Hlynur - 15.02.1966, Blaðsíða 10

Hlynur - 15.02.1966, Blaðsíða 10
FRÁ GELGJUTANGA Sumarið 1954 flutti mestur hluti þeirrar starfsemi Olíufélagsins h.f., sem verið hafði á Reykjavíkurflug- velli, að Gelgjutanga. Eftir varð tunnuáfylling og afgreiðsla á benzíni á tankbíla, enda eru enn í notkun benzíngeymar í Öskjuhlíð. Aðstaðan á Reykjavíkurflugvelli var fyrir löngu orðin ófullnægjandi, enda byggingarnjar orðnar gamlar, og byggðar í upphafi af brezka hern- um á stríðsárunum, til bráðabirgða. Á Gelgjutanga var flutt að nokkru leyti í nýtt húsnæði, en að nokkru uppgert og breytt. Upphaflega átti þarna að vera skipssmíðastöð, en lítið varð úr starfrækslu hennar. Leifar hennar eru sumar þeirra bygginga, sem nú eru notaðar, svo sem skemmurnar tvær sem halla til sjávar, og setja mikinn og sérkennilegan svip á stað- inn. Síðar var þarna starfrækt fisk- verkunarstöð, og keypti Olíufélag- ið staðinn, þegar hætt var rekstri hennar. Gelgjutangi er rétt við þann stað, sem verða á framtíðarhöfn Reykja- víkur, hin svonefnda Sundahöfn. Enn er það svæði að mestu óbyggt, sem fara á undir vöruskemmur og annað tilheyrandi höfninni. Ýmis- konar verkstæði eru í nágrenninu. Mörgum finnst illa farið með skemmtilegar íbúðalóðir, en einhvers staðar verða vondir að vera, einnig vélaverkstæði, með öllum þeim ó- þrifnaði, sem þeim venjulega fylg- ir. Gelgjutangi er í dag ein af mið- stöðvum Olíufélagsins. Þaðan er bíla flotanum stjórnað. Bílarnir eru í gangi allan daginn, sumir með gas- olíu, aðrir með benzín, svartolíu eða smurningsolíu. Flestir eru með gasolíu, enda þarf að fylla á marga geyma. Flestir geymarnir eru fyllt- ir hálfsmánaðarlega á vetrum, en mánaðarlega á sumrum. Farið er eftir spjaldskrá, þar sem sést, hve- nær koma skal í hvert hús. Þessu fylgir sá kostur, að lítil hætta er á að olíu þrjóti hjá notendum. Einn- ig er mikið hagræði að þessu fyrir Olíufélagið, því lítil hætta er á að ekkert sé að gera einn daginn, en allt of mikið þann næsta. Þá eykur þetta afköstin geysimikið, hægt er að taka fyrir heila götu í cinu, og þarf þá ekki að hafa áhyggjur af henni strax aftur, í stað þess að láta bílana vera á þeytingi frá einum bæjarhluta til annars. Við dreif- ingu á gasolíu eru notaðir sex bíl- ar, og afgreiða þeir um 200 staði á dag. Olíumagnið er frá tveim bíl- förmum, til fimm eða sex eftir að- stæðum. Hver bíll rúmar um 6.500 ltr. Um benzínið sjá tveir bílar. Ann- ar Reykjavík og nágrenni, en hinn um Suðurnes og Suðurlandsundir- lendið. Ekki er það þó flutt lengra en á Selfoss, þar er birgðastöð, sem Framh. á bls. 15. Efst til vinstri: Hulda Svansdóttir, símastúlka og Skúli Ólafsson, bílstjóri. Efst til hægri: HörSur Jcnssson og Halldór Björnsson, starfsmenn á dælu- verkstæði. f miðið til vinstri: Reynar Hannesson, stöðvarstjóri. í miSiS til hægri: Starfsmenn á bílaverkstæði, talið frá vinstri: Björn Arnfinnsson, Halidór Halldórsson, Högni Einarsson, Einar Gucmundsson og Guðjón Jóna- son. Neðst til vinstri: Siguriaug Eggertsdóttir, matráðskona. Neðst til hægri: Starfsfólk á dreifingarskrifstofu, talið frá vinstri: Teitur Jónsson, Jón Jóns- son, Reynar Hannesson, Hulda Svansdóttir, Hjörleifur Guðmundsson og Reynir Gunnarsson. 10 HLYNUR

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.