Hlynur - 15.02.1966, Blaðsíða 3

Hlynur - 15.02.1966, Blaðsíða 3
ORUGGUR AKSTUR Hinum nýju klúbbum Samvinnutrygginga um umferðarmál hraðfjölgar Eins og sagt var frá í síðasta blaði fyrra árs, höfðu Samvinnutrygging- ar hafizt handa um samtakamynd- anir í umferðarmálum til aukins ör- yggis með stofnun fyrsta klúbbsins „ÖRUGGUR AKSTUR" á ísafirði 6. nóv. s.l. Nú hefir allmikil saga gerst í þessum málum síðan, og þar sem merkilegt og athyglisvert félags- og öryggisnýmæli er hér á ferð, hefir blaðið afiað sér upplýsinga, sem hér verða gefnar í stuttu máli: Klúbbarnir „ÖRUGGUR AKSTUR“ eru nú — í lok janúar — orðnir samtals 10, og var sá síðasti stofn- aður í höfuðborginni 20. þ.m. A öllum fundunum hefir Baldvin Þ. Kristjánsson félagsmálafulltrúi Sam- vinnutrygginga verið frummælandi og innleitt aðaldagskrármálið, en auk hans hafa mætt frá Aðalskrif- stofu stofnunarinnar þessir menn sem hér segir: deildarstjórarnir Brunó Hjaltested á 4, Jón Rafn Guð- mundsson á 2 og Björn Vilmundar- son á 2, en Gunnar Steindórsson fulltrúi í Söludeild á 1. Hafa þeir afhent nýjum mönnum viðurkenn- ingu og verðlaun Samvinnutrygg- inga fyrir öruggan akstur; samtals 109 fyrir 5 ár og 34 fyrir 10 ár á þeim stöðum, sem hinir nýju klúbb- ar hafa verið stofnaðir og taldir verða hér upp á eftir. Þá var og svarað fyrirspurnum um fjölmargt varðandi bifreiðatryggingar og um- ferðaröryggi, og félagsmálafulltrú- inn sýndi sænska umferðarkvikmynd á öllum stofnfundum klúbbanna. Umræður voru oft fjörugar og fróð- legar og stóðu lengi, því margir heimamanna tóku jafnan til máls. Fundarsókn var yfirleitt góð, eink- um miðað við aðstæður, og sóttu margir fundina langa leið og stund- um í erfiðu færi í misjöfnu veðri. Sameiginleg kaffidrykkja var jafn- an í boði Samvinnutrygginga, og ekki þagað yfir borðum, eins og gengur. Samkvæmt lögum klúbb- anna — og þau eru eins allstaðar — eru það aðeins viðurkenningar- og verðlaunamennirnir gamlir og nýj- ir, sem hafa full félagsréttindi, en heimilt er áhugasömum bifreiðaeig- endum, félagsmönnum Samvinnu- trygginga — að gerast aðilar að samtökunum með málfrelsi og til- lögurétti. Hafa þó nokkrir notfært sér þetta. Kemur þá að upptalningunni, sem verður eins og sambærileg frá öll- um fundarstöðum, frá því sagt var frá nefndum ísafjarðarfundi hér í Hlyni: SELFOSS, fimmtudaginn 18. nóv. Fundarstjóri Karl J. Eiríks, um- boðsmaður Samvinnutrygginga hjá Kaupfélagi Árnesinga. Fundarrit- ari Óskar Jónsson fulltrúi frá Vík. Stofnaður Klúbburinn „ÖRUGGUR AKSTUR" í Árnessýslu. Stjórn: Stefán Jasonarson bóndi, Vorsabæ, formaður, Karl Siríksson, ökukennari, Selfossi, ritari, Guð- mundur Sigurdórsson, Akurgerði, Hrunamannahreppi, meðstjórnandi. Sunnudaginn 21. janúar beitti klúbburinn sér svo fyrir almennum fundi á Selfossi um umferðarmál. Framh. á bls. 5. hlynur 3

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.