Hlynur - 15.09.1965, Blaðsíða 13
Áletraðar, útklippfar „blöðrur" eins og hér eru sýndar geta haft mjög
góð áhrif sem sápuauglýsing. Lági veggurinn, sem settur er undir, hefur
líka sínu hlutverki að gegna. Takið eftir, hve vel hann fellur að „sápu-
kúlunum."
Sannarlega hafði mönnum létt
mjög við að losna við baráttu við
víðáttumikla glugga Viktoríutímans,
sem kröfðust ókjara af vörum og
margra mílna af ryksafnandi krép-
pappír. En Adam var ekki lengi í
Paradís. Brátt höfðu menn flækzt
meira í útstillingum en nokkru
sinni fyrr, þótt frábrugðnar væru
hinum eldri.
Kjörbúðum fjölgaði ört, og það,
sem einu sinni hafði aðdráttarafl
varð algengt og áhrifalaust. Verzl-
anir líktust æ meir hver annarri og
höfðu æ líkara uppá að bjóða. Mik-
ilvægi þess að geta haft skjót áhrif
á viðskiptavini óx hröðum skrefum.
Þó svo að sérstakar uppsetningar
inni i verzluninni væru mest notaðar,
áttuðu menn sig fljótlega á, að
glugginn var, eins og reyndar alltaf,
áhrifamesti tengiliðurinn milli selj-
anda og kaupanda.
Ónóg pláss og möguleikar hafa
mjög hindrað góðar útstillingar. Eft-
irlíkingar hafa komið til sögunnar,
gondólum er stillt út að rúðu, og
gripið er til annarra áþekkra ráða.
Verðlækkanir og tækifæriskaup hafa
haft í för með sér ótölulegan grúa
verðmiða, sem oft eru ótæpilega
notaðir.
Að undanförnu hafa þungar og
miklar útstillingar færzt í vöxt, en
eins og aðrar aðferðir er hægt að
misnota þær, einkum, þegar þær
eru flóðlýstar að ofan. Þær geta
skemmt „útsýn" og auk þess verið
mjög tíma- og vinnufrekar. Á ein-
hvern hátt minna þær mig á ára-
tuginn 1930—’40, en sé vel með farið,
geta þær og haft ýmsa kosti.
Séu aðstæður slæmar, verður að
hafa það, sem hendi er næst, en
hugsa ekki um það, sem ekki fæst.
Yfirleitt er meira en nóg af glugg-
um, og vel gæti skeð, að þá mætti
nota betur.
Ef engar gluggakistur eru, þarf að
búa þær til. Sé kistan grunn, má
dýpka hana. Vel má setja létta, lága
slá milli útstillinga og viðskiptavina,
til að hindra árekstra.
Með þessu móti eykst hin sýnilega
útstilling, en einnig má lífga hana
á margar lundir. Harðviður og
venjulegt timbur eru yfirleitt ekki
mjög dýr, og við má nota á ýmsa
vegu. Þessar viðbætur þurfa helzt
af öllu að vera auðhreyfðar, en eru
mun ódýrari og þægilegri en virðist
fljótt á litið. Einnig fæst miklu betra
tækifæri til skyndiáhrifa.
Lauslega snarað.
HLYNUR 13