Hlynur - 15.01.1966, Blaðsíða 14

Hlynur - 15.01.1966, Blaðsíða 14
Heimsókn Axel Schovi Ef engin sér- stök óhöpp koma fyrir, er það nú afráðið, að Axel Schou, fulltrúi í Fræðsludeild F. D. B. komi hing- að til lands í stutta heimsókn í febrúar. Hann mun dvelja hér á landi í nl. hálf- an mánuð og mæta á fundum í starfsmannafélögum samvinnufyrir- tækja, eftir því sem tími vinnst til. Þar flytur hann erindi og svarar fyrirspurnum. í erindum sínum mun hann einkum fjalla um „starfsvett- vang samvinnufélaganna" og „mögu- leika samvinnustarfsmanna að læra hvor af öðrum á samnorrænum grundvelli". Útfrá þessu aðalefni mun hann koma inn á starfsmanna- skipti samvinnufélaganna og fleira því um líkt. Axel Schou er þaulvanur fundar- maður. Hann talar „skandinavísku“, þegar hann vill það við hafa og það er mjög auðvelt að skilja hann, hverjum þeim, sem eitthvað kann í Norðurlandamálum. Auk þess mun á fundunum veitt aðstoð til þess að koma fyrirspurnum á framfæri og skýra mál hans, ef með þarf. Ekki hefur enn verið ákveðið hvar eða hvenær fundirnir verða, en það gefur auga leið, að vegna vetrar- samgangna og einnig þess, hve tími Schous er takmarkaður, verður að haga íerðaáætlun hans í samræmi við það. F.D.B. og Fræðsludeild þess, sýna íslenzkum samvinnustarfsmönnum þá miklu vinsemd að senda Axel Schou hingað til íslands. Fræðslu- deild Sambandsins væntir þess, að starfsmannafélögin láti ekki sitt eftir liggja að gera ferð hans árangurs- ríka og sækja vel fundina, þegar þar að kemur. Mjög fljótlega verður ferðaáætlun samin og fundarstaðir og tími ákveð- inn. Páll H. Jónsson. Tuttugu ára afmælí... Framhald af bls 8. Guðmundur Sveinsson, en hann lést 1947 og tók þá við kaupfélagsstjórn Ragnar Pétursson, sem gegnt hefur því starfi síðan. Núverandi stjórn kaupfélagsins skipa Jóhann Þor- steinsson, formaður stjórnar, Þórður Þórðarson, varaformaður, Stefán Júlíusson, ritari og Hermann Guð- mundsson og Hallsteinn Hinriksson, meðstjórnendur. Kaupfélagið hélt upp á afmælið með því að opna nýja og mjög full- komna kjörbúð að Smárahvammi 2. Er búðin með sænskum innrétting- um, sem mjög haganlega er fyrir komið, og var sænskur kjörbúðasér- fræðingur fenginn til að setja þær upp, en sem kunnugt er, þykja Sví- ar nú standa flestum eða öllum þjóð um framar í kjörbúðatækni. — f búð- inni eru m. a. nýtízku frystiklefar fyrir kjöt, fisk, smjör og aðrar þær matvörur, er geyma þarf kældar. Mjólk er einnig seld í verzluninni, auk búsáhalda og ýmislegs smá- varnings. Meðal nýjunga í búðinni má nefna hillur fyrir innkaupatöskur, til að viðskiptamenn geti lagt þær frá sér meðan þeir ganga um búðina. í 14 HLYNUR

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.