Hlynur - 15.09.1965, Side 2

Hlynur - 15.09.1965, Side 2
SEXTUGUR varð þann 26. febrúar s.l. Eggert Ólafsson, starfsmaður í sútunardeild Iðunnar á Akureyri. Eggert er fæddur í Tungu í iFnjóskadal, sonur hjónanna Ólafs Sigurðs- sonar og Guðrúnar Jónsdóttur, er þar bjuggu um langt skeið. Hann fluttist með foreldrum sínum á barnsaldri til Eyjafjarðar og dvaldist þar á ýmsum stöðum þar til hann fluttist til Akureyrar árið 1939. Hann hóf störf hjá Iðunni árið 1945 og vann þá þar yfirleitt aðeins á vetrum, en frá 1958 hefir hann starfað þar óslitið. Kvæntur er Eggert Jónínu Soffíu Benediktsdóttur frá Akureyri og eiga þau eina dóttur uppkomna. FIMMTUG varð þann 20. maí s.l. Lilja Jóhanns- dóttir starfsstúlka hjá Ullarverk- smiðjunni Gefjun á Akureyri. Lilja er fædd á Akureyri, dóttir hjónanna Jóhanns Hallgrímssonar og Tómasínu Þorsteinsdóttur. Hún ólst upp hjá foreldrum sínum á Akureyri og tók, er aldur leyfði, að stunda ýms störf, þ. á. m. fisk- og síldarvinnu. Hún réðst til starfa hjá Gefjun árið 1936 og starfaði þar þá til ársins 1943. Aftur hóf hún störf hjá Gefjun árið 1955 og hefir starfað þar óslitið síð- an. Lilja er gift Gunnari Guðmunds- syni, er einnig hefir starfað hjá Gefjun um árabil og eiga þau 3 börn. SJÖTUGUR veiðum varð nýlega Axel Ásgeirsson, starfsmaður hjá sútun- ardeild Iðunnar á Akureyri. Hann er fæddur að Dag- verðartungu í Hörgárdal 16. maí 1895 og voru foreldr- ar hans hjónin Ásgeir Björnsson og Kristjana Halldórs- dóttir, þá til heimilis í Dagverðartungu. Axel ólst upp með foreldrum sínum til 8 ára aldurs, að faðir hans andaðist, en fór þá til móðurbróður síns, Leós Hall- dórssonar bónda á Rútsstöðum í Eyjafirði og dvaldist hjá honum næstu 8 árin. Axel hóf sjómennsku á slld- en fór síðan í siglingar og var m. a. einn þeirra er sóttu fyrsta skip Framh. á bls. 15. 2 HLYNUR

x

Hlynur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.