Hlynur - 15.09.1965, Blaðsíða 7

Hlynur - 15.09.1965, Blaðsíða 7
umkomnir að segja nokkur orð. Vér gerum ráð fyrir, að herra Isaacson taki fyrr til máls. Herra Isaacson: Já, herra forseti, víst kysi ég, að ég gæti borið meira traust til verktaka og kjörinna ráðu- nauta. Ef í upphafi hefði verið leit- að til prófessors Leví og síðan sam- ið um framkvæmd verks við firmað Davíd & Goliath, hefði ég verið ör- uggur um allar áætlanir. Herra Lyon- Daniels hefði ekki haldið fjármála- ráði uppi á snakki um hugsanlega töf verksins, og dr. Móse Bullrush hefði komið orðum að því vífilengju- laust, hvort frekari könnunar lóðar- innar væri þörf. Forseti: Ég er þess fullviss, að ráðsmenn, allir sem einn, kunna að meta áhuga herra Isaacsons á því, að fyrirhuguð framkvæmd megi fara sem allra bezt úr hendi. En mér þyk- ir orðið nokkuð úrhættis að kalla nú til nýja tækniráðunauta. Víst er mér ljóst, að aðalsamningur hefur ekki enn verið undirritaður, en hins vegar hefur þegar verið reitt út mikið fé. Ef nú verða höfð að engu þau ráð, sem greitt hefur verið fyrir, verður ekki komizt hjá að kosta öðru eins til að nýju. (Aðrir ráðsmenn muldra undir til samþykkis.) Herra Isaacson: Ég óska, að at- hugasemdir mínar verði bókaðar. Forseti: Sjálfsagt. Ef til vill kýs herra Brickworth að leggja eitthvað til mála? Nú vill svo til, að herra Brick- worth má heita hinn eini ráðs- manna, sem ber skyn á það, sem hann talar um. Hann gæti margt sagt. Hann tortryggir hina sléttu tölu, 10.000.000 sterlingspund. Af hverju ætti útkoma að vera einmitt slík? Af hverju ætti að rífa til grunna hið gamla stöðvarhús til að rýma fyrir nýju? Af hverju er svo gríðarhá fjárhæð áætluð fyrir óviss- um útgjöldum? Og hver er hann annars þessi herra McHeap? Það er þó ekki sami náungi, sem saksótt- ur var af olíufirma Trickle & Drie- drup? En herra Brickworth er ekki ljóst, á hverju hann ætti að byrja. Aðrir ráðsmenn eru ekki læsir á uppdrætti, ef hann vísaði til þeirra. Hann yrði að byrja á því að útlista, hvað hlaði væri, en enginn við- staddra mundi fást til að viðurkenna, að þeir vissu það ekki fyrir. Mætast að steinþegja. Herra Brickworth: Ég sé ekki á- stæðu til athugasemda. Forseti: Óskar nokkur annar að taka til máls? Gott og vel. Mér má þá skiljast, að fallizt sé á uppdrætti og kostnaðaráætlanir. Þakk’ yður fyr- ir. Má ég þá undirrita aðalsamning í umboði ráðsins? Þakk’ yður fyrir. Þá er hægt að taka fyrir tíunda mál á dagskrá. Ef gert er ráð fyrir nokkrum sek- úndum til að láta skrjáfa í skjölum Framh. á bls. 14. Næst heimtar það bílskúra. HLYNUR 7

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.