Hlynur - 15.02.1966, Síða 2

Hlynur - 15.02.1966, Síða 2
VETTVANGUR STARFSINS Á hverjum morgni, dag eftir dag, viku eftir viku, mánuð, ár, áratugi, jafnvel heila mannsævi, hringir klukkan á sama tíma, miskunnar- laust, allt að því grimmdarfull. Ann- að sigurverk í barmi mannsins sjálfs, sumir kalla það skyldurækni, aðrir trúmennsku, nokkrir hvoru tveggja og enn aðrir bara gamlan vana, rek- ur hann fram úr rúminu, oft að- eins of seinan. Morgunverk, sem að kvöldi sýnast eins og ekki neitt, verða nú býsna drjúg, ýmsir snún- ingar falla til; lítilli dóttur, eða litl- um syni þarf að sinna augnablik; ekki er hægt að láta eins og konan sé ekki til — ef hún er til. Stræt- isvagninn bíður ekki; eða bíllinn er seinn í gang; við öllu má búast. Og á öðrum stað bíður önnur klukka, systir þeirrar fyrri, sama innrætis, nema verra sé; í stað grimmdar- fulls eftirrekstrar, býr hún yfir þeirri ódyggð, sem góðum börnum er sagt að sé flestum ódyggðum ægilegri, þeirri að segja frá. „Það er ljótt að segja frá, svei.„ En stimpil- klukkan segir frá og það þykir eng- um ljótt. Dyggðir uppeldisins stangast við dyggðir staðreyndanna. Þannig morgun eftir morgun. Hún hefur tæpast tíma til að strjúka stiftinni um varirnar og greiðu í svefnúfinn kollinn; vakin frá ljúf- um draumi, sem gaman verður að segja, ef stund gefst til, eða sem er leyndarmál, sem engum verður sagt og aldrei. Og strætisvagninn bíður ekki. Ef til vill þarf að klæða nokkra litla kroppa; gefa þeim eitthvað í morgunsvanginn; eða fara með lít- inn dreng eða litla telpu á barna- heimili, eða þegar bezt lætur heim til ömmu. Þannig morgun eftir morgun, alls staðar hið sama, óumbreytanlegt í sjálfu sér; stundirnar fyrir starfið. Líf í mörgum myndum; hundrað, mörg hundruð, þúsund. Svo mörg- um myndum, sem mannfólkið er margt — og þó hið sama: lífið, líf nýs dags. Og svo hefst starfið, það starf, sem heimurinn virðir, sem metið er til fjár og fært í bækur; sem skrifað er um á afmælum, ef maður er svo heppinn að eiga pennaglaða kunn- ingja; sem presturinn talar að lok- um um í kórdyrum. Hitt voru að- eins stundirnar fyrir starfið — stríð- ið fyrir stríðið. Á þeim vettvangi stríðir maðurinn einn — hljóður og einn, eins og hann var einn í leynd- ardómum drauma sinna, ljúfra eða sárra. í starfinu verður hann einn af mörgum. Stigar og gangar glymja af fótataki; skrifstofur og búðir fyllast af fólki, sem skyndilega er orðið fruma í líkama starfsins. Við stimpilklukkuna greiðir það aðgangs- eyri að sjónarspili starfsins og það greiðir með hluta af einsemd sinni og persónu. Hamingjan má vita hvort það endurheimtir það gjald að kvöldi, ef það þykist svikið á sjón- leiknum, ef gleðispil starfsins varð að drama, eða drama þess að farsa. Leikstaðir lífsins endurgreiða yfir- leitt ekki. Og eins og sigurverk morgunsins gefa engin grið, er starfið kröfuhart og án miskunnar. Það ætlast ekki aðeins til ein'hvers lítils hluta af orku huga og handa, heldur alls, sem í té verður látið. Hlutverk frumunnar í líkama starfsins er slíkt, að ekkert má þar út af bera og engar afsakanir koma til greina. Ekki Ieiði vanans, svo áleitinn sem hann er. Ekki þreyta í baki og herð- um eftir langa setu við skrifborð og Framh. á bls. 14. 2 hlynuh

x

Hlynur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.