Hlynur - 15.12.1961, Side 3
an
Hallgrímur
Pétur
Hallgrímur Sigtryggsson er fædd-
ur að Gilsbakka í Hrafnagilshreppi
3. júlí 1894. Foreldrar: Sigtryggur
Þorsteinsson verzlunarmaður hjá
KEA og kona hans Sigríður Stefáns-
dóttir. Hallgrímur stundaði nám við
Gagnfræðaskólann á Akureyri og
starfaði hjá KEA á tímabilinu frá
1915—1918, er hann réðist til SÍS.
Hefur hann unnið þar síðan og haft
á hendi ýmis störf, svo sem verk-
stjórn, vöruinnkaup, vörusölu og bók-
haldsvinnu. Á þessu ári hefur hann
starfað hjá SÍS í 42 ár, eða leng-
ur en nokkur annar starfsmaður
þess.
Kona Hallgríms er Kristín Sigurð-
ardóttir.
Pétur Jónsson er fæddur að Höfða
í Þverárhlíð 19. sept. 1895, sonur
Jóns Guðmundssonar bónda þar og
konu hans Maríu Jónsdóttur. Stund-
aði sjómennsku, verkamannavinnu og
fleira framan af ævi, en réðist til
SÍS árið 1921. Starfaði þar fyrst sem
bifreiðarstjóri og síðar sem inn-
heimtumaður, en því starfi gegnir
hann ennþá. Starfsaldur hans hjá
SÍS nemur nú alls 40 árum.
Pétur er kvæntur Jórunni Björns-
dóttur.
hlynur 3