Hlynur - 15.12.1961, Blaðsíða 30

Hlynur - 15.12.1961, Blaðsíða 30
Sandur og .... Framhald af bls. 13. vinnustarfsmanna. En eins og flestum sem til Sigurjóns þekkja, mun kunnugt, starfaði hann á þriðja lug ára hjá Kaupfélagi Austur- Skaftfellinga, Hornafirði, en hefur nú um nokkurra ára skeið unnið hjá Sjávarafurðadeild SÍS. Dagur Þorleifsson. Fimmtán ár .... Framhald af bls. 7. — Ég hef víst komið þar í höfn um 10—15 sinnum, en aldrei farið í land. Mér hefur verið sagt, að stað- urinn væri hreint ræningjabæii, varningur óhemju dýr og annað eftir því. — En Batúm? — Landslag er fallegt þar um slóð- ir, en bærinn er ómerkilegur. Fólkið bætir það þó upp, því það er með afbrigðum þægilegt og alúðlegt. All- ir Rússar, sem ég hef kynnst, eru prýðisfólk. — Já, maður hefur farið víða og haft það skemmtilegt. Ég hef verið mjög heppinn með félaga, til dæmis hafa allir skipstjórarnir, sem ég hef siglt með, reynst mér hið bezta. — Er ekki töluvert félagslíf hjá ykkur um borð? — Jú, allmikið, til dæmis hjá okk- ur á Hamrafellinu, enda er það nauð- synlegt, þar sem við erum svo lengi í ferðum. Við spilum bingó og félags- vist og erum með bíó. Þá erum við með ljósmyndaklefa með öllum til— heyrandi græum, enda er mikið tekið af myndum. Sverrir Þór er sjálfur góður ljósmyndari og ævinlega reiðu- búinn okkur hinum til leiðsagnar. — Þú hefur sjálfur gaman af myndatökum? — Já, og þótt gaman sé að taka myndirnar, er það þó ekkert hjá því að vinna þær, sjá þær koma fram á hvítum pappírnum . . . — Nokkuð sérstakt að lokum? — Ekki nema það, sem ég hef eitt- hvað minnst á áður, að allan þann tíma, sem ég hef verið á samvinnu- skipunum, hefur mér líkað þar sér- staklega vel, bæði við skipsfélaga mína og forráðamenn útgerðarinnar. dþ. Bifreiðasýning .... Framhald af bls. 29. Gunnarsson, skrifstofustjóri hjá Osta- og smjörsölunni, ásamt konu sinni, Unni Magnúsdóttur og dóttur þeirra Gunnhildi að skoða tveggja dyra Record, sem virðist vera áber- andi vinsæll fjölskyldubíll. Urðu véladeildarmenn þess varir, að all- margir heimilisfeður, sem skoðuðu vagn þennan fyrrihluta dags, komu aftur seinna og höfðu þá konur sín- ar með sér. — Á neðri myndinni á sömu síðu ræðir Stefán Thorarensen lyfsali (t.v.), sem sjálfur hafði ný- lega pantað fjögurra dyra Record, við tvo forustumenn Véladeildar, þá Hjalta Pálsson, framkvæmdastjóra og Gísla Theódórsson, forstöðumann bifreiðadeildar, og Jón Arnþórsson, fulltrúa forstjóra SÍS. Deildarstjóri i . . . . Framhald af bls. 13. í Skorradal. Stundaði nám í Reyk- holti og tók þaðan landspróf 1954. Var síðan einn vetur í Menntaskól- anum að Laugarv. en varð að hætta þar námi sökum veikinda. Hóf störf hjá Iðnaðardeild SÍS snemma árs 1956 og vann þar til ársbyrjunar 1960, er hann réðist til Samvinnutrygginga. Bjarni er kvæntur Magneu K. Sigurð- ardóttur, skrifstofustúlku hjá Starfs- mannahaldi SÍS. 30 HLYNUR

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.