Hlynur - 15.09.1965, Blaðsíða 8

Hlynur - 15.09.1965, Blaðsíða 8
Aðalfundur NAF Á aðalfundi NAF, Samvinnusam- bands Norðurlanda, sem haldinn var í Reykjavík dagana 4.—7. júlí 1965, voru komnir flestir helztu framá- menn samvinnuhreyfingarinnar á Norðurlcndum. Myndirnar hér í opn- unni eru frá fundinum, en flestar þó teknar í ferð, sem farin var á hestum til Þingvalla. Á myndinni efst til vinstri eru f. v. Albin Johansson, aldinn sænskur samvinnuleiðtogi og stríðshetja, Ebbe Groes, forstjóri danska samvinnu- sambandsins, FDB, Erlendur Einars- son, forstjóri SÍS, Lars Lundin frá Svíþjóð, forstjóri NAF og kona hans. A næstu mynd sjást á hestum sínum Jarle Benum, varaformaður NKL, samvinnusambands Norðmanna, og frú hans. Á myndinni vinstra megin í miS- röðinni eru þau, talin frá vinsíri, Peder Söiland, forstjóri NLK, kona hans og leiðsögumaður Norðmann- anna meðan á stóð dvölinni hér, Hans Daníelsen í Skipadeild SÍS. Hægra megin í miðröð getur að líta Hjalta Pálsson framkvæmdastjóra með gæðinga sína. Stúlkurnar á myndinni neðst tii vinstri eru dætur Erlendar Einars- sonar forstjóra, en piltarnir, sem hjá þeim eru, eru tvíburar, synir pró- fessors Nyboe Andersens formanns FDB. Að endingu er neðst til hægri svip- mynd frá því, er áð var á Laugar- dalsvöllum. 8 hlynur

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.