrst og fremst
peninga.“
Þrjár mælingar á fátækt
„Ég nota þrjár mælingar á fátækt í
skýrslunni. Sú fyrsta er svokölluð
lágtekjumörk, sem áður voru
kölluð fátæktarmörk. Hún virkar
þannig að við tökum miðgildið í
tekjudreifingunni og reiknum hlut
fall af því. Almennt er miðað við
60% af miðgildinu og allir sem eru
undir því teljast í hættu á fátækt,“
segir Kolbeinn. „Það búa samt ekki
allir í þessum hópi við fátækt, hún
getur verið tímabundin og fólk
getur oft verið fljótt að vinna sig
upp.
Önnur mæling er skortur á efnis
legum gæðum. Þá er litið til þess
hvaða tilteknu efnislegu lífsgæði
fólk hefur og ef einhvern vantar
þau gæði, hvort það sé vegna þess
að það hefur ekki efni á þeim,“ segir
Kolbeinn. „Við getum svo sem alltaf
neitað okkur um tiltekin gæði af
ýmsum ástæðum, en ef þú vilt þau
en hefur ekki efni á þeim telst það
skortur.
Svo nota ég flókna tölfræðilega
aðferð sem tekur upplýsingar úr
alls konar mismunandi mælingum
sem snerta á fátækt til að fá út nýja
mælingu, sem við köllum fjárhags
þrengingar,“ segir Kolbeinn. „Þetta
eru þær þrjár ólíku mælingar sem
eru notaðar og þær henta til að
svara dálítið ólíkum spurningum.“
Ekki hægt að telja fátæka
„Það hversu margir teljast fátækir
á Íslandi veltur á skilgreiningunni
sem er notuð, en almennt séð er
fátækt tiltölulega fágæt á Íslandi
í samanburði við önnur Evrópu
lönd,“ segir Kolbeinn. „Hins vegar
jókst fátækt áberandi mikið í kjöl
far Hrunsins en svo dró úr henni
hjá flestum hópum eftir 2011, nema
hjá öryrkjum.
En það er ekki hægt að nefna
neina tiltekna tölu um hve margir
eru fátækir á Íslandi, því við getum
ekki mælt það beint,“ segir Kol
beinn.
Börn einstæðra og
öryrkja viðkvæm
„Rannsóknir benda til þess að börn
einstæðra foreldra og öryrkja séu
líklegust til að búa við fátækt,“
segir Kolbeinn. „Í tilfelli einstæðra
foreldra er það einfaldlega þannig
að það er erfitt að reka heimili á
Íslandi með bara eina fyrirvinnu,
við þurfum tvær til að komast
sæmilega af í þessu samfélagi.
Hjá öryrkjum snýst málið frekar
um að annar eða báðir foreldrar
eru með langvarandi lágar tekjur.
Þá gengur á sparifé og eignir og
lánstraust verður hægt og rólega
fullnýtt, þannig að svigrúm fólks
til að bregðast við verður sífellt
minna,“ segir Kolbeinn. „Örorkulíf
eyrir á Íslandi er heldur ekki sérlega
rausnarlegur til að byrja með.“
Meiri vinna, meiri tekjur
„Það veltur mjög mikið á aðstæðun
um sem leiða fólk í fátækt hvernig
hægt er að vinna sig upp úr henni,“
segir Kolbeinn. „Það getur verið
býsna erfitt fyrir örorkulífeyris
þega, því þeir hafa skerta starfsgetu
og það getur verið mjög erfitt fyrir
þá að afla sér aukatekna.
Það er kannski auðvelt að segja
að fyrir einstæða foreldra sé best að
finna sér maka, en það er alls konar
mannlegur raunveruleiki sem
flækir myndina og margir sem geta
ekki eða vilja ekki gera það,“ segir
Kolbeinn.
Almennt séð er leiðin til að vinna
sig úr fátækt á Íslandi sú að vinna
meira til að skapa meiri tekjur,“
segir Kolbeinn. „En maður getur
líka reynt að skipuleggja líf sitt
þannig að maður dragi úr áhættu,
til dæmis með því að mennta sig.“
Mætti efla barnabætur
„Þetta verður snúnara þegar við
tölum um verst settu hópana,“ segir
Kolbeinn. „En það er ýmislegt sem
samfélagið getur gert. Til dæmis að
auka stuðning við barnafjölskyld
ur, sem er takmarkaður á Íslandi.
Við erum með tekjutengdar
barnabætur en skerðingarmörkin
liggja svo lágt að það er mjög auð
velt að fara undir þau ef maður er
í fullri vinnu og svo eru skerðing
arnar brattar,“ segir Kolbeinn. „Fólk
sem er í hjúskap með tvö börn og í
fullri vinnu, dæmigerð vísitölufjöl
skylda, fær til dæmis engar barna
bætur ef annað barnið er komið
yfir 6 ára aldur.“
Kolbeinn telur því að það sé
ástæða til að efla barnabótakerfið,
sérstaklega með tilliti til fólks sem
hefur lægri tekjur.
Mætti styðja barnafjölskyldur betur
Sérfræðingur Hagstofu segir flókið að mæla fátækt en að börn einstæðra foreldra og öryrkja séu í
mestri hættu á henni. Hann telur að aukinn stuðningur við barnafjölskyldur gæti minnkað fátækt.
Kolbeinn Hólmar Stefánsson, sérfræðingur við Hagstofu Íslands, segir að
það sé erfitt að vinna sig upp úr fátækt á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Sárafátæktarsjóður Rauða
krossins veitir neyðarstyrki til
þeirra sem búa við sárafátækt.
Nokkur skilyrði þarf að uppfylla,
m.a. að mánaðarlegar tekjur séu
200.000 kr. eða lægri fyrir skatt
hjá einstaklingum eða saman-
lagt 300.000 kr. eða minna fyrir
skatt hjá hjónum/sambúðar-
fólki. Barnabætur, meðlag og
húsaleigubætur eru ekki taldar
með í tekjuviðmiðum. Hægt er
að sækja um í sjóðinn tvisvar
á almanaksári. Lesa má nánar
um sjóðinn á raudikrossinn.is/
sarafataekt.
8 HJÁLPIN FRÉTTABLAÐ RAUÐA KROSSINS 1 9 . O K TÓ B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R