Hlynur - 15.09.1965, Blaðsíða 11

Hlynur - 15.09.1965, Blaðsíða 11
ARI BJARNASON Fæddur 22. ágúst 1893 Dáinn 11. marz 1965 Þann 11. marz s.l. andaðist á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akur- eyri Ari Bjarnason, starfsmaður hjá Gefj- un á Akureyri. Ari var faeddur að Sval- barði á Svalbarðs- strönd 22. ágúst 1893, sonur hjónanna Bjarna Arasonar og Snjólaugar Sigfúsdótt- ur, er bá bjuggu rausnarbúi að Sval- barði og síðar að Grýtubakka í Höfða- hverfi. Hann stundaði nám í unglingaskóla á Húsavík og bænda- skólanám að Hólum, en hvarf að því loknu aftur heim til foreldra sinna og dvaldist með þeim unz hann hóf sjálfur búskap. Hann reisti skömmu síðar nýbýli á hluta jarð- arinnar, þar sem hann bjó síðan allt til þess er hann fluttist til Ak- ureyrar árið 1959. Ari réðst skömmu siðar til starfa hjá verk- smiðjum SÍS, fyrst sútunardeild Ið- unnar og síðan hjá Gefjun, þar sem hann starfaði til dauðadags. Ari var fjölgáfaður maður og óvenjulega vel menntaður, af ekki langskólagengn- ari manni að vera. Sérstaklega var hann vel að sér í grasa- fræði og öllu því er að ræktun og búskap Iaut, enda bar heim- ili hans þess glöggt vitni að þar gekk maður um garða, sem bæði unni ræktun og kunni á henni öll skil. Engu að síður samdi hann sig furðu vel að háttum verksmiðju- fólks, eftir að leið hans lá til þess og undi þar betur en flestir þeir, sem á efri árum taka að stunda slík störf. Ari var tvíkvæntur. Var fyrri kona hans Sigríður Árnadóttir frá Gunnarsstöðum í Þistilfirði og eign- uðust þau 7 börn, öll hinar ágætustu manneskjur. Siðari kona hans var Fjóla Snæbjörnsdóttir frá Grund í Höfðahverfi og var það hjónaband barnlaust. PH. Reykjavík, með eftirhermum og öðru gamni. Páll Helgason flutti brot úr ferða- annál starfsmanna. Að lokum var spurningaþáttur, þar sem verksmiðj- urnar Gefjun, Iðunn og Hekla þ. e. starfsmenn þeirra, kepptu og vann Iðunn þá keppni glæsilega. Að lokum var svo dansað, af lífi og fjöri fram eftir nóttu. Tókst há- tíðin öll mjög vel. Stemgrímur Framh. af bls. 3. una Atla h.f., 1941 og starfaði þar til ársins 1948, að hann réðst til Síld- arverksmiðjunnar á Hjalteyri og síð- ar 1953, til Gefjunar, en þar hefir hann starfað óslitið síðan. Kvæntur er Steingrímur Edith f. Wohlert frá Þýzkalandi og eiga þau 5 börn. HLYNUR 11

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.