Hlynur - 15.03.1966, Blaðsíða 2

Hlynur - 15.03.1966, Blaðsíða 2
Starfsvettvangur samvinnumanna á Norðurlöndum FRÁ HEIMSÓKN AXEL SCHOU Hverju fyrirtæki, hvaða tegundar sem það er og að hvaða marki sem það stefnir, er ekkert jafn nauðsynlegt og að hafa gott starfsfólk. Það gildir jafnt um þá sem sitja ofarlega i mannfélagsstiganum og stjórna fyrirtækj- um og hina, sem vinna hversdagsiegu störfin. En nú vill svo til, að það eru ekki kaupfélagsstjórarnir og skrifstofufólkið, hversu ágætt sem það er og hversu vel sem það vinnur störf sín, sem viðskiptamenn kaupfélag- anna hafa daglega fyrir augum, heldur búðarfólkið. Það er afgreiðslufólkið i búðunum, sem stendur augiiti til auglitis við þá, sem daglega koma í búð- irnar og kaupa þar sínar lífsnauðsynjar. Búðirnar eru „andlit kaupfélagsins" og skapa því vinsældir og álit, ef vel tekst til, og valda óánægju, ef illa tekst. í fyrsta tbl Hlyns þ. á. var frá því sagt, að Axel Schou, fulltrúi 1 Fræðsludeild danska samvinnusam- bandsins, FDB, myndi koma hingað til lands á vegum Fræðsiudeildar SÍS og mæta á fundum með starfs- fólki samvinnufélaganna hér, eftir því sem tími gæfist til. Nú er þessari heimsókn lokið. Axel Schou kom hingað til lands með flugvél Flugfélags íslands 20. febr. sl. og fór aftur laugardaginn 5. marz. Tildrög þess að Axel Schou kom hingað, voru þau, að tvö sl. sumui (1964 og 1965) var hann leiðsögu- maður samvinnustarfsmanna, sem fóru í kynnisferðir til Norðurlanda, á meðan hóparnir voru í Danmörku. Var það einróma álit okkar, sem kynntumst honum, að hann væri ó- venju vaskur og vakandi samvinnu- maður og sjónarmið hans og við- horf í samvinnumálum ættu brýnt erindi til íslenzkra samvinnumanna, auk þess sem hann býr yfir mikilli þekkingu og reynslu í þeim málum. Niðurstaðan varð því sú, að ég' fór fram á það við forstöðumann fræðsludeildar FDB, Aage Bo, sem er húsbóndi Axels, að hann „lánaði“ þennan starfsmann sinn til íslands stuttan tíma. Var því vel tekið og samþykkt af formanni danska sam- vinnusambandsins, próf. Nyboe An- dersen. Fékk Axel Schou frí á full- um iaunum til þess að fara til Is- lands og dvelja hér 1 hálfan mánuð. Axel Schou er fertugur að aldri, fæddur og alinn upp á Bornholm. Þar var afi hans skósmiður, og hjá honum vann sem skósmíðasveinn Anderson-Nexö, hinn frægi danski rithöfundur. Axel hefur ekki að baki sér langa skólagöngu, en hóf ungur störf hjá samvinnufélögunum. Hann hefur verið búðarþjónn, búðarstjóri, eftirlitsmaður með búðum, og þegar ákveðið var að stofna kaupfélag í Færeyjum, var hann sendur þangað, og stofnaði hann kaupfélagið í Þórs- höfn og veitti því forstöðu fyrstu árin. Einn af kaupfélagsmönnunum þar og stöðugur viðskiptavinur hjá Schou var rithöfundurinn Heinesen. 2 HLYNUH

x

Hlynur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hlynur
https://timarit.is/publication/1407

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.