Hlynur - 15.12.1961, Side 25

Hlynur - 15.12.1961, Side 25
I I í : I 1 ÁRNAÐ H E I L LA Skúli Ólafsson, forstöðumaður, átti 25 ára starfs- afmæli 1. sept. s. 1. Hann er fæddur 12. júní 1911 í Hafnarfirði. Vann ýmis verkamannastörf á unglings- árum, nam í Verzlunarskóla íslands og útskrifaðist þaðan 1934. Var síðan um eins árs skeið á verzlunar- skólum erlendis, Handels Hochschule í Leipzig og Skerrys College í Edinborg. Við heimkomuna hóf hann störf hjá KEA, en réðist skömmu síðar til SÍS og hefur starfað þar síðan í Útflutningsdeild. Var hann um langt skeið forstöðumaður deildar þeirrar, er sér um innanlandssölu landbúnaðarafurða, en hef- ur síðastliðin tvö ár stýrt deild 30, er annast útflutn- ing á afurðum landbúnaðarins. Skúli er kvæntur Aðalbjörgu Jónsdóttur frá Gröf í Gufudalssveit og eiga þau fimm börn. Heimili þeirra er að Rauðalæk 13. Jón Kerúlf Guðmundsson, starfsmaður í vöru- geymslum SÍS, átti 20 ára starfsafmæli 13. sept. s. 1. Jón er fæddur 13. apríl 1895 að Glúmsstaðaseli á Fljótsdalshéraði. Stundaði útgerð, sjómennsku, verk- stjórn og fleiri störf áður en hann réðist til SÍS, var meðal annars einn þriggja stofnenda SÚN, sambands útgerðarmanna á Norðfirði. Hjá Sambandinu hefur hann alltaf unnið á búsáhaldalager Innflutningsdeild- ar. Kona Jóns var Hjálmfríður Hjálmarsdóttir, en hún er nú látin. Eiga þau eina dóttur barna og ólu auk þess upp eina fósturdóttur. Jón á heima í Með- alholti 2, Reykjavík. Dagbjartur Einarsson, starfsmaður í Vörugeymslum SÍS, átti 20 ára starfsafmæli þann 9. október s. 1. Dagbjartur er fæddur að Eyrarbakka 18. okt. 1925. Mjög ungur að árum réðist hann til starfa hjá SÍS og hefur síðan unnið í vörugeymslunum sem af- greiðslumaður á búsáhaldalager. Hann á heima að Skólavörðustíg 15, Reykjavík. Gísli Theódórsson, forstöðumaður Bíladeildar í Véladeild SÍS, átti 10 ára starfsafmæli 1. sept. s. 1. Gísli er fæddur í Reykjavík 12. desember 1930, stund- aði nám í Verzlunarskóla íslands og útskrifaðist það- an árið 1949. Vann síðan hjá Flugfélagi íslands unz hann réðist til SÍS. Vann þar um skeið við póst og skeyti, gerðist síðan fulltrúi í Rafmagnsdeild og gegndi því starfi þangað til í maí 1954, er hann tók við forstöðu Bíladeildar. Skúli Jón Dagbjartur Gísli HLYNUR 25

x

Hlynur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.